Bíó og sjónvarp

Spielberg tekur upp í Færeyjum

Bjarki Ármannsson skrifar
Nýjasta stórmynd Steven Spielberg verður að hluta tekin upp í Færeyjum.
Nýjasta stórmynd Steven Spielberg verður að hluta tekin upp í Færeyjum. Vísir
Nýjasta stórmynd leikstórans Steven Spielberg verður að hluta tekin upp í Færeyjum, að því er miðlar þar í landi greina frá. Um er að ræða mynd byggða á vinsælu barnabókinni The BFG (sem stendur fyrir ‘Big friendly giant‘) eftir enska rithöfundinn Roald Dahl.

Líkt og þegar hefur verið greint frá mun Ólafur Darri Ólafsson fara með hlutverk í myndinni, en þó er ekki víst að hann verði við tökur í Færeyjum, þar sem fyrst og fremst stendur til að ná landslagsmyndum. Kvikmyndin er sú fyrsta sem Spielberg gerir fyrir Disney, sem er einn framleiðanda.

Tökur hefjast í Færeyjum í júlí næstkomandi.


Tengdar fréttir

Ólafur Darri í Spielbergmynd

Ólafur Darri leikur risa í nýrri mynd eftir Steven Spielberg, BFG, sem byggð er á sögu eftir Roald Dahl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.