Uppbótartíminn: Þristaregn á Hlíðarenda - Myndbönd 8. maí 2015 09:30 Haukur Páll Sigurðsson tekur út gremju sína á Valgeiri Valgeirssyni, dómara. vísir/valli Fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. Nýliðar Leiknis eru á toppi deildarinnar eftir glæsilega frumraun í deildinni. Þeir unnu Valsmenn, 3-0. Stórveldaslagur KR og FH var ekki mikið fyrir augað en þar höfðu FH-ingar sigur, 3-1. Eina jafnteflið var í Árbænum þar sem Fylkir og Breiðablik áttust við.Umfjallanir og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Fylkir - Breiðablik 1-1KR - FH 1-3Keflavík - Víkingur 1-3Valur - Leiknir 0-3Fjölnir - ÍBV 1-0ÍA - Stjarnan 0-1Yfir 2.200 manns mættu í Lautina í gær.vísir/stefánGóð umferð fyrir ...... Ólaf Karl Finsen Framherjinn magnaði lokaði Íslandsmótinu í fyrra með marki sem tryggði Stjörnunni Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti í sögu félagsins. Hann setti svo nýtt Íslandsmót með stórkostlegu aukaspyrnumarki í 1-0 sigri sinna manna. Eftir leik bauð hann svo upp á mest kósí viðtal í sögunnar þegar hann hélt föðurlega utan um Gaupa í beinni útsendingu.... Leiknismenn Nýliðarnir tóku sig til og pökkuðu Valsmönnum saman, 3-0, í fyrsta leik liðsins í efstu deild. Sigurinn er einn sá flottasti hjá nýliðum undanfarin 30 ár. Glæsileg frumraun Leiknismanna sem voru margfalt betri inn á vellinum og í stúkunni.... Gjaldkera Fylkis Fylkismenn íhuga nú eflaust að fresta sem flestum leikjum til að eiga heilu leikdagana fyrir sig sjálfa. Ekkert var í boði á fimmtudagskvöldið annað en leikur Fylkis og Breiðabliks sem gerði það að verkum að ríflega 2.200 manns mættu í Árbæinn. Bankabókin í Lautinni gildnaði aðeins.Valsmenn lágu í valnum gegn Leikni.vísir/valliErfið umferð fyrir ...... Valsmenn Það voru allir léttir í lund fyrir leik en eftir þrettán mínútur var liðið lent 2-0 undir og það endaði með 3-0 tapi gegn nýliðum Leiknis. Leikmenn Vals söfnuðu svo sex þristum í einkunnagjöf Vísis sem gæti verið met og þá tók hamborgarabíll Priksins sem var á staðnum ekki debetkort. Hver gengur með pening á sér árið 2015?... Richard Arends Hollenski markvörðurinn fékk á sig mark úr aukaspyrnu á móti Víkingi. Markið var af 40 metra færi. Sævar Júlíusson, markvarðaþjálfari Keflavíkur, hellti sér yfir Hollendinginn beint eftir leik og náðist það á upptöku.... Áskel Þór Gíslason Norðanmaðurinn var aðstoðardómari eitt í upphafsleik mótsins á Skaganum og tókst að dæma innkast eftir rangstöðu. Sá fær eflaust að heyra brandara innan dómaraklíkunnar um þessi barnalegu mistök eitthvað fram á næsta áratug.Pálmi Rafn Pálmason með tilþrif í leik KR og FH.vísir/stefánTölfræðin og sagan: *Fyrsti útisigur Stjörnunnar í 1. umferð efstu deildar í tæp 25 ár eða síðan í 2-0 sigri á Þór á malarvelli Þórs á Akureyri 19. maí 1990. *Ólafur Karl Finsen skoraði bæði síðasta mark 2014-tímabilsins og fyrsta mark 2015-tímabilsins en því náði líka Steinar Jóhannsson 1971 og 1972. *Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, hefur byrjað bæði tímabil sín sem þjálfari í efstu deild á móti ríkjandi Íslandsmeisturum. *Fjölnir er með fullt hús (12 stig af 12 mögulegum) í fyrsta heimaleik liðsins á úrvalsdeildartímabili. *Eyjamenn hafa spilað 11 útileiki í röð í 1. umferð í efstu deild án þess að fagna sigri eða alla leiki síðan þeir unnu KA á Akureyri í 1. umferðinni 1991. *Þetta er í fyrsta sinn sem Víkingar fá þrjú stig fyrir sigur í Keflavík því þegar þeir unnu síðast á Keflavíkurvellinum, 13. ágúst 1983, voru aðeins gefin tvö stig fyrir sigur. *Ívar Örn Jónsson varð fyrsti Víkingurinn til að skora beint úr aukaspyrnu í efstu deild síðan að Gunnar Kristjánsson skoraði beint úr aukaspyrnu á móti Breiðabliki 26. ágúst 2007. *Hörður Sveinsson skoraði í sínum þriðja deildarleik í röð á móti Víkingi og öll þrjú mörkin hafa komið frá 35. til 50. mínútu. *Valsmenn hafa tvisvar mætt félagi í sínum allra fyrsta leik í efstu deild frá árinu 1955 og tapað í bæði skiptin, 1968 á móti ÍBV í Eyjum (3-1) og svo 3-0 á móti Leikni. *Kolbeinn Kárason hefur skorað 11 af 17 mörkum sínum í efstu deild á Vodafonevellinum. *FH er eina félagið frá 2008 sem hefur unnið sinn leik í fyrstu umferð eftir að hafa verið spáð titlinum af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum (2013 og 2015). *KR-ingar hafa aðeins fimm sinnum tapað fyrsta leik sínum á KR-vellinum á 32 tímabilum þar og FH-ingar hafa unnið fjóra þeirra (1995, 2004, 2006 og 2015). *Fyrstu mörk Atla Guðnasonar í fyrstu umferð í sjö ár eða síðan hann skoraði í 4-0 sigri á HK í 1. umferð 2008.Gylfi Már Sigurðsson fær að heyra það frá Bjarna Guðjónssyni.vísir/stefánSkemmtilegir punktar úr boltavaktinni:Henry Birgir Gunnarsson á Fylkisvelli: „Jóhannes Karl Guðjónsson fékk gult spjald - sá ekki almennilega fyrir hvað enda sólin í andlitinu á manni og rúðan í skítugri kantinum. Hún var samt þrifin fyrir leik en versnaði við það. Stundum betra að þrífa þvegilinn.“Anton Ingi Leifsson á Fjölnisvelli: „Það er 12:00 þema hérna í lögunum fyrir leik. Sumartíminn var áðan og nú er það Sama stelpa sem kemur úr hátalarakerfinu. Ég er að fýla þetta, en það eru sjötugir menn fyrir hliðina á mér. Þeir eru á báðum áttum einhvernveginn.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Róbert Örn Óskarsson, FH - 8 Halldór Kristinn Halldórsson, Leikni - 8 Óttar Bjarni Guðmundsson, Leikni - 8 Hilmar Árni Halldórsson, Leikni - 8 Ólafur Páll Snorrason, Fjölni - 8 Árni Snær Ólafsson, ÍA - 8 Pablo Punyed, Stjörnunni - 8 Ingimundur Níels Óskarsson, Fylki - 3 Hákon Ingi Jónsson, Fylki - 3 Andri Rafn Yeoman, Breiðabliki - 3 Arnþór Ari Atlason, Breiðabliki - 3 Ellert Hreinsson, Breiðabliki - 3 Ingvar Þór Kale, Val - 3 Andri Fannar Stefánsson, Val - 3 Þórður Steinar Hreiðarsson, Val - 3 Patrick Pedersen, Val - 3 Sigurður Egill Lárusson, Val - 3 Andri Adolphsson, Val - 3 Gunnar Þorsteinsson, ÍBV - 3Umræðan #pepsi365Mættum nokkrum mínútum of seint í Árbæinn og löggan nú þegar mætt að sekta #fyrstiípepsi#pepsi365pic.twitter.com/xPTXBBZMcq — María Mjöll (@mariamjoll) May 7, 2015Þétt setið. # Fylkir #fylbre#pepsi365#fotboltinetpic.twitter.com/ErFwIUaAVc — Frreysi (@freyrg) May 7, 2015Er ekki hægt að færa #euroVikes - valur á laugardaginn ?? Get ekki beðið fram á sunnudag #pepsi365#fotboltinet — Halldor I. Sævarsson (@halldoringi) May 5, 2015Virkilega stoltur af þessari nýjung hjá okkur að vera með lifandi byrjunarlið! #pepsi365#pepsideildin#bestasætiðpic.twitter.com/EFJhOfMUSc — Ívar Guðmundsson (@ivarnet) May 5, 2015Bubbi hefði verið til í að vera FH-ingur í kvöld #pepsideildin#pepsi365#fotboltinet#fotbolti — Pétur Hrafn Friðriks (@Petur_Hrafn) May 5, 2015Plakkatið oft vanmetið #pepsi365#fjölnir@FjolnisHnefinn — Björgvin Páll (@Bjorgvin22) May 4, 2015Vísindaleg rannsókn mín sýnir að 70% marka í 1. umferð pepsi eru skoruð eftir hið séríslenska klafs í teignum #pepsi365#klafsið — Hörður Unnsteinsson (@hoddiunn) May 4, 2015Arnar Gunnlágson er svo lang besti punditinn á Íslandi #Pepsi365 — Breki Barkarson (@brekibarka) May 4, 2015Mark umferðarinnar: Atvik umferðarinnar: Markasyrpa 1. umferðar: Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Valur fær danskan miðvörð frá Hammarby Thomas Christensen rifti samningi sínum við sænska félagið og samdi við Val. 7. maí 2015 10:58 Hendrickx með tognuð eða slitin liðbönd | Í versta falli frá í þrjá mánuði Belgíski bakvörðurinn Jonathan Hendrickx, sem meiddist í leik KR og FH í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í gær, verður frá keppni næstu vikurnar. 5. maí 2015 16:47 Sjáið mörkin á Fylkisvellinum í kvöld og vítið sem Gunnleifur varði Fylkir og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli á Fylkisvellinum í kvöld í lokaleik fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta. 7. maí 2015 22:29 Arnar: Barátta umfram gæði í „Glasgow“-slag KR og FH Breiðablik hefur leik í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið heimsækir Fylki í Árbæinn. 7. maí 2015 11:30 Pepsi-mörkin | 1. þáttur Sjáðu styttri útgáfu af Pepsi-mörkunum þar sem farið er yfir 1. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. 5. maí 2015 18:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Sjá meira
Fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. Nýliðar Leiknis eru á toppi deildarinnar eftir glæsilega frumraun í deildinni. Þeir unnu Valsmenn, 3-0. Stórveldaslagur KR og FH var ekki mikið fyrir augað en þar höfðu FH-ingar sigur, 3-1. Eina jafnteflið var í Árbænum þar sem Fylkir og Breiðablik áttust við.Umfjallanir og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Fylkir - Breiðablik 1-1KR - FH 1-3Keflavík - Víkingur 1-3Valur - Leiknir 0-3Fjölnir - ÍBV 1-0ÍA - Stjarnan 0-1Yfir 2.200 manns mættu í Lautina í gær.vísir/stefánGóð umferð fyrir ...... Ólaf Karl Finsen Framherjinn magnaði lokaði Íslandsmótinu í fyrra með marki sem tryggði Stjörnunni Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti í sögu félagsins. Hann setti svo nýtt Íslandsmót með stórkostlegu aukaspyrnumarki í 1-0 sigri sinna manna. Eftir leik bauð hann svo upp á mest kósí viðtal í sögunnar þegar hann hélt föðurlega utan um Gaupa í beinni útsendingu.... Leiknismenn Nýliðarnir tóku sig til og pökkuðu Valsmönnum saman, 3-0, í fyrsta leik liðsins í efstu deild. Sigurinn er einn sá flottasti hjá nýliðum undanfarin 30 ár. Glæsileg frumraun Leiknismanna sem voru margfalt betri inn á vellinum og í stúkunni.... Gjaldkera Fylkis Fylkismenn íhuga nú eflaust að fresta sem flestum leikjum til að eiga heilu leikdagana fyrir sig sjálfa. Ekkert var í boði á fimmtudagskvöldið annað en leikur Fylkis og Breiðabliks sem gerði það að verkum að ríflega 2.200 manns mættu í Árbæinn. Bankabókin í Lautinni gildnaði aðeins.Valsmenn lágu í valnum gegn Leikni.vísir/valliErfið umferð fyrir ...... Valsmenn Það voru allir léttir í lund fyrir leik en eftir þrettán mínútur var liðið lent 2-0 undir og það endaði með 3-0 tapi gegn nýliðum Leiknis. Leikmenn Vals söfnuðu svo sex þristum í einkunnagjöf Vísis sem gæti verið met og þá tók hamborgarabíll Priksins sem var á staðnum ekki debetkort. Hver gengur með pening á sér árið 2015?... Richard Arends Hollenski markvörðurinn fékk á sig mark úr aukaspyrnu á móti Víkingi. Markið var af 40 metra færi. Sævar Júlíusson, markvarðaþjálfari Keflavíkur, hellti sér yfir Hollendinginn beint eftir leik og náðist það á upptöku.... Áskel Þór Gíslason Norðanmaðurinn var aðstoðardómari eitt í upphafsleik mótsins á Skaganum og tókst að dæma innkast eftir rangstöðu. Sá fær eflaust að heyra brandara innan dómaraklíkunnar um þessi barnalegu mistök eitthvað fram á næsta áratug.Pálmi Rafn Pálmason með tilþrif í leik KR og FH.vísir/stefánTölfræðin og sagan: *Fyrsti útisigur Stjörnunnar í 1. umferð efstu deildar í tæp 25 ár eða síðan í 2-0 sigri á Þór á malarvelli Þórs á Akureyri 19. maí 1990. *Ólafur Karl Finsen skoraði bæði síðasta mark 2014-tímabilsins og fyrsta mark 2015-tímabilsins en því náði líka Steinar Jóhannsson 1971 og 1972. *Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, hefur byrjað bæði tímabil sín sem þjálfari í efstu deild á móti ríkjandi Íslandsmeisturum. *Fjölnir er með fullt hús (12 stig af 12 mögulegum) í fyrsta heimaleik liðsins á úrvalsdeildartímabili. *Eyjamenn hafa spilað 11 útileiki í röð í 1. umferð í efstu deild án þess að fagna sigri eða alla leiki síðan þeir unnu KA á Akureyri í 1. umferðinni 1991. *Þetta er í fyrsta sinn sem Víkingar fá þrjú stig fyrir sigur í Keflavík því þegar þeir unnu síðast á Keflavíkurvellinum, 13. ágúst 1983, voru aðeins gefin tvö stig fyrir sigur. *Ívar Örn Jónsson varð fyrsti Víkingurinn til að skora beint úr aukaspyrnu í efstu deild síðan að Gunnar Kristjánsson skoraði beint úr aukaspyrnu á móti Breiðabliki 26. ágúst 2007. *Hörður Sveinsson skoraði í sínum þriðja deildarleik í röð á móti Víkingi og öll þrjú mörkin hafa komið frá 35. til 50. mínútu. *Valsmenn hafa tvisvar mætt félagi í sínum allra fyrsta leik í efstu deild frá árinu 1955 og tapað í bæði skiptin, 1968 á móti ÍBV í Eyjum (3-1) og svo 3-0 á móti Leikni. *Kolbeinn Kárason hefur skorað 11 af 17 mörkum sínum í efstu deild á Vodafonevellinum. *FH er eina félagið frá 2008 sem hefur unnið sinn leik í fyrstu umferð eftir að hafa verið spáð titlinum af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum (2013 og 2015). *KR-ingar hafa aðeins fimm sinnum tapað fyrsta leik sínum á KR-vellinum á 32 tímabilum þar og FH-ingar hafa unnið fjóra þeirra (1995, 2004, 2006 og 2015). *Fyrstu mörk Atla Guðnasonar í fyrstu umferð í sjö ár eða síðan hann skoraði í 4-0 sigri á HK í 1. umferð 2008.Gylfi Már Sigurðsson fær að heyra það frá Bjarna Guðjónssyni.vísir/stefánSkemmtilegir punktar úr boltavaktinni:Henry Birgir Gunnarsson á Fylkisvelli: „Jóhannes Karl Guðjónsson fékk gult spjald - sá ekki almennilega fyrir hvað enda sólin í andlitinu á manni og rúðan í skítugri kantinum. Hún var samt þrifin fyrir leik en versnaði við það. Stundum betra að þrífa þvegilinn.“Anton Ingi Leifsson á Fjölnisvelli: „Það er 12:00 þema hérna í lögunum fyrir leik. Sumartíminn var áðan og nú er það Sama stelpa sem kemur úr hátalarakerfinu. Ég er að fýla þetta, en það eru sjötugir menn fyrir hliðina á mér. Þeir eru á báðum áttum einhvernveginn.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Róbert Örn Óskarsson, FH - 8 Halldór Kristinn Halldórsson, Leikni - 8 Óttar Bjarni Guðmundsson, Leikni - 8 Hilmar Árni Halldórsson, Leikni - 8 Ólafur Páll Snorrason, Fjölni - 8 Árni Snær Ólafsson, ÍA - 8 Pablo Punyed, Stjörnunni - 8 Ingimundur Níels Óskarsson, Fylki - 3 Hákon Ingi Jónsson, Fylki - 3 Andri Rafn Yeoman, Breiðabliki - 3 Arnþór Ari Atlason, Breiðabliki - 3 Ellert Hreinsson, Breiðabliki - 3 Ingvar Þór Kale, Val - 3 Andri Fannar Stefánsson, Val - 3 Þórður Steinar Hreiðarsson, Val - 3 Patrick Pedersen, Val - 3 Sigurður Egill Lárusson, Val - 3 Andri Adolphsson, Val - 3 Gunnar Þorsteinsson, ÍBV - 3Umræðan #pepsi365Mættum nokkrum mínútum of seint í Árbæinn og löggan nú þegar mætt að sekta #fyrstiípepsi#pepsi365pic.twitter.com/xPTXBBZMcq — María Mjöll (@mariamjoll) May 7, 2015Þétt setið. # Fylkir #fylbre#pepsi365#fotboltinetpic.twitter.com/ErFwIUaAVc — Frreysi (@freyrg) May 7, 2015Er ekki hægt að færa #euroVikes - valur á laugardaginn ?? Get ekki beðið fram á sunnudag #pepsi365#fotboltinet — Halldor I. Sævarsson (@halldoringi) May 5, 2015Virkilega stoltur af þessari nýjung hjá okkur að vera með lifandi byrjunarlið! #pepsi365#pepsideildin#bestasætiðpic.twitter.com/EFJhOfMUSc — Ívar Guðmundsson (@ivarnet) May 5, 2015Bubbi hefði verið til í að vera FH-ingur í kvöld #pepsideildin#pepsi365#fotboltinet#fotbolti — Pétur Hrafn Friðriks (@Petur_Hrafn) May 5, 2015Plakkatið oft vanmetið #pepsi365#fjölnir@FjolnisHnefinn — Björgvin Páll (@Bjorgvin22) May 4, 2015Vísindaleg rannsókn mín sýnir að 70% marka í 1. umferð pepsi eru skoruð eftir hið séríslenska klafs í teignum #pepsi365#klafsið — Hörður Unnsteinsson (@hoddiunn) May 4, 2015Arnar Gunnlágson er svo lang besti punditinn á Íslandi #Pepsi365 — Breki Barkarson (@brekibarka) May 4, 2015Mark umferðarinnar: Atvik umferðarinnar: Markasyrpa 1. umferðar:
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Valur fær danskan miðvörð frá Hammarby Thomas Christensen rifti samningi sínum við sænska félagið og samdi við Val. 7. maí 2015 10:58 Hendrickx með tognuð eða slitin liðbönd | Í versta falli frá í þrjá mánuði Belgíski bakvörðurinn Jonathan Hendrickx, sem meiddist í leik KR og FH í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í gær, verður frá keppni næstu vikurnar. 5. maí 2015 16:47 Sjáið mörkin á Fylkisvellinum í kvöld og vítið sem Gunnleifur varði Fylkir og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli á Fylkisvellinum í kvöld í lokaleik fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta. 7. maí 2015 22:29 Arnar: Barátta umfram gæði í „Glasgow“-slag KR og FH Breiðablik hefur leik í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið heimsækir Fylki í Árbæinn. 7. maí 2015 11:30 Pepsi-mörkin | 1. þáttur Sjáðu styttri útgáfu af Pepsi-mörkunum þar sem farið er yfir 1. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. 5. maí 2015 18:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Sjá meira
Valur fær danskan miðvörð frá Hammarby Thomas Christensen rifti samningi sínum við sænska félagið og samdi við Val. 7. maí 2015 10:58
Hendrickx með tognuð eða slitin liðbönd | Í versta falli frá í þrjá mánuði Belgíski bakvörðurinn Jonathan Hendrickx, sem meiddist í leik KR og FH í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í gær, verður frá keppni næstu vikurnar. 5. maí 2015 16:47
Sjáið mörkin á Fylkisvellinum í kvöld og vítið sem Gunnleifur varði Fylkir og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli á Fylkisvellinum í kvöld í lokaleik fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta. 7. maí 2015 22:29
Arnar: Barátta umfram gæði í „Glasgow“-slag KR og FH Breiðablik hefur leik í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið heimsækir Fylki í Árbæinn. 7. maí 2015 11:30
Pepsi-mörkin | 1. þáttur Sjáðu styttri útgáfu af Pepsi-mörkunum þar sem farið er yfir 1. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. 5. maí 2015 18:00