Netverjar klofnir í afstöðu til skeiðasleikis Birgir Olgeirsson skrifar 7. maí 2015 14:15 „Auðvitað veit ég að þetta er stranglega bannað,“ sagði yfirmatreiðslumaðurinn á Strikinu á Akureyri við Vísi fyrr í dag. Eitt heitasta umræðuefni Íslendinga á samfélagsmiðlum í dag er yfirmatreiðslumaðurinn á Strikinu á Akureyri sem var staðinn að því í beinni útsendingu að smakka sósu með sömu skeið og hann notaði síðan til að skenkja á diski viðskiptavina. Yfirmatreiðslumaðurinn er Garðar Kári Garðarsson sem sagði þetta atvik ekki til eftirbreytni þegar Vísir náði tali af honum í dag og þá kom Steinar Pálmi Ágústsson, veitingastjóri á Strikinu, fram þeirri athugasemd að diskarnir voru aldrei bornir á borð gesta. Tæknimaður RÚV hafði bent þeim á málið og þeir um leið hætt við að bera fram réttina.Sjá einnig:Sleikti skeið og stakk henni í sósuna í beinni á RÚV Út frá þessu atviki hefur skapast töluverð umræða á vefnum hvort þetta sé eitthvað sem virkilega skipti máli, að kokkur á veitingahúsi sleiki skeið sem hann notar við matseldina.Mörgum hryllir við tilhugsuninni en þó eru aðrir sem eru ekki á sama máli líkt og leikarinn og uppistandarinn Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, sem segir málið vera storm í vatnsglasi.Að kokkurinn hafi sleikt skeið. No big deal.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) May 7, 2015 Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, benti á að eflaust væri þetta tíu þúsundasta skeiðin sem var sleikt í eldhúsi veitingastaðar á Íslandi í gær.@DNADORI Þetta var bókað 30. skeiðin sem hann sleikti í gær. Og 10.000. skeiðin sem var sleikt í eldhúsi veitingastaðar á Íslandi í gær.— Atli Fannar (@atlifannar) May 7, 2015 Íþróttafréttamaðurinn Hjörvar Hafliðason er á öðru máli.@DNADORI það er ógeðslegt!— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 7, 2015 Svo eru aðrir sem vísa í óstaðfesta tölfræði máli sínu til stuðnings.Vá hvað mér væri sama! helmingurinn af þessu fólki sem er að commenta mun svo setja kynfæri upp í sig í kvöld #væl http://t.co/oooEO9Vnac— Aron Leví Beck (@aron_beck) May 7, 2015 Umræðan um atvikið er því sannarlega fjörleg líkt og sjá má í athugasemdakerfi við fyrri frétt Vísis af málinu.Hefur fólk almennt séð hvernig Masterchef Maggi á Texas eldar? Þetta er ekkert til að gera veður útaf! #ÍNN http://t.co/fZmwjKIwcN— Hilmar Þór (@hilmartor) May 7, 2015 Bíddu síðan hvenær er það ógeðslegt að dassa smá ást og alúð í matinn? http://t.co/94AdbWpBS7— Hallgrímur Oddsson (@hallgrimuro) May 7, 2015 Veitingahúsið Sleikta skeiðin, færi maður ekki þangað?— Bergsteinn Sigurðsso (@bergsteinn3) May 7, 2015 MyndSkeið kom upp um kokkinn að sleikja skeið. Fór hann yfir strikið þarna? #masterchef— Arnar Már Guðjónsson (@addari) May 7, 2015 Nýi matseðillinn á Strikinu er einkar spennandi. Við sjáum myndskeið: https://t.co/zkypMDtBR7— Birkir Guðmundarson (@BirkirGudmundar) May 7, 2015 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Eitt heitasta umræðuefni Íslendinga á samfélagsmiðlum í dag er yfirmatreiðslumaðurinn á Strikinu á Akureyri sem var staðinn að því í beinni útsendingu að smakka sósu með sömu skeið og hann notaði síðan til að skenkja á diski viðskiptavina. Yfirmatreiðslumaðurinn er Garðar Kári Garðarsson sem sagði þetta atvik ekki til eftirbreytni þegar Vísir náði tali af honum í dag og þá kom Steinar Pálmi Ágústsson, veitingastjóri á Strikinu, fram þeirri athugasemd að diskarnir voru aldrei bornir á borð gesta. Tæknimaður RÚV hafði bent þeim á málið og þeir um leið hætt við að bera fram réttina.Sjá einnig:Sleikti skeið og stakk henni í sósuna í beinni á RÚV Út frá þessu atviki hefur skapast töluverð umræða á vefnum hvort þetta sé eitthvað sem virkilega skipti máli, að kokkur á veitingahúsi sleiki skeið sem hann notar við matseldina.Mörgum hryllir við tilhugsuninni en þó eru aðrir sem eru ekki á sama máli líkt og leikarinn og uppistandarinn Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, sem segir málið vera storm í vatnsglasi.Að kokkurinn hafi sleikt skeið. No big deal.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) May 7, 2015 Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, benti á að eflaust væri þetta tíu þúsundasta skeiðin sem var sleikt í eldhúsi veitingastaðar á Íslandi í gær.@DNADORI Þetta var bókað 30. skeiðin sem hann sleikti í gær. Og 10.000. skeiðin sem var sleikt í eldhúsi veitingastaðar á Íslandi í gær.— Atli Fannar (@atlifannar) May 7, 2015 Íþróttafréttamaðurinn Hjörvar Hafliðason er á öðru máli.@DNADORI það er ógeðslegt!— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 7, 2015 Svo eru aðrir sem vísa í óstaðfesta tölfræði máli sínu til stuðnings.Vá hvað mér væri sama! helmingurinn af þessu fólki sem er að commenta mun svo setja kynfæri upp í sig í kvöld #væl http://t.co/oooEO9Vnac— Aron Leví Beck (@aron_beck) May 7, 2015 Umræðan um atvikið er því sannarlega fjörleg líkt og sjá má í athugasemdakerfi við fyrri frétt Vísis af málinu.Hefur fólk almennt séð hvernig Masterchef Maggi á Texas eldar? Þetta er ekkert til að gera veður útaf! #ÍNN http://t.co/fZmwjKIwcN— Hilmar Þór (@hilmartor) May 7, 2015 Bíddu síðan hvenær er það ógeðslegt að dassa smá ást og alúð í matinn? http://t.co/94AdbWpBS7— Hallgrímur Oddsson (@hallgrimuro) May 7, 2015 Veitingahúsið Sleikta skeiðin, færi maður ekki þangað?— Bergsteinn Sigurðsso (@bergsteinn3) May 7, 2015 MyndSkeið kom upp um kokkinn að sleikja skeið. Fór hann yfir strikið þarna? #masterchef— Arnar Már Guðjónsson (@addari) May 7, 2015 Nýi matseðillinn á Strikinu er einkar spennandi. Við sjáum myndskeið: https://t.co/zkypMDtBR7— Birkir Guðmundarson (@BirkirGudmundar) May 7, 2015
Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira