Innlent

Staðan á vinnumarkaði grafalvarleg

Höskuldur Kári Schram skrifar
Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála óttast að langvarandi verkfall muni hafa neikvæð áhrif á komu erlendra ferðamanna hingað til lands og segir að staðan sé grafalvarleg.

Ferðaþjónustan hefur á síðustu árum tekið fram úr bæði stóriðjunni og útgerðinni hvað útflutningstekjur varðar en búist er við því að  rúmlega milljón ferðamenn komi hingað til lands í ár.

Yfirstandandi verkföll og einnig þau verkföll sem nú eru í undirbúningi geta hins vegar sett strik í reikninginn enda hafa þau mikil áhrif á fyrirtæki innan ferðaþjónustunnar.

Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála segir að staðan sé grafalvarleg.

„Við þekkjum það sjálf þegar við erum að skipuleggja okkar ferðir að ef við sjáum fram á einhver vandkvæði þá eru fyrstu viðbrögð að leita leiða til að losna undan því og það er grafalvarlegt,“ segir Ragnheiður. „Ísland er ekki eina landið í heiminum sem glímir við átök á vinnumarkaði og við þekkjum dæmi um svona aðgerðir í öðrum löndum en alls staðar hefur þetta neikvæð áhrif.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×