Spieth úr leik en McIlroy enn í baráttunni 2. maí 2015 14:00 McIlroy og Horschel buðu upp á spennandi leik í gær. Getty Aðeins 16 kylfingar eru eftir á Cadillac heimsmótinu í holukeppni en riðlakeppninni lauk í gær með mörgum spennandi leikjum. Mesta spennan var án efa á milli Rory McIlroy og Billy Horschel en þeir höfðu báðir sigrað fyrstu tvo leikina sína og börðust því um hvor kæmist í 16 manna úrslit. Horschel leiddi nánast allan hringinn og átti tvær holur þegar að tvær voru eftir. McIlroy sýndi þó snilli sína og fékk tvo fugla á síðustu tveim holunum sem Horschel hafði engin svör við en þeir enduðu því í bráðabana þar sem McIlroy hafði betur. Ungi Masters meistarinn Jordan Spieth datt þó úr leik en Englendingurinn Lee Westwood sigraði hann í spennandi leik sem fór alla leið á 18. holu. Fleiri stór nöfn eru dottin úr leik en þar má nefna Sergio Garcia, Henrik Stenson, Jimmy Walker, Adam Scott, Jason Day og Bubba Watson en sá síðastnefndi þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Louis Oosthuizen í bráðabana um hver kæmist í næstu umferð. Furðulegasta atvik gærdagsins var þó í leik Miguel Angel Jimenez og Keegan Bradley en þegar Bradley ætlaði að droppa boltanum frá girðingu sem var fyrir honum ásakaði Jimenez hann um ólöglegt dropp. Það fór ekki vel í kylfusvein Bradley sem gleymdi í smá stund að golf er heiðursmannaleikur og sagði Spánverjanum að halda kjafti en rifrildið á milli þeirra hélt áfram jafnvel eftir að Jimenez sigraði leikinn á 18. holu. 36 holur verða leiknar í dag en mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00. Golf Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Aðeins 16 kylfingar eru eftir á Cadillac heimsmótinu í holukeppni en riðlakeppninni lauk í gær með mörgum spennandi leikjum. Mesta spennan var án efa á milli Rory McIlroy og Billy Horschel en þeir höfðu báðir sigrað fyrstu tvo leikina sína og börðust því um hvor kæmist í 16 manna úrslit. Horschel leiddi nánast allan hringinn og átti tvær holur þegar að tvær voru eftir. McIlroy sýndi þó snilli sína og fékk tvo fugla á síðustu tveim holunum sem Horschel hafði engin svör við en þeir enduðu því í bráðabana þar sem McIlroy hafði betur. Ungi Masters meistarinn Jordan Spieth datt þó úr leik en Englendingurinn Lee Westwood sigraði hann í spennandi leik sem fór alla leið á 18. holu. Fleiri stór nöfn eru dottin úr leik en þar má nefna Sergio Garcia, Henrik Stenson, Jimmy Walker, Adam Scott, Jason Day og Bubba Watson en sá síðastnefndi þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Louis Oosthuizen í bráðabana um hver kæmist í næstu umferð. Furðulegasta atvik gærdagsins var þó í leik Miguel Angel Jimenez og Keegan Bradley en þegar Bradley ætlaði að droppa boltanum frá girðingu sem var fyrir honum ásakaði Jimenez hann um ólöglegt dropp. Það fór ekki vel í kylfusvein Bradley sem gleymdi í smá stund að golf er heiðursmannaleikur og sagði Spánverjanum að halda kjafti en rifrildið á milli þeirra hélt áfram jafnvel eftir að Jimenez sigraði leikinn á 18. holu. 36 holur verða leiknar í dag en mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00.
Golf Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira