Erlent

Tusk kallar til aukafundar vegna ástandsins í Miðjarðarhafi

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins.
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins.
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hefur tilkynnt að hann hafi boðað til aukaleiðtogafundar vegna ástandsins í Miðjarðarhafi þar sem þúsundir flóttafólks hafa drukknað á síðustu mánuðum.

Á Twitter-síðu sinni segir Tusk að fundurinn verði haldinn á fimmtudaginn.

Hann segir nauðsynlegt sé að fulltrúar aðildarríkjanna og sameiginlegra stofnana ESB ræði hvernig skuli bregðast við, enda geti málið ekki haldið svona áfram. Hann segist þó gera sér grein fyrir því að ekki sé til nein skyndilausn á flóttamannavandanum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×