Innlent

Ríkið kærir boðað verkfall starfsmanna Fjársýslunnar

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Þetta er í annað sinn sem ríki dregur félagsmenn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins fyrir dóm.
Þetta er í annað sinn sem ríki dregur félagsmenn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins fyrir dóm.
Íslenska ríkið hefur stefnt Félagi háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins, FHSS, vegna boðaðst verkfalls frá og með 11. maí næstkomandi. Tæplega 80 prósent greiddu atkvæði með verkfallinu.

Verkfallið nær til starfsmanna hjá Fjársýslu ríkisins.



Þetta er í annað sinn sem ríkið stefnir félaginu en áður var því stefnt vegna tímabundins verkfalls sem hófst 20. aprí l en líkur í dag. Félagsdómur sýknaði félagið af kæru ríkisins.



Nýja málið verður flutt í Félagsdómi á morgun, laugardag, samkvæmt tilkynningu frá skrifstofu Bandalags háskólamanna, sem FHSS á aðild að.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×