Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 20. apríl 2015 14:57 Pétur Kristinn lengst til vinstri á myndinni ásamt lögmönnum sínum. Vísir/GVA Björn Þorvaldsson saksóknari las upp úr símtali sem Pétur Kristinn Guðmarsson átti við samstarfsmann sinn hjá Kaupþingi að morgni 3. apríl 2008. Með símtalinu var ætlun saksóknara að sýna fram á að Pétur og aðrir ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli fyrrverandi starfsmanna Kaupþings hafi vísvitandi verið að halda uppi verðinu á bankanum. Björn las upp úr símtali þeirra félaga þar sem Frosti Reyr Rúnarsson, starfsmaður Kaupþings, hringir í Pétur Kristinn sem hafði sofið yfir sig. Þar greinir Frosti Reyr frá því að verðið í Kaupþingi hafi lækkað um 4%. „Ekki fokka í mér,“ voru viðbrögð Péturs Kristins. „Jú svona er þetta bara kallinn minn ég er ekki að fokka í þér. Ef kallinn er ekki með puttann á púlsinum þá er stokkurinn dauður.“ Þá svarar Pétur hvort hann eigi „ekki bara að hjóla í þetta núna“?Lögðu fram stór tilboð í upphafi dags Með þessu vildi Björn sýna að ástæða símtals Frosta í Pétur hefðu verið lækkun hlutabréfa, sem Pétur átti þá að ganga í að laga. Pétur er ákærður, ásamt Birni Sæ Björnssyni, sem einnig starfaði við eigin viðskipti Kaupþings, fyrir að hafa í upphafi hvers viðskiptadags lagt fram stór tilboð í hlutabréf í Kaupþingi með litlu innbyrðis verðbili í tilboðabækur kauphallanna. Þeir hafi með háttsemi sinni haft óeðlileg áhrif á verð í hlutabréfum bankans og því gerst sekir um markaðsmisnotkun. Stunduðu þeir hana að undirlagi yfirmanna sinna, þeirra Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar, Ingólfs Helgasonar og Einars Pálma Sigmundssonar.Tölva saksóknara gaf sig Í kjölfar þess að Björn las upp úr símtalinu bað Pétur um að fá að sjá Kauphallarhermi saksóknara, sem sýnir markaðshreyfingar á þeim tíma sem ákæran nær til. Að honum yrði varpað á skjáinn. Ekki tókst betur til en svo að gera þurfti hádegishlé þar sem tölva saksóknara virkaði ekki sem skildi. Eftir hádegi gekk það betur. Björn gekk á Pétur eftir hádegi og spurði hann hvað hefði gerst hefðu þeir ekki lagt fram tilboð í upphafi dags. Hvort þessi 4% lækkun sýndi ekki glögglega hversu miklu máli skipti að tilboð yrðu lögð fram? Lækkunina mætti rekja til þess að Pétur svaf yfir sig? „Ég held að þetta segi ekki neitt um það. Hann segir mér bara að stokkurinn hafi farið niður um 4%,“ sagði Pétur. Aðspurður um ummæli Frosta um að stokkurinn verði dauður sé Pétur ekki með puttann á púlsinum sagði Pétur Frosta eiga við að það væri lítill seljanleiki.„Já, nei og ég veit það ekki“ Þá spurði saksóknari Pétur um hvað það þýddi að „skrúfa þetta bara upp“. Svaraði Pétur því til að það þýddi að kaupa. Mögulega hefði verið gott tækifæri að kaupa af því að bréfin höfðu lækkað. Aðspurður hvort að hlutabréfaverð hefði verið búið að lækka þennan morgun sagði Pétur: „Ég veit það ekki. Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna og vissi ekki hvort þetta hefði ekki lækkað, en það hafði ekki gerst.“ Aðspurður um hvað gerðist ef Pétur og starfsmenn Kaupþings lögðu ekki fram tilboð í upphafi dags, hvort að verðið myndi ekki lækka svaraði Pétur: „Svarið er já, nei og ég veit það ekki.“ Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi. 20. apríl 2015 10:53 Hreiðar Már, Magnús og Sigurður ekki mættir Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 20. apríl 2015 09:48 Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02 Markaðsmisnotkunarmálið: „Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum” Pétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings fyrir hrun, segir ekkert óeðlilegt hafa verið við það að deildin hafi keypt mikið af hlutabréfum bankans. 20. apríl 2015 12:37 Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Sjá meira
Björn Þorvaldsson saksóknari las upp úr símtali sem Pétur Kristinn Guðmarsson átti við samstarfsmann sinn hjá Kaupþingi að morgni 3. apríl 2008. Með símtalinu var ætlun saksóknara að sýna fram á að Pétur og aðrir ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli fyrrverandi starfsmanna Kaupþings hafi vísvitandi verið að halda uppi verðinu á bankanum. Björn las upp úr símtali þeirra félaga þar sem Frosti Reyr Rúnarsson, starfsmaður Kaupþings, hringir í Pétur Kristinn sem hafði sofið yfir sig. Þar greinir Frosti Reyr frá því að verðið í Kaupþingi hafi lækkað um 4%. „Ekki fokka í mér,“ voru viðbrögð Péturs Kristins. „Jú svona er þetta bara kallinn minn ég er ekki að fokka í þér. Ef kallinn er ekki með puttann á púlsinum þá er stokkurinn dauður.“ Þá svarar Pétur hvort hann eigi „ekki bara að hjóla í þetta núna“?Lögðu fram stór tilboð í upphafi dags Með þessu vildi Björn sýna að ástæða símtals Frosta í Pétur hefðu verið lækkun hlutabréfa, sem Pétur átti þá að ganga í að laga. Pétur er ákærður, ásamt Birni Sæ Björnssyni, sem einnig starfaði við eigin viðskipti Kaupþings, fyrir að hafa í upphafi hvers viðskiptadags lagt fram stór tilboð í hlutabréf í Kaupþingi með litlu innbyrðis verðbili í tilboðabækur kauphallanna. Þeir hafi með háttsemi sinni haft óeðlileg áhrif á verð í hlutabréfum bankans og því gerst sekir um markaðsmisnotkun. Stunduðu þeir hana að undirlagi yfirmanna sinna, þeirra Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar, Ingólfs Helgasonar og Einars Pálma Sigmundssonar.Tölva saksóknara gaf sig Í kjölfar þess að Björn las upp úr símtalinu bað Pétur um að fá að sjá Kauphallarhermi saksóknara, sem sýnir markaðshreyfingar á þeim tíma sem ákæran nær til. Að honum yrði varpað á skjáinn. Ekki tókst betur til en svo að gera þurfti hádegishlé þar sem tölva saksóknara virkaði ekki sem skildi. Eftir hádegi gekk það betur. Björn gekk á Pétur eftir hádegi og spurði hann hvað hefði gerst hefðu þeir ekki lagt fram tilboð í upphafi dags. Hvort þessi 4% lækkun sýndi ekki glögglega hversu miklu máli skipti að tilboð yrðu lögð fram? Lækkunina mætti rekja til þess að Pétur svaf yfir sig? „Ég held að þetta segi ekki neitt um það. Hann segir mér bara að stokkurinn hafi farið niður um 4%,“ sagði Pétur. Aðspurður um ummæli Frosta um að stokkurinn verði dauður sé Pétur ekki með puttann á púlsinum sagði Pétur Frosta eiga við að það væri lítill seljanleiki.„Já, nei og ég veit það ekki“ Þá spurði saksóknari Pétur um hvað það þýddi að „skrúfa þetta bara upp“. Svaraði Pétur því til að það þýddi að kaupa. Mögulega hefði verið gott tækifæri að kaupa af því að bréfin höfðu lækkað. Aðspurður hvort að hlutabréfaverð hefði verið búið að lækka þennan morgun sagði Pétur: „Ég veit það ekki. Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna og vissi ekki hvort þetta hefði ekki lækkað, en það hafði ekki gerst.“ Aðspurður um hvað gerðist ef Pétur og starfsmenn Kaupþings lögðu ekki fram tilboð í upphafi dags, hvort að verðið myndi ekki lækka svaraði Pétur: „Svarið er já, nei og ég veit það ekki.“
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi. 20. apríl 2015 10:53 Hreiðar Már, Magnús og Sigurður ekki mættir Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 20. apríl 2015 09:48 Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02 Markaðsmisnotkunarmálið: „Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum” Pétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings fyrir hrun, segir ekkert óeðlilegt hafa verið við það að deildin hafi keypt mikið af hlutabréfum bankans. 20. apríl 2015 12:37 Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi. 20. apríl 2015 10:53
Hreiðar Már, Magnús og Sigurður ekki mættir Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 20. apríl 2015 09:48
Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02
Markaðsmisnotkunarmálið: „Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum” Pétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings fyrir hrun, segir ekkert óeðlilegt hafa verið við það að deildin hafi keypt mikið af hlutabréfum bankans. 20. apríl 2015 12:37