Yfirlæknir á LSH: Óásættanlegt og á sér ekki hliðstæðu í nágrannalöndunum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 3. maí 2015 18:54 Sigurður Ólafsson yfirlæknir og sérfræðingur í meltingarsjúkdómum segir algerlega óásættanlegt að fólk með lifrarbólgu C fái ekki tilskilin lyf og það eigi sér enga hliðstæðu í nágrannalöndunum. Þarna séu í sumum tilfellum sjúklingar með alvarlegan lifrarsjúkdóm sem fái ekki viðeigandi meðferð. Eins og Stöð 2 sagði frá í gær standa 200 sjúklingum sem hafa greinst með lifrarbólgu einungis til boða lyf sem þykja úrelt í Evrópu og Bandaríkjunum. Þau eru ódýrari í innkaupum en hafa miklar aukaverkanir og miklu minni svörun. Hluti þessa hóps er mjög veikur og getur vart beðið miklu lengur. Sigurður bendir á að lifrarbólga c sé algengasti lifrarsjúkdómur á Vesturlöndum og ein algengasta ástæða skorpulifrar og lifrarbilunar og algeng orsök lifrarígræðslu. „Það er ekki eins og við séum að tala um sjaldgæft fyrirbæri og það er algerlega óásættanlegt ástand að við getum ekki veitt þessum sjúklingum bestu meðferð,“ segir hann. Ólafur Baldursson lækningaforstjóri Landsspítalans sagði í gær að sérfræðingar spítalans vildu kaupa lyfin en Sjúkratryggingar segðu nei. „Það sem skiptir mestu máli núna er að það fáist lausn og hún fáist strax. Fyrir mig sem lækni og sjúklingana mína skiptir ekki mestu máli úr hvaða vasa innan heilbrigðiskerfisins, peningarnir koma, þeir þurfa bara að koma og það fljótlega,“ segir Sigurður Ólafsson. Jakob Falur Garðarsson framkvæmdastjóri Frumtaks, samtaka frumlyfjaframleiðenda segir að lyfin séu notuð í öllum nágrannalöndum okkar. Hann segir að fjárveiting til innkaupa á sjúkrahúslyfjum dugi ekki fyrir lyfjum sem þurfi að nota í ár. Nú hafi heilbrigðisyfirvöld staðfest að engin ný sjúkrahúslyf verði keypt á þessu ári. „Það er því miður bara mjög alvarlegt staða,“ segir Jakob. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Sigurður Ólafsson yfirlæknir og sérfræðingur í meltingarsjúkdómum segir algerlega óásættanlegt að fólk með lifrarbólgu C fái ekki tilskilin lyf og það eigi sér enga hliðstæðu í nágrannalöndunum. Þarna séu í sumum tilfellum sjúklingar með alvarlegan lifrarsjúkdóm sem fái ekki viðeigandi meðferð. Eins og Stöð 2 sagði frá í gær standa 200 sjúklingum sem hafa greinst með lifrarbólgu einungis til boða lyf sem þykja úrelt í Evrópu og Bandaríkjunum. Þau eru ódýrari í innkaupum en hafa miklar aukaverkanir og miklu minni svörun. Hluti þessa hóps er mjög veikur og getur vart beðið miklu lengur. Sigurður bendir á að lifrarbólga c sé algengasti lifrarsjúkdómur á Vesturlöndum og ein algengasta ástæða skorpulifrar og lifrarbilunar og algeng orsök lifrarígræðslu. „Það er ekki eins og við séum að tala um sjaldgæft fyrirbæri og það er algerlega óásættanlegt ástand að við getum ekki veitt þessum sjúklingum bestu meðferð,“ segir hann. Ólafur Baldursson lækningaforstjóri Landsspítalans sagði í gær að sérfræðingar spítalans vildu kaupa lyfin en Sjúkratryggingar segðu nei. „Það sem skiptir mestu máli núna er að það fáist lausn og hún fáist strax. Fyrir mig sem lækni og sjúklingana mína skiptir ekki mestu máli úr hvaða vasa innan heilbrigðiskerfisins, peningarnir koma, þeir þurfa bara að koma og það fljótlega,“ segir Sigurður Ólafsson. Jakob Falur Garðarsson framkvæmdastjóri Frumtaks, samtaka frumlyfjaframleiðenda segir að lyfin séu notuð í öllum nágrannalöndum okkar. Hann segir að fjárveiting til innkaupa á sjúkrahúslyfjum dugi ekki fyrir lyfjum sem þurfi að nota í ár. Nú hafi heilbrigðisyfirvöld staðfest að engin ný sjúkrahúslyf verði keypt á þessu ári. „Það er því miður bara mjög alvarlegt staða,“ segir Jakob.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira