Innlent

Píratar langstærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aðeins þrír þingmenn sitja nú á þingi fyrir Pírata, en það myndi breytast ef kosið yrði í dag.
Aðeins þrír þingmenn sitja nú á þingi fyrir Pírata, en það myndi breytast ef kosið yrði í dag. Vísir/Vilhelm
Píratar er stærsta stjórnmálaaflið á Íslandi ef marka má könnun MMR sem kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 16. til 21. apríl 2015.

Píratar hafa bætt við sig fylgi frá því í síðustu könnun og mælast með mest fylgi allra flokka á Íslandi eða 32 prósent.

Sjá einnig: Píratar langstærstir

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 21,9 prósent og lækkar um eitt prósentustig. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 10,8 prósent, borið saman við 13,1prósent í síðustu könnun.

Fylgi Vinstri-grænna mældist nú 10,8 prósent og fylgi Samfylkingarinnar 10,7. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 8,3 prósent og fylgi annarra flokka mældist undir 2 prósent.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 30,7 prósent en mældist 35,3 í síðustu könnun.

mynd/mmr

Tengdar fréttir

„Píratar eru nördar“

Páll Vilhjálmsson segir að Íslendingum þyki vænt um nörda eins og Pírata.

Bubbi orðinn stuðningsmaður Pírata

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens ætlar að kjósa Pírata í næstu kosningum þrátt fyrir málflutning þeirra í tengslum við ólöglegt niðurhal á tónlist.

Píratar langstærstir

Mælast með rúmlega þrjátíu prósent fylgi í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup.

Pírati fékk ekki tækifæri til að svara

Jón Þór Ólafsson segist ekki hafa fengið tækifæri til að svara beiðni Ásmundar Friðrikssonar þar sem hann fór fram á afsökunarbeiðni frá Pírötum.

Píratar með yfirburði á meðal yngri kjósenda í nýrri könnun

Tæplega 38 prósent kjósenda undir fimmtugu myndu kjósa Pírata í alþingiskosningum. Píratar standa best að vígi gagnvart yngri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi hjá eldri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn næðu ekki m




Fleiri fréttir

Sjá meira


×