SA segir tilboð sitt grundvöll að heildarlausn á vinnumarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 8. maí 2015 19:00 Samtök atvinnulífsins telja að tilboð þeirra til Starfsgreinasambandsins um 23,5 prósenta launahækkun geti orðið grunnurinn að almennum kjarasamningum. En þá þurfi samtök launafólks hjá hinu opinbera og ríkisstjórnin einnig að koma að sameiginlegu samningaborði. Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram tilboð til Starfsgreinasambandsins sem þau segja þýða 23,5 prósenta hækkun dagvinnulauna á þremur árum sem þýði að mánaðrlaun muni hækka um 47 þúsund krónur á samningstímanum. Þetta eru töluvert meiri hækkanir en þau 3,5 prósent myndu gefa og áður hafa verið boðin. Allar þær kjaradeilur sem nú standa yfir snúast um það að reyna að auka kaupmáttinn. Samtök atvinnulífsins segja að tilboð þeirra þýði sögulega hækkun launa og kaupmáttar. Hins vegar verði erfitt að semja við alla án aðkomu ríkisins. Þá er fyrst og fremst horft til húsnæðismálannaog jafnvel breytinga á persónuafslætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur m.a. verið rætt við stjórnvöld um þrepaskiptan persónuafslátt og hækkun hans fyrir tekjulægstu hópana. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og SA funduðu um tilboð atvinnurekenda í dag. „Ég met þetta sem mjög góðan fund. Menn ræddu málin opinskátt og veltu upp ýmsum hliðum, möguleikum og útfærslum,“ segir Hannes G. Sigurðsson aðstoðrarframkvæmdastjóri SA. Á móti þeim kauphækkunum sem SA býður vilja samtökin að dagvinnutíminn verði sveigjanlegri þannig að átta tíma dagvinna geti farið fram á tímabilinu sex að morgni til sjö að kveldi og að yfirvinnuálag lækki. Fyrst samkvæmt heimildum fréttastofunnar úr 80 prósentum í 60 prósent og endi í 50 prósentum við lok samningstímans.Heldur þú að það náist nokkurn tíma í gegn hjá verkalýðshreyfingunni?„Ég vil nálgast þetta frá hinni hliðinni. Þetta er eina leiðin fyrir okkur til að koma eitthvað til móts við hinar miklu kröfur sem við stöndum frammi fyrir. Við höfum þá trú að þessar breytingar á vinnutímaákvæðinu og aukin sveigjanleiki geti aukið framleiðni sem muni þá skapa grundvöll fyrir auknum kaupmætti,“ segir Hannes. Ef þetta eigi hins vegar að ganga upp þurfi opinberir starfsmenn einnig að verða hluti af heildarsamkomulagi og stjórnvöld þurfi að leggja sitt til málanna. „Við stöndum frammi fyrir því að nánast öll þjóðin er að fara í verkfall og það er ekki möguleiki að leysa þessa kjaradeilu nema með einni samræmdri lausn. Þessar hugmyndir okkar um aukinn sveigjanleika vinnutíma og aukna framleiðni; forsenda þeirrar lausnar er að hún gangi yfir alla,“ segir Hannes G. Sigurðsson. Verkfall 2016 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Samtök atvinnulífsins telja að tilboð þeirra til Starfsgreinasambandsins um 23,5 prósenta launahækkun geti orðið grunnurinn að almennum kjarasamningum. En þá þurfi samtök launafólks hjá hinu opinbera og ríkisstjórnin einnig að koma að sameiginlegu samningaborði. Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram tilboð til Starfsgreinasambandsins sem þau segja þýða 23,5 prósenta hækkun dagvinnulauna á þremur árum sem þýði að mánaðrlaun muni hækka um 47 þúsund krónur á samningstímanum. Þetta eru töluvert meiri hækkanir en þau 3,5 prósent myndu gefa og áður hafa verið boðin. Allar þær kjaradeilur sem nú standa yfir snúast um það að reyna að auka kaupmáttinn. Samtök atvinnulífsins segja að tilboð þeirra þýði sögulega hækkun launa og kaupmáttar. Hins vegar verði erfitt að semja við alla án aðkomu ríkisins. Þá er fyrst og fremst horft til húsnæðismálannaog jafnvel breytinga á persónuafslætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur m.a. verið rætt við stjórnvöld um þrepaskiptan persónuafslátt og hækkun hans fyrir tekjulægstu hópana. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og SA funduðu um tilboð atvinnurekenda í dag. „Ég met þetta sem mjög góðan fund. Menn ræddu málin opinskátt og veltu upp ýmsum hliðum, möguleikum og útfærslum,“ segir Hannes G. Sigurðsson aðstoðrarframkvæmdastjóri SA. Á móti þeim kauphækkunum sem SA býður vilja samtökin að dagvinnutíminn verði sveigjanlegri þannig að átta tíma dagvinna geti farið fram á tímabilinu sex að morgni til sjö að kveldi og að yfirvinnuálag lækki. Fyrst samkvæmt heimildum fréttastofunnar úr 80 prósentum í 60 prósent og endi í 50 prósentum við lok samningstímans.Heldur þú að það náist nokkurn tíma í gegn hjá verkalýðshreyfingunni?„Ég vil nálgast þetta frá hinni hliðinni. Þetta er eina leiðin fyrir okkur til að koma eitthvað til móts við hinar miklu kröfur sem við stöndum frammi fyrir. Við höfum þá trú að þessar breytingar á vinnutímaákvæðinu og aukin sveigjanleiki geti aukið framleiðni sem muni þá skapa grundvöll fyrir auknum kaupmætti,“ segir Hannes. Ef þetta eigi hins vegar að ganga upp þurfi opinberir starfsmenn einnig að verða hluti af heildarsamkomulagi og stjórnvöld þurfi að leggja sitt til málanna. „Við stöndum frammi fyrir því að nánast öll þjóðin er að fara í verkfall og það er ekki möguleiki að leysa þessa kjaradeilu nema með einni samræmdri lausn. Þessar hugmyndir okkar um aukinn sveigjanleika vinnutíma og aukna framleiðni; forsenda þeirrar lausnar er að hún gangi yfir alla,“ segir Hannes G. Sigurðsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira