Guðný þarf að hætta 26 ára gömul | Sendi tilfinningaþrungið bréf á liðsfélagana Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2015 07:27 Guðný Björk leggur skóna á hilluna 26 ára. vísir/getty Guðný Björk Óðinsdóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð og íslenska landsliðsins í fótbolta, er hætt í fótbolta aðeins 26 ára gömul. Guðný hefur alla tíð verið ævintýralega óheppin með meiðsli og slitið krossband í hné fjórum sinnum. Þessi mikli stríðsmaður hefur þó alltaf snúið til baka. Hún gerði það enn eina ferðina á þessu tímabili og byrjaði frábærlega. Guðný skoraði eina mark Kristianstad í 1-0 sigri á Umeå í fyrstu umferðinni og þá var allt í góðu. Fyrir annan leikinn gegn Linköping fékk Guðný Björk högg á hnéð í upphitun en ákvað að spila leikinn engu að síður. Í leiknum fékk hún annað högg á hnéð sem varð til þess að hún þurfti að fara í aðgerð. Þetta kemur fram í ítarlegri grein Kristianstadbladet um ákvörðun Guðnýjar, en í aðgerðinni þurfti að færa málmplötu sem hafði færst til í hné leikmannsins. Hún átti að vera frá í tvær til fjórar vikur, en svo var ekki. Guðný neyðist nú til að leggja skóna á hilluna aðeins 26 ára gömul með 40 landsleiki að baki. „Ég var svo stressuð fyrir síðustu aðgerðina að nóttina fyrir íhugaði ég að hætta. Mér fannst ég get ekki geta sagt öllum hvað ég væri að hugsa þannig ég sendi Betu [Elísabetu Gunnarsdóttur, þjálfara] og liðsfélögum mínum bréf þar sem ég útskýrði hvernig mér líður og hvernig ég hefði upplifað öll þessi meiðsli,“ segir Guðný Björk. Guðný lét fylgja með að Kristianstad væri frjálst að birta bréfið. Það hefur Kristianstadbladet gert og má lesa það í heild sinni á sænsku hér. „Þetta er það flottasta sem ég hef nokkru sinni lesið,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad. Hún segir gærdaginn þegar Guðný kvaddi liðsfélaga sína hafa verið erfiðan. „Það var tilfinningaþrungin stund þegar Guðný hitti liðið. Það féllu mörg tár enda er þetta erfiður tími fyrir okkur. Við munum spila fyrir Guðnýju gegn AIK á laugardaginn,“ sagði Elísabet. Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjá meira
Guðný Björk Óðinsdóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð og íslenska landsliðsins í fótbolta, er hætt í fótbolta aðeins 26 ára gömul. Guðný hefur alla tíð verið ævintýralega óheppin með meiðsli og slitið krossband í hné fjórum sinnum. Þessi mikli stríðsmaður hefur þó alltaf snúið til baka. Hún gerði það enn eina ferðina á þessu tímabili og byrjaði frábærlega. Guðný skoraði eina mark Kristianstad í 1-0 sigri á Umeå í fyrstu umferðinni og þá var allt í góðu. Fyrir annan leikinn gegn Linköping fékk Guðný Björk högg á hnéð í upphitun en ákvað að spila leikinn engu að síður. Í leiknum fékk hún annað högg á hnéð sem varð til þess að hún þurfti að fara í aðgerð. Þetta kemur fram í ítarlegri grein Kristianstadbladet um ákvörðun Guðnýjar, en í aðgerðinni þurfti að færa málmplötu sem hafði færst til í hné leikmannsins. Hún átti að vera frá í tvær til fjórar vikur, en svo var ekki. Guðný neyðist nú til að leggja skóna á hilluna aðeins 26 ára gömul með 40 landsleiki að baki. „Ég var svo stressuð fyrir síðustu aðgerðina að nóttina fyrir íhugaði ég að hætta. Mér fannst ég get ekki geta sagt öllum hvað ég væri að hugsa þannig ég sendi Betu [Elísabetu Gunnarsdóttur, þjálfara] og liðsfélögum mínum bréf þar sem ég útskýrði hvernig mér líður og hvernig ég hefði upplifað öll þessi meiðsli,“ segir Guðný Björk. Guðný lét fylgja með að Kristianstad væri frjálst að birta bréfið. Það hefur Kristianstadbladet gert og má lesa það í heild sinni á sænsku hér. „Þetta er það flottasta sem ég hef nokkru sinni lesið,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad. Hún segir gærdaginn þegar Guðný kvaddi liðsfélaga sína hafa verið erfiðan. „Það var tilfinningaþrungin stund þegar Guðný hitti liðið. Það féllu mörg tár enda er þetta erfiður tími fyrir okkur. Við munum spila fyrir Guðnýju gegn AIK á laugardaginn,“ sagði Elísabet.
Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjá meira