Fimm ára bið Furyk á enda Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2015 08:32 Furyk í sigurjakkanum eftir mótið í gær. Vísir/Getty Jim Furyk vann í gær sinn fyrsta sigur á PGA-móti í fimm ár er hann bar sigur úr býtum á RBC Heritage-mótinu. Furyk hafði betur gegn Kevin Kisner í bráðabana eftir að hafa spilað stórkostlega á lokahringnum. Þá skilaði hann sér í hús á 63 höggum en hann gaf tóninn með því að ná sér í sex fugla á fyrri níu holunum. Troy Merritt var í forystu fyrir lokahringinn en þriggja högga forysta hans hvarf snemma. Hann spilaði á 69 höggum og endaði í þriðja sæti. Merritt bætti vallarmetið með því að spila fyrsta hringinn á 61 höggi. Kisner tryggði sér umspil gegn Furyk með því að ná fugli á átjándu holu. Þeir voru jafnir eftir fyrstu holu bráðabanans en Furyk tryggði sér sigur með fugli á næstu holu, þeirri sautjándu sem er par þrjú. Nýstirnið Jordan Spieth, sem vann nýverið Masters-mótið, endaði í ellefta sæti á tíu höggum undir pari. Hann spilaði á 70 höggum í gær. Golf Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Jim Furyk vann í gær sinn fyrsta sigur á PGA-móti í fimm ár er hann bar sigur úr býtum á RBC Heritage-mótinu. Furyk hafði betur gegn Kevin Kisner í bráðabana eftir að hafa spilað stórkostlega á lokahringnum. Þá skilaði hann sér í hús á 63 höggum en hann gaf tóninn með því að ná sér í sex fugla á fyrri níu holunum. Troy Merritt var í forystu fyrir lokahringinn en þriggja högga forysta hans hvarf snemma. Hann spilaði á 69 höggum og endaði í þriðja sæti. Merritt bætti vallarmetið með því að spila fyrsta hringinn á 61 höggi. Kisner tryggði sér umspil gegn Furyk með því að ná fugli á átjándu holu. Þeir voru jafnir eftir fyrstu holu bráðabanans en Furyk tryggði sér sigur með fugli á næstu holu, þeirri sautjándu sem er par þrjú. Nýstirnið Jordan Spieth, sem vann nýverið Masters-mótið, endaði í ellefta sæti á tíu höggum undir pari. Hann spilaði á 70 höggum í gær.
Golf Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira