Kom víða við og hafði mikil áhrif á íslensk stjórnmál Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. maí 2015 12:30 Halldór Ásgrímsson sat lengur sem ráðherra en flestir aðrir hafa gert. Gunnar Helgi Kristinsson segir að hann hafi haft mikil áhrif á íslensk stjórnmál. Vísir/GVA Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lést á Landspítalanum í gærkvöldi. Halldór sat í nítján ár sem ráðherra en hann var um áratugaskeið einn helsti áhrifamaður Framsóknarflokksins. Halldór fékk lést eftir að hafa fengið hjartaáfall síðastliðinn föstudag þegar hann var staddur í sumarbústað. Hann var fluttur á Landspítalann þar sem honum var haldið sofandi í öndunarvél. Halldór var lengi oddviti Framsóknarflokksins í stjórn með Sjálfstæðisflokki.Vísir/Hari Halldór var um langt skeið áhrifamaður í Framsóknarflokknum en hann settist fyrsta á þing árið 1974. Hann varð svo sjávarútvegsráðherra árið 1983.Hafði mikil áhrif á stjórnmálin Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir að Halldór hafi haft mikil áhrif á stjórn landsins í ráðherratíð sinni. „Halldór Ásgrímsson sat gríðarlega lengi á þingi og var í miklu forystuhlutverki hjá einum af áhrifamestu flokkum landsins, framsóknarflokknum, um áratuga skeið,“ segir hann. „Hann var lengur ráðherra en flest allir aðrir hafa verið og kom þess vegna víða við og hafði mikil áhrif á íslensk stjórnmál; bæði innanlands, eins og í sjávarútvegsmálum, og utanríkisstefnuna, þá sérstaklega í Evrópumálin.“Flokkurinn undir Evrópuáhrifum Halldórs Gunnar Helgi segir að persónuleg sannfæring Halldórs hafi að hluta gert það að verkum að Framsóknarflokkurinn hafi um tímabil verið fremur Evrópusinnaður flokkur. Halldór hitti leiðtoga annarra landa fyrir Íslands hönd. Hér er hann með Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands.Vísir/AFP„Sumt af því sem hann gerði var náttúrulega umdeilt, sérstaklega hans þáttur í að innleiða kvótakerfið og ýmsir kunnu honum litlar þakkir fyrir það,“ segir hann.Kominn með nóg af pólitík Gunnar Helgi segir að Framsóknarflokknum hafi vegnað misjafnlega vel undir forystu Halldórs en flokkurinn vann kosningasigur í fyrstu kosningunum sem Halldór leiddi flokkinn. Eftir það hafi fylgi flokksins hins vegar dalað. „Halldór sagði af sér eftir mikinn ósigur flokksins í sveitastjórnarkosningum árið 2006 og það var að því leiti óvenjulegt að íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki endilega, það er ekki þessa sterka hefð sem er í sumum öðrum löndum að þeir taki ósigri með því að segja af sér, en Halldór gerði það,“ segir Gunnar Helgi, „Ýmsir höfðu nú grun um að hann væri búinn að fá sig fullsaddan af því stússi sem íslenskri pólitík fylgir,“ segir hann. Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lést á Landspítalanum í gærkvöldi. Halldór sat í nítján ár sem ráðherra en hann var um áratugaskeið einn helsti áhrifamaður Framsóknarflokksins. Halldór fékk lést eftir að hafa fengið hjartaáfall síðastliðinn föstudag þegar hann var staddur í sumarbústað. Hann var fluttur á Landspítalann þar sem honum var haldið sofandi í öndunarvél. Halldór var lengi oddviti Framsóknarflokksins í stjórn með Sjálfstæðisflokki.Vísir/Hari Halldór var um langt skeið áhrifamaður í Framsóknarflokknum en hann settist fyrsta á þing árið 1974. Hann varð svo sjávarútvegsráðherra árið 1983.Hafði mikil áhrif á stjórnmálin Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir að Halldór hafi haft mikil áhrif á stjórn landsins í ráðherratíð sinni. „Halldór Ásgrímsson sat gríðarlega lengi á þingi og var í miklu forystuhlutverki hjá einum af áhrifamestu flokkum landsins, framsóknarflokknum, um áratuga skeið,“ segir hann. „Hann var lengur ráðherra en flest allir aðrir hafa verið og kom þess vegna víða við og hafði mikil áhrif á íslensk stjórnmál; bæði innanlands, eins og í sjávarútvegsmálum, og utanríkisstefnuna, þá sérstaklega í Evrópumálin.“Flokkurinn undir Evrópuáhrifum Halldórs Gunnar Helgi segir að persónuleg sannfæring Halldórs hafi að hluta gert það að verkum að Framsóknarflokkurinn hafi um tímabil verið fremur Evrópusinnaður flokkur. Halldór hitti leiðtoga annarra landa fyrir Íslands hönd. Hér er hann með Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands.Vísir/AFP„Sumt af því sem hann gerði var náttúrulega umdeilt, sérstaklega hans þáttur í að innleiða kvótakerfið og ýmsir kunnu honum litlar þakkir fyrir það,“ segir hann.Kominn með nóg af pólitík Gunnar Helgi segir að Framsóknarflokknum hafi vegnað misjafnlega vel undir forystu Halldórs en flokkurinn vann kosningasigur í fyrstu kosningunum sem Halldór leiddi flokkinn. Eftir það hafi fylgi flokksins hins vegar dalað. „Halldór sagði af sér eftir mikinn ósigur flokksins í sveitastjórnarkosningum árið 2006 og það var að því leiti óvenjulegt að íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki endilega, það er ekki þessa sterka hefð sem er í sumum öðrum löndum að þeir taki ósigri með því að segja af sér, en Halldór gerði það,“ segir Gunnar Helgi, „Ýmsir höfðu nú grun um að hann væri búinn að fá sig fullsaddan af því stússi sem íslenskri pólitík fylgir,“ segir hann.
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira