Markaðsmisnotkunarmálið: Óvenjulegar en ekki ólöglegar lánveitingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2015 10:57 Bjarki Diego ásamt lögmönnum sínum í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Ernir Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans. Bjarki er ákærður fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaganna Holt og Desulo sem keyptu hlutabréf í Kaupþingi með fullri fjármögnun bankans á árinu 2008. Bjarki svarar spurningum saksóknara úr vitnastúku en hann er sá fyrsti af ákærðu sem gerir það. Aðrir hafa setið við hlið lögmanns síns. Er Bjarka gefið að sök að hafa farið út fyrir heimildir sínar og stefnt fjármunum bankans í hættu vegna aðkomu sinnar að lánaveitingunum en við upphaf skýrslutökunnar í morgun hafnaði Bjarki þessu alfarið. „Því er ítrekað haldið fram í ákæru að ég hafi komið að því að greiða út lán. Frá því ég kem að þessum lánum þá fara engir peningar út úr bankanum fyrir mína tilstuðlan hvorki með beinum né beinum hætti,” sagði Bjarki. Hann lýsti þessu síðan betur.Telur engin lög hafa verið brotin „Hvernig er upphafið að þessu viðskiptum? Æðstu yfirmenn bankans selja hlutabréfin og við söluna færast þau yfir á vörslureikning kaupandans. Við það myndast skuld á þessum sama vörslureikningi og það myndast krafa sem bankinn á á kaupandann.” Krafa hefði síðan verið bókuð í kerfi fjárstýringar sem var svo greidd til eigin viðskipta bankans. „Það eru því ekki einu sinni hreyfingar milli hæða. Það fór enginn peningur út úr bankanum en þetta kemur hvergi fram í ákæru. Þar er látið að því liggja að peningur hafi farið út úr bankanum.” Sagði hann lánveitingarnar til Holt og Desulo hafi vissulega verið óvenjulegar en þær voru löglegar. Það lægi fyrir í gögnum málsins að lánanefndir bankans hafi samþykkt lánveitingarnar og því hafi engin lög eða reglur verið brotin.Hreiðar, Sigurður og Ingólfur sama sinnis Þegar Björn Þorvaldsson, saksóknari, hóf að spyrja hann út í lánveitingarnar útskýrði Bjarka betur hvað hefði verið óvenjulegt við þær. Sagði hann að þar sem viðskiptin með hlutabréfin hefðu í raun þegar farið fram þá væri skuldbinding um lán í raun þegar til staðar. Um þetta er ágreiningur þar sem æðstu stjórnendur bankans, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Ingólfur Helgason, telja að hægt hefði verið að vinda ofan af skuldbindingu bankans ef lánanefnd hefði ekki samþykkt að lána fyrir hlutabréfakaupunum. Um þetta sagði Bjarki: „Það er ljóst að það hefur augljóslega stofnast skuldbinding áður. [...] Það er því ekki rétt [að það hefði verið hægt að vinda ofan af viðskiptunum] því það hefði myndast yfirdráttur á vörslureikning þess sem var búinn að kaupa bréfin.”Uppfært klukkan 13: Verjendur Ingólfs Helgasonar gera athugasemdir við það sem Björn Þorvaldsson hélt fram við skýrslutöku í dag, og haft er eftir honum í fréttinni, að Ingólfur hafi sagt að hægt yrði að vinda ofan skuldbindingum bankans vegna fjármögnunar til hlutabréfakaupa. Hið rétta er að Ingólfur hefur aldrei haldið því fram við réttarhöldin og fór saksóknari því með rangt mál í morgun. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Allt nema ristavélin tekið við húsleit Skýrslutaka yfir Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur en hann er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum bankans. 5. maí 2015 15:32 Snörp orðaskipti Magnúsar og Björns í dómsal "Það getur ekki verið þannig að það sé ekki hægt að spyrja ákærða af því að hann er með útúrsnúninga,” sagði Björn Þorvaldsson, saksóknari, í dómsal í dag. 5. maí 2015 21:00 Heyrði nafnið Desulo fyrst í yfirheyrslu Augljóst er að það andar köldu á milli Björns Þorvaldssonar, saksóknara, og þeirra sakborninga sem sitja nú í fangelsi vegna Al Thani-málsins. 5. maí 2015 13:41 „Þetta er rétt hjá ákærða, hann er ekki í prófi“ Björn Þorvaldsson, saksóknari, spyr Sigurð Einarsson nú út í ákæruatriði í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem embætti sérstaks saksóknara hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. 5. maí 2015 10:58 Hreiðar Már segir allt rangt í ákærunni á hendur honum Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hélt innblásna ræðu við upphaf skýrslugjafar í héraðsdómi í gær. Sagðist aldrei hafa veitt lán úr Kaupþingi og ekki geta borið ábyrgð á misferli starfsmanna. 5. maí 2015 06:45 Mest lesið Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Lækkanir halda áfram Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Sjá meira
Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans. Bjarki er ákærður fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaganna Holt og Desulo sem keyptu hlutabréf í Kaupþingi með fullri fjármögnun bankans á árinu 2008. Bjarki svarar spurningum saksóknara úr vitnastúku en hann er sá fyrsti af ákærðu sem gerir það. Aðrir hafa setið við hlið lögmanns síns. Er Bjarka gefið að sök að hafa farið út fyrir heimildir sínar og stefnt fjármunum bankans í hættu vegna aðkomu sinnar að lánaveitingunum en við upphaf skýrslutökunnar í morgun hafnaði Bjarki þessu alfarið. „Því er ítrekað haldið fram í ákæru að ég hafi komið að því að greiða út lán. Frá því ég kem að þessum lánum þá fara engir peningar út úr bankanum fyrir mína tilstuðlan hvorki með beinum né beinum hætti,” sagði Bjarki. Hann lýsti þessu síðan betur.Telur engin lög hafa verið brotin „Hvernig er upphafið að þessu viðskiptum? Æðstu yfirmenn bankans selja hlutabréfin og við söluna færast þau yfir á vörslureikning kaupandans. Við það myndast skuld á þessum sama vörslureikningi og það myndast krafa sem bankinn á á kaupandann.” Krafa hefði síðan verið bókuð í kerfi fjárstýringar sem var svo greidd til eigin viðskipta bankans. „Það eru því ekki einu sinni hreyfingar milli hæða. Það fór enginn peningur út úr bankanum en þetta kemur hvergi fram í ákæru. Þar er látið að því liggja að peningur hafi farið út úr bankanum.” Sagði hann lánveitingarnar til Holt og Desulo hafi vissulega verið óvenjulegar en þær voru löglegar. Það lægi fyrir í gögnum málsins að lánanefndir bankans hafi samþykkt lánveitingarnar og því hafi engin lög eða reglur verið brotin.Hreiðar, Sigurður og Ingólfur sama sinnis Þegar Björn Þorvaldsson, saksóknari, hóf að spyrja hann út í lánveitingarnar útskýrði Bjarka betur hvað hefði verið óvenjulegt við þær. Sagði hann að þar sem viðskiptin með hlutabréfin hefðu í raun þegar farið fram þá væri skuldbinding um lán í raun þegar til staðar. Um þetta er ágreiningur þar sem æðstu stjórnendur bankans, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Ingólfur Helgason, telja að hægt hefði verið að vinda ofan af skuldbindingu bankans ef lánanefnd hefði ekki samþykkt að lána fyrir hlutabréfakaupunum. Um þetta sagði Bjarki: „Það er ljóst að það hefur augljóslega stofnast skuldbinding áður. [...] Það er því ekki rétt [að það hefði verið hægt að vinda ofan af viðskiptunum] því það hefði myndast yfirdráttur á vörslureikning þess sem var búinn að kaupa bréfin.”Uppfært klukkan 13: Verjendur Ingólfs Helgasonar gera athugasemdir við það sem Björn Þorvaldsson hélt fram við skýrslutöku í dag, og haft er eftir honum í fréttinni, að Ingólfur hafi sagt að hægt yrði að vinda ofan skuldbindingum bankans vegna fjármögnunar til hlutabréfakaupa. Hið rétta er að Ingólfur hefur aldrei haldið því fram við réttarhöldin og fór saksóknari því með rangt mál í morgun.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Allt nema ristavélin tekið við húsleit Skýrslutaka yfir Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur en hann er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum bankans. 5. maí 2015 15:32 Snörp orðaskipti Magnúsar og Björns í dómsal "Það getur ekki verið þannig að það sé ekki hægt að spyrja ákærða af því að hann er með útúrsnúninga,” sagði Björn Þorvaldsson, saksóknari, í dómsal í dag. 5. maí 2015 21:00 Heyrði nafnið Desulo fyrst í yfirheyrslu Augljóst er að það andar köldu á milli Björns Þorvaldssonar, saksóknara, og þeirra sakborninga sem sitja nú í fangelsi vegna Al Thani-málsins. 5. maí 2015 13:41 „Þetta er rétt hjá ákærða, hann er ekki í prófi“ Björn Þorvaldsson, saksóknari, spyr Sigurð Einarsson nú út í ákæruatriði í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem embætti sérstaks saksóknara hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. 5. maí 2015 10:58 Hreiðar Már segir allt rangt í ákærunni á hendur honum Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hélt innblásna ræðu við upphaf skýrslugjafar í héraðsdómi í gær. Sagðist aldrei hafa veitt lán úr Kaupþingi og ekki geta borið ábyrgð á misferli starfsmanna. 5. maí 2015 06:45 Mest lesið Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Lækkanir halda áfram Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Sjá meira
Allt nema ristavélin tekið við húsleit Skýrslutaka yfir Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur en hann er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum bankans. 5. maí 2015 15:32
Snörp orðaskipti Magnúsar og Björns í dómsal "Það getur ekki verið þannig að það sé ekki hægt að spyrja ákærða af því að hann er með útúrsnúninga,” sagði Björn Þorvaldsson, saksóknari, í dómsal í dag. 5. maí 2015 21:00
Heyrði nafnið Desulo fyrst í yfirheyrslu Augljóst er að það andar köldu á milli Björns Þorvaldssonar, saksóknara, og þeirra sakborninga sem sitja nú í fangelsi vegna Al Thani-málsins. 5. maí 2015 13:41
„Þetta er rétt hjá ákærða, hann er ekki í prófi“ Björn Þorvaldsson, saksóknari, spyr Sigurð Einarsson nú út í ákæruatriði í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem embætti sérstaks saksóknara hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. 5. maí 2015 10:58
Hreiðar Már segir allt rangt í ákærunni á hendur honum Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hélt innblásna ræðu við upphaf skýrslugjafar í héraðsdómi í gær. Sagðist aldrei hafa veitt lán úr Kaupþingi og ekki geta borið ábyrgð á misferli starfsmanna. 5. maí 2015 06:45
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf