Hræsni og hræðsluáróður að hóta verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2015 19:30 Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það hræsni og hræðsluáróður að verðbólga þurfi að fara á skrið verði orðið við kröfum verkalýðshreyfingarinnar um hækkun lágmarkslauna. Félagið hafi enda samið við fjölda fyrirtækja að undanförnu sem telji kröfurnar sanngjarnar. Á Akranesi hefur verkfall um 600 karla og kvenna mikil áhrif á allt atvinnulífið. Þá kannski sérstaklega á stærsta fyrirtækið, HB Granda, þar sem á þriðja hundrað manns hafa verið í verkfalli í gær og í dag, ásamt tæplega tíu þúsund manns víðs vegar um landsbyggðina. Verkalýðsfélag Akraness hefur engu að síður gert kjarasamning við á annan tug fyrirtækja. Um hundrað manns vinna hjá þessum fyrirtækjum sem eru utan Samtaka atvinnulífsins. „Og allir hafa komið að fyrra bragði og allir hafa haft það á orði að þetta séu sanngjarnar og réttlátar kröfur,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. En krafan er að lágmarkslaun hækki upp í 300 þúsund krónur á þremur árum. Vilhjálmur gefur lítið fyrir fullyrðingar um að þessar launakröfur muni valda mikilli hækkun verðbólgu. „Þetta er skefjalaus hræðsluáróður af hálfu Samtaka atvinnulífsins og þennan söng kirja fulltrúar Seðlabankans með þeim,“ segir Vilhjálmur. Ef tugir milljarða í arðgreiðslur hafi ekki áhrif á verðbólguna geti nokkur hundruð milljónir í auknum launakostnaði varla haft mikil áhrif. Stóru verslunarfyrirtækin og útflutningsfyrirtækin þoli vel að verða við þessum launakröfum án þess að hækka verðlag. Þá gæti hræsni í málflutningi Samtaka atvinnulífsins. „Miskunnarlaus hræsni. Einfaldlega vegna þess að það var samið við flugmenn 9. desember á síðasta ári upp á þriðja tug prósenta, 23,5 prósent að mig minnir. Þar eru flugstjórar í efsta þrepi, taktu eftir, að hækka um 310 þúsund krónur og sú hækkun er komin til flugstjóra innan tveggja ára,“ segir Vilhjálmur. Það sé bara hið besta mál þegar hópar nái góðum árangri. „En þetta sýnir hræsnina einfaldlega vegna þess að Björgólfur Jóhannsson er forstjóri Icelandair og einnig formaður Samtaka atvinnulífsins. Sem segir að við sem stjórnum íslenskri verkalýðshreyfingu séum óábyrgir í okkar nálgun með þeirri kröfugerð sem við erum með. En ég held að þessir ágætu menn ættu að líta í eigin barm,“ segir Vilhjálmur. Laun forstjóra og millistjórnenda hafi hækkað um hundruð þúsunda að undanförnu og mánaðarlaun þeirra talin í milljónum, seim einhverra hluta vegna hafi ekki áhrif á verðlag. Vilhjálmur segir að laun forstjóra Orkuveitunnar hafi t.a.m. hækkað um 90 prósent á sama tíma og vanda Orkuveitunnar sé varpað yfir á almenning með 50 – 70 prósenta hækkun orkuverðs. Þá hafi laun forstjóra Bláa lónsins, sem jafnframt sé formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, hækkað úr þremur milljónum í 6,4 milljónir frá árinu 2011. „Svo kemur þetta ágæta fólk þegar verkafólk er að biðja um að lágmarkslaun verði 300 þúsund krónur og segir: Þið eruð galin þetta mun setja íslenskt samfélag á hliðina,“ segir Vilhjálmur Birgisson. Verkfall 2016 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það hræsni og hræðsluáróður að verðbólga þurfi að fara á skrið verði orðið við kröfum verkalýðshreyfingarinnar um hækkun lágmarkslauna. Félagið hafi enda samið við fjölda fyrirtækja að undanförnu sem telji kröfurnar sanngjarnar. Á Akranesi hefur verkfall um 600 karla og kvenna mikil áhrif á allt atvinnulífið. Þá kannski sérstaklega á stærsta fyrirtækið, HB Granda, þar sem á þriðja hundrað manns hafa verið í verkfalli í gær og í dag, ásamt tæplega tíu þúsund manns víðs vegar um landsbyggðina. Verkalýðsfélag Akraness hefur engu að síður gert kjarasamning við á annan tug fyrirtækja. Um hundrað manns vinna hjá þessum fyrirtækjum sem eru utan Samtaka atvinnulífsins. „Og allir hafa komið að fyrra bragði og allir hafa haft það á orði að þetta séu sanngjarnar og réttlátar kröfur,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. En krafan er að lágmarkslaun hækki upp í 300 þúsund krónur á þremur árum. Vilhjálmur gefur lítið fyrir fullyrðingar um að þessar launakröfur muni valda mikilli hækkun verðbólgu. „Þetta er skefjalaus hræðsluáróður af hálfu Samtaka atvinnulífsins og þennan söng kirja fulltrúar Seðlabankans með þeim,“ segir Vilhjálmur. Ef tugir milljarða í arðgreiðslur hafi ekki áhrif á verðbólguna geti nokkur hundruð milljónir í auknum launakostnaði varla haft mikil áhrif. Stóru verslunarfyrirtækin og útflutningsfyrirtækin þoli vel að verða við þessum launakröfum án þess að hækka verðlag. Þá gæti hræsni í málflutningi Samtaka atvinnulífsins. „Miskunnarlaus hræsni. Einfaldlega vegna þess að það var samið við flugmenn 9. desember á síðasta ári upp á þriðja tug prósenta, 23,5 prósent að mig minnir. Þar eru flugstjórar í efsta þrepi, taktu eftir, að hækka um 310 þúsund krónur og sú hækkun er komin til flugstjóra innan tveggja ára,“ segir Vilhjálmur. Það sé bara hið besta mál þegar hópar nái góðum árangri. „En þetta sýnir hræsnina einfaldlega vegna þess að Björgólfur Jóhannsson er forstjóri Icelandair og einnig formaður Samtaka atvinnulífsins. Sem segir að við sem stjórnum íslenskri verkalýðshreyfingu séum óábyrgir í okkar nálgun með þeirri kröfugerð sem við erum með. En ég held að þessir ágætu menn ættu að líta í eigin barm,“ segir Vilhjálmur. Laun forstjóra og millistjórnenda hafi hækkað um hundruð þúsunda að undanförnu og mánaðarlaun þeirra talin í milljónum, seim einhverra hluta vegna hafi ekki áhrif á verðlag. Vilhjálmur segir að laun forstjóra Orkuveitunnar hafi t.a.m. hækkað um 90 prósent á sama tíma og vanda Orkuveitunnar sé varpað yfir á almenning með 50 – 70 prósenta hækkun orkuverðs. Þá hafi laun forstjóra Bláa lónsins, sem jafnframt sé formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, hækkað úr þremur milljónum í 6,4 milljónir frá árinu 2011. „Svo kemur þetta ágæta fólk þegar verkafólk er að biðja um að lágmarkslaun verði 300 þúsund krónur og segir: Þið eruð galin þetta mun setja íslenskt samfélag á hliðina,“ segir Vilhjálmur Birgisson.
Verkfall 2016 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira