Píratar vilja segja sig úr alþjóðasamtökum Anna Guðjónsdóttir skrifar 20. apríl 2015 15:39 Píratar telja að PPI skorti þau grunngildi sem Píratar á Íslandi starfa eftir. Vísir/Vilhelm Yfirgnæfandi meirihluti Pírata eru fylgjandi úrsögn úr alþjóðasamtökum Pírata. Kosning fór fram á vef flokksins í gær þar sem félagar Pírata sem skráðir eru í kosningakerfi þeirra gátu kosið um úrsögn úr alþjóðasamtökunum Pirate Parties International. 41 greiddu atkvæði og lauk kosningunum með því að 97,5 prósent voru fylgjandi úrsögn. „Ákvörðunin um að semja þessa ályktun var tekin einfaldlega vegna þess að PPI skortir algjörlega þau grunngildi og ferla sem Píratar á Íslandi starfa eftir. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að breyta lögum PPI og starfsemi samtakanna hefur það ekki gengið,“ segir Arnaldur Sigurðarson, en hann situr í framkvæmdaráði Pírata. Hann tekur fram að eftir fimm ára starf hefur lítið gerst hjá samtökunum og því telji Píratar á Íslandi að tími sé kominn fyrir nýtt alþjóðastarf með öflugum Pírötum í gegnum aðrar leiðir en í samstarfi við PPI.Arnaldur Sigurðarson segir augljóst að Píratar vilji fara nýjar leiðir í alþjóðasamstarfi.Arnaldur segir að hlutverk PPI ætti að vera að efla alþjólegt samstarf Pírata. „Hingað til hafa samtökin verið ansi slöpp við að koma slíku samstarfi af stað. Píratar í Bretlandi og Ástralíu hafa þegar sagt sig úr samtökunum og í kjölfarið skapaðist umræða hjá Pírötum á Íslandi hvort það væri þess virði að halda þessu samstafi áfram,“ segir Arnaldur. „Nokkrir innan Pírata hafa verið virkir í samskiptum við aðra meðlimi erlendis um stöðu alþjóðasamstarfs. Markmiðið virðist vera að skapa öðruvísi vettvang sem gerir alþjóðasamstarf auðveldara og meira í takt við grunngildi Pírata sem skortir hjá PPI. Þetta er ennþá í vinnslu og erfitt að segja til um hvernig sá vettvangur kemur til með að líta út,“ segir Arnaldur. Arnaldur telur ljóst að eftir kosningarnar í gær að Píratar hér á landi vilji fara nýjar leiðir í alþjóðasamstarfi við aðra flokka sem séu sammála þeirra grunngildum. Um 1443 meðlimir voru skráðir í flokkinn í lok mars, en að sögn Arnaldar hafa þó ekki allir meðlimir ákveðið að gerast þátttakendur í kosningakerfinu. Tengdar fréttir Píratar hafa ekki undan fjölda nýskráninga Heildarfjöldi Pírata í lok mars var 1.443 og í þeim mánuði skráðu 513 sig í Pírata. 10. apríl 2015 11:00 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti Pírata eru fylgjandi úrsögn úr alþjóðasamtökum Pírata. Kosning fór fram á vef flokksins í gær þar sem félagar Pírata sem skráðir eru í kosningakerfi þeirra gátu kosið um úrsögn úr alþjóðasamtökunum Pirate Parties International. 41 greiddu atkvæði og lauk kosningunum með því að 97,5 prósent voru fylgjandi úrsögn. „Ákvörðunin um að semja þessa ályktun var tekin einfaldlega vegna þess að PPI skortir algjörlega þau grunngildi og ferla sem Píratar á Íslandi starfa eftir. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að breyta lögum PPI og starfsemi samtakanna hefur það ekki gengið,“ segir Arnaldur Sigurðarson, en hann situr í framkvæmdaráði Pírata. Hann tekur fram að eftir fimm ára starf hefur lítið gerst hjá samtökunum og því telji Píratar á Íslandi að tími sé kominn fyrir nýtt alþjóðastarf með öflugum Pírötum í gegnum aðrar leiðir en í samstarfi við PPI.Arnaldur Sigurðarson segir augljóst að Píratar vilji fara nýjar leiðir í alþjóðasamstarfi.Arnaldur segir að hlutverk PPI ætti að vera að efla alþjólegt samstarf Pírata. „Hingað til hafa samtökin verið ansi slöpp við að koma slíku samstarfi af stað. Píratar í Bretlandi og Ástralíu hafa þegar sagt sig úr samtökunum og í kjölfarið skapaðist umræða hjá Pírötum á Íslandi hvort það væri þess virði að halda þessu samstafi áfram,“ segir Arnaldur. „Nokkrir innan Pírata hafa verið virkir í samskiptum við aðra meðlimi erlendis um stöðu alþjóðasamstarfs. Markmiðið virðist vera að skapa öðruvísi vettvang sem gerir alþjóðasamstarf auðveldara og meira í takt við grunngildi Pírata sem skortir hjá PPI. Þetta er ennþá í vinnslu og erfitt að segja til um hvernig sá vettvangur kemur til með að líta út,“ segir Arnaldur. Arnaldur telur ljóst að eftir kosningarnar í gær að Píratar hér á landi vilji fara nýjar leiðir í alþjóðasamstarfi við aðra flokka sem séu sammála þeirra grunngildum. Um 1443 meðlimir voru skráðir í flokkinn í lok mars, en að sögn Arnaldar hafa þó ekki allir meðlimir ákveðið að gerast þátttakendur í kosningakerfinu.
Tengdar fréttir Píratar hafa ekki undan fjölda nýskráninga Heildarfjöldi Pírata í lok mars var 1.443 og í þeim mánuði skráðu 513 sig í Pírata. 10. apríl 2015 11:00 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Píratar hafa ekki undan fjölda nýskráninga Heildarfjöldi Pírata í lok mars var 1.443 og í þeim mánuði skráðu 513 sig í Pírata. 10. apríl 2015 11:00