Innlent

Tæp 28 þúsund hafa skrifað undir #þjóðareign

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Myllumerkið fyrir undirskriftarsöfnunina er #þjóðareign.
Myllumerkið fyrir undirskriftarsöfnunina er #þjóðareign.
Tæplega 28 þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnunina Þjóðareign eða #þjóðareign. Þar er þess krafist að forseti vísi makrílfrumvarpinu svokallaða sem er nú í umræðu á Alþingi í þjóðaratkvæðagreiðslu verði það samþykkt. 16 þúsund höfðu skráð nafn sitt við söfnunina í gær og hafa um 12 þúsund bæst við í dag. 

Í raun er undirskriftarsöfnunin mun víðtækari þó að makrílfrumvarpið sé kveikjan að henni. Þess er krafist af forseta „að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra.“

Í tilkynningu sem send var út í fyrradag vegna undirskriftasöfnunarinnar segir að frumvarpið, sem felur í sér úthlutun makrílkvóta til útgerðarmanna til sex ára hið skemmsta og að veiðigjöld verði ákveðin til þriggja ára, feli í sér grundvallarbreytingu á tilhögun fiskveiðistjórnunarkerfisins.Verði það að lögum, sé útgerðinni í fyrsta sinn veitt óafturkallanlegt forræði yfir aflaheimildum til lengri tíma en eins árs. Alþingi geti ekki í reynd afturkallað þá ráðstöfun.  

Jón Steinsson, hagfræðingur, er einn þeirra sem stendur að baki undirskriftarsöfnuninni. Jón lýsti afleiðingum frumvarpsins í grein í Fréttablaðinu í síðustu viku. Þar segir hann þetta frumvarp ráðherra fela í rauninni í sér grundvallarbreytingu í þá átt að styrkja lagalega stöðu útgerðarinnar. „Núverandi lög um stjórn fiskveiða kveða skýrt á um að úthlutunin myndi „ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×