Meistari Messi afgreiddi Bæjara í 3-0 sigri | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2015 16:52 Lionel Messi fagnar marki í kvöld. Vísir/Getty Lionel Messi gerði enn á ný útslagið fyrir Barcelona liðið í kvöld þegar liðið vann 3-0 sigur á Bayern München í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Messi skoraði tvö fyrstu mörkin með þriggja mínútna millibili í seinni hálfleik og lagði síðan upp þriðja markið fyrir Neymar sem innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. Lionel Messi tók um leið markametið af Cristiano Ronaldo en Messi hefur nú aftur skorað mest allra í sögu Meistaradeildarinnar eða 77 mörk. Messi er líka markahæstur á þessu tímabili í Meistaradeildinni með tíu mörk. Mörkin frá Messi, sem komu á 77. og 80. mínútu, voru enn eitt dæmi um hversu góður Argentínumaðurinn er í fótbolta eða hreinlega óstöðvandi þegar hann varnarmenn andstæðinganna missa hann á ferðina. Það er hinsvegar mark Neymar í uppbótartíma sem fór langt með að gera út um einvígið því Bæjarar þurfa nú að vinna upp þriggja marka forskot í seinni leiknum. Pep Guardiola, þjálfari Bayern München, kom mörgum á óvart með því að byrja með þriggja manna vörn en varð síðan að kalla fjórða manninn í vörnina eftir eftir að Bayern-vörnin hafði opnast hvað eftir annað á upphafsmínútunum. Það var mikið fjör í fyrri hálfleiknum og þrátt fyrir markaleysið buðu liðin upp á mjög fínan leik þar sem hraðinn var mikill áhorfendum til mikillar skemmtunar. Manuel Neuer, markvörður Bayern München, sýndi snilli sína í hálfleiknum og þá sérstaklega þegar hann varði frá bæði Luis Suárez og Dani Alves. Suárez fékk sem dæmi algjört dauðafæri á 14. mínútu en Neuer "skildi" aðra löppina eftir og varði frá honum. Robert Lewandowski fékk eitt allra besta færi leiksins á 18. mínútu eftir frábæran undirbúning Thomas Müller en hitti hreinlega ekki boltann fyrir opnu marki. Þetta var algjört dauðafæri og mark þarna hefði breytt miklu fyrir Bæjara. Fjörið hélt áfram í seinni hálfleiknum. Bæjarar byrjuðu seinni hálfleikinn vel en svo tók við góður kafli heimamanna í Barcelona þar sem bæði Lionel Messi og Neymar fengu færi. Lionel Messi tók síðan þrjár mínútur í að afgreiða þýsku meistarana með tveimur snildarmörkum þar sem hann sýndi enn á ný hæfileika sína á stóra sviðinu. Messi braut ísinn á 77. mínútu. Dani Alves vann þá boltann af Juan Bernat, gaf hann á Lionel Messi sem var fljótur að ná frábæru óverjandi skoti fyrir Manuel Neuer. Lionel Messi var síðan aftur á ferðinni þremur mínútum síðar þegar hann labbaði í gegnum vörn Bayern áður en hann lyfti boltanum yfir markvörðinn Manuel Neuer. Messi spilaði síðan Neymar í gegn í uppbótartíma og Brasilíumaðurinn skoraði af yfirvegun og gerði nánast út um þetta undanúrslitaeinvígi. Bæjarar eiga afar erfitt verkefni í seinni leiknum en þeir geta þakkað markverði sínum Manuel Neuer að tapið var ekki enn stærra. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Sjá meira
Lionel Messi gerði enn á ný útslagið fyrir Barcelona liðið í kvöld þegar liðið vann 3-0 sigur á Bayern München í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Messi skoraði tvö fyrstu mörkin með þriggja mínútna millibili í seinni hálfleik og lagði síðan upp þriðja markið fyrir Neymar sem innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. Lionel Messi tók um leið markametið af Cristiano Ronaldo en Messi hefur nú aftur skorað mest allra í sögu Meistaradeildarinnar eða 77 mörk. Messi er líka markahæstur á þessu tímabili í Meistaradeildinni með tíu mörk. Mörkin frá Messi, sem komu á 77. og 80. mínútu, voru enn eitt dæmi um hversu góður Argentínumaðurinn er í fótbolta eða hreinlega óstöðvandi þegar hann varnarmenn andstæðinganna missa hann á ferðina. Það er hinsvegar mark Neymar í uppbótartíma sem fór langt með að gera út um einvígið því Bæjarar þurfa nú að vinna upp þriggja marka forskot í seinni leiknum. Pep Guardiola, þjálfari Bayern München, kom mörgum á óvart með því að byrja með þriggja manna vörn en varð síðan að kalla fjórða manninn í vörnina eftir eftir að Bayern-vörnin hafði opnast hvað eftir annað á upphafsmínútunum. Það var mikið fjör í fyrri hálfleiknum og þrátt fyrir markaleysið buðu liðin upp á mjög fínan leik þar sem hraðinn var mikill áhorfendum til mikillar skemmtunar. Manuel Neuer, markvörður Bayern München, sýndi snilli sína í hálfleiknum og þá sérstaklega þegar hann varði frá bæði Luis Suárez og Dani Alves. Suárez fékk sem dæmi algjört dauðafæri á 14. mínútu en Neuer "skildi" aðra löppina eftir og varði frá honum. Robert Lewandowski fékk eitt allra besta færi leiksins á 18. mínútu eftir frábæran undirbúning Thomas Müller en hitti hreinlega ekki boltann fyrir opnu marki. Þetta var algjört dauðafæri og mark þarna hefði breytt miklu fyrir Bæjara. Fjörið hélt áfram í seinni hálfleiknum. Bæjarar byrjuðu seinni hálfleikinn vel en svo tók við góður kafli heimamanna í Barcelona þar sem bæði Lionel Messi og Neymar fengu færi. Lionel Messi tók síðan þrjár mínútur í að afgreiða þýsku meistarana með tveimur snildarmörkum þar sem hann sýndi enn á ný hæfileika sína á stóra sviðinu. Messi braut ísinn á 77. mínútu. Dani Alves vann þá boltann af Juan Bernat, gaf hann á Lionel Messi sem var fljótur að ná frábæru óverjandi skoti fyrir Manuel Neuer. Lionel Messi var síðan aftur á ferðinni þremur mínútum síðar þegar hann labbaði í gegnum vörn Bayern áður en hann lyfti boltanum yfir markvörðinn Manuel Neuer. Messi spilaði síðan Neymar í gegn í uppbótartíma og Brasilíumaðurinn skoraði af yfirvegun og gerði nánast út um þetta undanúrslitaeinvígi. Bæjarar eiga afar erfitt verkefni í seinni leiknum en þeir geta þakkað markverði sínum Manuel Neuer að tapið var ekki enn stærra.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Sjá meira