Clippers knúði fram oddaleik | Chicaco slátraði Milwaukee Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. maí 2015 11:14 Úr leiknum í San Antonio í nótt. Vísir/AP LA Clippers sýndi úr hverju liðið er gert með því að hafa betur gegn meisturum San Antonio Spurs á útivelli í nótt og þvinga þar með fram oddaleik í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum austurdeildarinnar í NBA-deildinni í nótt. Clippers var búið að mála sig út í horn eftir slæmt tap á heimavelli í leiknum á undan en náði að gera nóg í nótt til að hafa að lokum betur á sterkum útivelli meistaranna í San Antonio, 102-96. San Antonio kom þó með áhlaup undir lok leiksins en Clippers náði að standa það af sér. Marco Belinelli setti niður tvo þrista á síðustu 80 sekúndum leiksins og minnkaði muninn í tvö stig. En leikmenn Clippers stóðust prófið og kláruðu leikinn af vítalínunni. Oddaleikurinn fer fram í Los Angeles á morgun en þetta er eina rimman í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem ræðst í sjö leikjum. Blake Griffin var með 26 stig og tólf fráköst fyrir Clippers og Chris Paul nítján stig og fimmtán stoðsendingar. Það kom einnig risaframlag af bekknum en varamenn Clippers skoruðu 48 stig í leiknum. Belinelli skoraði 23 stig fyrir Spurs og nýtti sjö af ellefu þriggja stiga skotum sínum. Tim Duncan og Kawhi Leonard voru báðir með einungis tólf stig. Chicago er komið áfram eftir risasigur á Milwaukee á útivelli, 120-66, og þar með rimmuna 4-2. Chicago var fjórum stigum frá því að vinna stærsta sigur liðs í úrslitakeppni frá upphafi en það stendur enn í 57 stigum eftir að Minnesota vann St. Louis, 133-75, árið 1956. Eins og gefur að skilja var engin spenna í leiknum en Chicago var komið með 34-16 forystu eftir fyrsta leikhluta og bætti bara við hana. Milwaukee skoraði aldrei meira en 20 stig í leikhluta og Chicago aldrei minna en 25. Allir leikmenn Chicago komust á blað í leiknum en stigahæstur var Mike Dunleavy með 20 stig. Stigahæstur hjá Milwaukee var Zaza Pachulia með átta stig en þar á bæ komust reyndar allir leikmenn einnig á blað í stigaskorun. Úrslit næturinnar: Milwaukee - Chicago 66-120 San Antonio - LA Clippers 96-102The @chicagobulls beat the Bucks by 54 and closed out the series last night. Some context: pic.twitter.com/zrpmR8M3Zx— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 1, 2015 NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
LA Clippers sýndi úr hverju liðið er gert með því að hafa betur gegn meisturum San Antonio Spurs á útivelli í nótt og þvinga þar með fram oddaleik í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum austurdeildarinnar í NBA-deildinni í nótt. Clippers var búið að mála sig út í horn eftir slæmt tap á heimavelli í leiknum á undan en náði að gera nóg í nótt til að hafa að lokum betur á sterkum útivelli meistaranna í San Antonio, 102-96. San Antonio kom þó með áhlaup undir lok leiksins en Clippers náði að standa það af sér. Marco Belinelli setti niður tvo þrista á síðustu 80 sekúndum leiksins og minnkaði muninn í tvö stig. En leikmenn Clippers stóðust prófið og kláruðu leikinn af vítalínunni. Oddaleikurinn fer fram í Los Angeles á morgun en þetta er eina rimman í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem ræðst í sjö leikjum. Blake Griffin var með 26 stig og tólf fráköst fyrir Clippers og Chris Paul nítján stig og fimmtán stoðsendingar. Það kom einnig risaframlag af bekknum en varamenn Clippers skoruðu 48 stig í leiknum. Belinelli skoraði 23 stig fyrir Spurs og nýtti sjö af ellefu þriggja stiga skotum sínum. Tim Duncan og Kawhi Leonard voru báðir með einungis tólf stig. Chicago er komið áfram eftir risasigur á Milwaukee á útivelli, 120-66, og þar með rimmuna 4-2. Chicago var fjórum stigum frá því að vinna stærsta sigur liðs í úrslitakeppni frá upphafi en það stendur enn í 57 stigum eftir að Minnesota vann St. Louis, 133-75, árið 1956. Eins og gefur að skilja var engin spenna í leiknum en Chicago var komið með 34-16 forystu eftir fyrsta leikhluta og bætti bara við hana. Milwaukee skoraði aldrei meira en 20 stig í leikhluta og Chicago aldrei minna en 25. Allir leikmenn Chicago komust á blað í leiknum en stigahæstur var Mike Dunleavy með 20 stig. Stigahæstur hjá Milwaukee var Zaza Pachulia með átta stig en þar á bæ komust reyndar allir leikmenn einnig á blað í stigaskorun. Úrslit næturinnar: Milwaukee - Chicago 66-120 San Antonio - LA Clippers 96-102The @chicagobulls beat the Bucks by 54 and closed out the series last night. Some context: pic.twitter.com/zrpmR8M3Zx— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 1, 2015
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli