Jöfnuð, frelsi og réttlæti til frambúðar! Sema Erla Serdar skrifar 5. maí 2015 14:54 Þann 5. maí árið 2000 sameinuðust jafnaðarmenn á Íslandi undir formerkjum Samfylkingarinnar. Nú, 15 árum síðar, horfa eflaust margir stoltir um öxl enda hafa margir af draumum þeirra sem komu að stofnun flokksins orðið að veruleika. Þegar leiðir mínar og Samfylkingarinnar – eða réttara sagt ungliðahreyfingar hennar – lágu saman, var Samfylkingin enn á barnsaldri, nýkomin á skólaaldurinn. Þegar ég er spurð að því hvað það var sem dró mig að Samfylkingunni er svarið einfalt og að finna í stefnulýsingu sem samþykkt var á stofnfundi flokksins: „Allir menn eru fæddir jafnir og eiga jafnan rétt til þess að öðlast þroska, hagsæld og lífshamingju. Það er grundvallarsjónarmið Samfylkingarinnar að sérhverjum einstaklingi verði tryggð skilyrði til að rækta hæfileika sína og nýta í þágu eigin velferðar, samfélags síns og komandi kynslóða.Við viljum frelsi einstaklingsins sem frelsi allra einstaklinga, óháð kyni, kynþætti, trúar- og stjórnmálaskoðunum, félagslegum uppruna eða öðrum mun manna.“Mig langaði í samfélag sem byggir á grunngildum jafnaðarmanna um frelsi, jafnrétti og réttlæti. Nú er Samfylkingin hins vegar komin á unglingsaldurinn og ég bíð enn eftir slíku samfélagi. Mikilvægasta hlutverk þeirra sem fara með völd hverju sinni er að sjá til þess að grundvallar lífsgæði almennings séu tryggð og að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Slíkt er forsenda þess að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi. Í dag einkennist íslenskt samfélag hins vegar af stefnuleysi, óstöðugleika og átökum. Síðustu ár hafa einkennst af mikilli ólgu og krafan um aukinn jöfnuð, réttlæti og samkennd verður háværari með hverjum deginum sem líður. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikil þörf fyrir sterkan jafnaðarmannaflokk á Íslandi og nú. Gildi jafnaðarstefnunnar hafa sjaldan átt meira erindi við Ísland en núna. Það er eðlileg krafa að á Íslandi geti allir lifað mannsæmandi lífi en til þess að það sé hægt verður að endurmóta íslenskt samfélag í anda hugsjóna jafnaðarmanna. Það er eðli jafnaðarstefnunnar að vera í stöðugri þróun en þó eru grunngildi jafnaðarmanna um baráttuna fyrir frelsi, jafnrétti og samstöðu, ávallt þau sömu. „Enginn maður er eyland, einhlítur sjálfum sér; sérhver maður er brot meginlandsins, hluti veraldar“ - því sá er ekki sterkastur sem einn stendur heldur sá sem viðurkennir að framfarir og jöfnuður nást fyrst þegar menn vinna saman. Samfylkingin var stofnuð sem umbótaafl fyrir íslenskt samfélag. Það er mikilvægt að hún tryggi komandi kynslóðum samfélag réttlætis og jöfnuðar, helst áður en við fullorðnumst bæði of mikið. Samfylkingin hefur burði til þess að takast á við það krefjandi verkefni sem fyrir höndum er, í samstarfi við fólkið í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Strandveiðar - gott hráefni sem heldur vinnslunum opnum Elín Björg Ragnarsdóttir Skoðun Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þann 5. maí árið 2000 sameinuðust jafnaðarmenn á Íslandi undir formerkjum Samfylkingarinnar. Nú, 15 árum síðar, horfa eflaust margir stoltir um öxl enda hafa margir af draumum þeirra sem komu að stofnun flokksins orðið að veruleika. Þegar leiðir mínar og Samfylkingarinnar – eða réttara sagt ungliðahreyfingar hennar – lágu saman, var Samfylkingin enn á barnsaldri, nýkomin á skólaaldurinn. Þegar ég er spurð að því hvað það var sem dró mig að Samfylkingunni er svarið einfalt og að finna í stefnulýsingu sem samþykkt var á stofnfundi flokksins: „Allir menn eru fæddir jafnir og eiga jafnan rétt til þess að öðlast þroska, hagsæld og lífshamingju. Það er grundvallarsjónarmið Samfylkingarinnar að sérhverjum einstaklingi verði tryggð skilyrði til að rækta hæfileika sína og nýta í þágu eigin velferðar, samfélags síns og komandi kynslóða.Við viljum frelsi einstaklingsins sem frelsi allra einstaklinga, óháð kyni, kynþætti, trúar- og stjórnmálaskoðunum, félagslegum uppruna eða öðrum mun manna.“Mig langaði í samfélag sem byggir á grunngildum jafnaðarmanna um frelsi, jafnrétti og réttlæti. Nú er Samfylkingin hins vegar komin á unglingsaldurinn og ég bíð enn eftir slíku samfélagi. Mikilvægasta hlutverk þeirra sem fara með völd hverju sinni er að sjá til þess að grundvallar lífsgæði almennings séu tryggð og að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Slíkt er forsenda þess að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi. Í dag einkennist íslenskt samfélag hins vegar af stefnuleysi, óstöðugleika og átökum. Síðustu ár hafa einkennst af mikilli ólgu og krafan um aukinn jöfnuð, réttlæti og samkennd verður háværari með hverjum deginum sem líður. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikil þörf fyrir sterkan jafnaðarmannaflokk á Íslandi og nú. Gildi jafnaðarstefnunnar hafa sjaldan átt meira erindi við Ísland en núna. Það er eðlileg krafa að á Íslandi geti allir lifað mannsæmandi lífi en til þess að það sé hægt verður að endurmóta íslenskt samfélag í anda hugsjóna jafnaðarmanna. Það er eðli jafnaðarstefnunnar að vera í stöðugri þróun en þó eru grunngildi jafnaðarmanna um baráttuna fyrir frelsi, jafnrétti og samstöðu, ávallt þau sömu. „Enginn maður er eyland, einhlítur sjálfum sér; sérhver maður er brot meginlandsins, hluti veraldar“ - því sá er ekki sterkastur sem einn stendur heldur sá sem viðurkennir að framfarir og jöfnuður nást fyrst þegar menn vinna saman. Samfylkingin var stofnuð sem umbótaafl fyrir íslenskt samfélag. Það er mikilvægt að hún tryggi komandi kynslóðum samfélag réttlætis og jöfnuðar, helst áður en við fullorðnumst bæði of mikið. Samfylkingin hefur burði til þess að takast á við það krefjandi verkefni sem fyrir höndum er, í samstarfi við fólkið í landinu.
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun