Viðskipti innlent

Aurláki þarf að greiða þrota­búi Milestone 970 milljónir króna vegna Lyf og heilsu

Birgir Olgeirsson skrifar
Karl Wernersson.
Karl Wernersson. VÍSIR/GVA

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Aurláka ehf. til að greiða þrotabúi Milestone 970 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna sölu á Lyf og heilsu. Lyfjaverslunin var seld úr Milestone í mars árið 2008 yfir í félagið Aurláka ehf. Félagið, sem er í eigu Karls Wernerssonar, á enn í dag Lyf og heilsu.



Til vara í málinu stefndi þrotabú Milestone bræðrunum Karli Emil og Steingrími Wernerssyni og Friðriki Arnari Bjarnasyni.



Milestone varð gjaldþrota árið 2009 og hélt þrotabúið því fram að ekki hefði fengist fullnægjandi greiðsla fyrir Lyf og heilsu úr fyrirtækinu og stefndi því Aurláka ehf. og krafðist 970 milljónir króna. Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag kröfuna.



Uppfært klukkan 15:15

Dómurinn hefur nú verið birtur á vefsíðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Hann má lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×