Innlent

„Réttsýnn, velviljaður og vinnusamur maður“

Atli Ísleifsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson, fyrrum forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson, fyrrum forsætisráðherra. Vísir/GVA
„Með Halldóri Ásgrímssyni er genginn drengur góður. Réttsýnn, velviljaður og vinnusamur maður, sem bæði vinir og vinnufélagar treystu á,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra um Halldór Ásgrímsson, fyrrum forsætisráðherra, sem lést í gær, 67 ára að aldri.

Sigmundur Davíð segir í kveðju á heimasíðu forsætisráðuneytisins að með Halldóri sé genginn drengur góður. „Í opinberum störfum var Halldór sanngjarn og úrræðagóður. Hann var klettur í ólgusjó stjórnmálanna og sannarlega einn áhrifamesti stjórnmálamaður lýðveldistímans.“

Fyrir hönd starfsfólks í forsætisáðuneytinu sendir forsætisráðherra fjölskyldu og vinum Halldórs samúðarkveðjur vegna andlátsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×