Stærstu skrefin hingað til við losun hafta að mati fjármálaráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2015 19:37 Fjármálaráðherra boðar að stigin verði stærstu skrefin hingað til við afnám gjaldeyrishafta í frumvarpi sem væntanlega verður lagt fram á næstu dögum. Nær öruggt má telja að störf Alþingis verði framlengd inn í sumarið vegna þessa, en því ætti að óbreyttu að ljúka á föstudaginn í næstu viku. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir mikla tæknilega og lagalega vinnu liggja að baki frumvarpa sem brátt líta dagsins ljós um afnám gjaldeyrishaftanna. Efnahagslega þurfi að líta í mörg horn við afnám þeirra. Það skiptir gríðarlega miklu máli hvernig staðið verður að afnámi gjaldeyrishaftanna. En fjármálaráðherra vonar að samstaða takist um þetta mikilvæga mál þegar hann leggur frumvörp sín fram á Alþingi. Það verður þó ekki í þessari viku. Fjármálaráðherrann segir frumvörpin ekki afnema höftin algerlega. „En þetta eru frumvörp sem taka á annars vegar á slitabúunum og þeim vanda sem við höfum staðið frammi fyrir svo lengi að þetta virðist ætla að taka allt of langan tíma að fá einhvern botn í það. Þetta svarar þá því hvað við teljum að þurfi að gerast til að hægt sé að ljúka slitum á slitabúunum,“ segir Bjarni Hins vegar taki frumvörpin á aflandskrónunum; þeirri snjóhengju af krónum sem finna megi utan slitabúanna. „En við munum líka vilja ræða um það hver verða önnur næstu skref. Allt hefur þetta miðað að því að setja fram heilstæða áætlun og ég trúi ekki öðru en það geti tekist góð samstaða í þinginu um að stíga þessi mikilvægu skref núna,“ segir Bjarni. Fyrr á þessu ári gripu stjórnvöld til aðgerða vegna haftanna með fækkun fjárfestingakosta og útboð fara fram síðar á árinu að undangengnum ákveðnum breytingum segir Bjarni.Myndir þú lýsa því þannig að þetta væru mjög stór skref sem þarna yrðu stigin?„Já, þau langstærstu og í raun fyrstu alvöru skrefin í átt að því að færast úr þessum miklu stífu höftum yfir í gjörbreyttar aðstæður,“ segir fjármálaráðherra. Bjarni efast ekki um ekki verði allir í hópi kröfuhafa sáttir við þessar aðgerðir. Aðalatriðið sé hins vegar að ná sátt um málið á Alþingi. „Og það tækist breið samstaða um að vinna þessum málum framgang. Það getur þýtt að við þurfum að vera eitthvað aðeins lengur hér (við þingstörf) en starfsáætlun gerir ráð fyrir. En það verður bara svo að vera. Þetta eru það stór og mikilvæg mál,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Fjármálaráðherra boðar að stigin verði stærstu skrefin hingað til við afnám gjaldeyrishafta í frumvarpi sem væntanlega verður lagt fram á næstu dögum. Nær öruggt má telja að störf Alþingis verði framlengd inn í sumarið vegna þessa, en því ætti að óbreyttu að ljúka á föstudaginn í næstu viku. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir mikla tæknilega og lagalega vinnu liggja að baki frumvarpa sem brátt líta dagsins ljós um afnám gjaldeyrishaftanna. Efnahagslega þurfi að líta í mörg horn við afnám þeirra. Það skiptir gríðarlega miklu máli hvernig staðið verður að afnámi gjaldeyrishaftanna. En fjármálaráðherra vonar að samstaða takist um þetta mikilvæga mál þegar hann leggur frumvörp sín fram á Alþingi. Það verður þó ekki í þessari viku. Fjármálaráðherrann segir frumvörpin ekki afnema höftin algerlega. „En þetta eru frumvörp sem taka á annars vegar á slitabúunum og þeim vanda sem við höfum staðið frammi fyrir svo lengi að þetta virðist ætla að taka allt of langan tíma að fá einhvern botn í það. Þetta svarar þá því hvað við teljum að þurfi að gerast til að hægt sé að ljúka slitum á slitabúunum,“ segir Bjarni Hins vegar taki frumvörpin á aflandskrónunum; þeirri snjóhengju af krónum sem finna megi utan slitabúanna. „En við munum líka vilja ræða um það hver verða önnur næstu skref. Allt hefur þetta miðað að því að setja fram heilstæða áætlun og ég trúi ekki öðru en það geti tekist góð samstaða í þinginu um að stíga þessi mikilvægu skref núna,“ segir Bjarni. Fyrr á þessu ári gripu stjórnvöld til aðgerða vegna haftanna með fækkun fjárfestingakosta og útboð fara fram síðar á árinu að undangengnum ákveðnum breytingum segir Bjarni.Myndir þú lýsa því þannig að þetta væru mjög stór skref sem þarna yrðu stigin?„Já, þau langstærstu og í raun fyrstu alvöru skrefin í átt að því að færast úr þessum miklu stífu höftum yfir í gjörbreyttar aðstæður,“ segir fjármálaráðherra. Bjarni efast ekki um ekki verði allir í hópi kröfuhafa sáttir við þessar aðgerðir. Aðalatriðið sé hins vegar að ná sátt um málið á Alþingi. „Og það tækist breið samstaða um að vinna þessum málum framgang. Það getur þýtt að við þurfum að vera eitthvað aðeins lengur hér (við þingstörf) en starfsáætlun gerir ráð fyrir. En það verður bara svo að vera. Þetta eru það stór og mikilvæg mál,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira