Vill að eigendur staða fái frelsi til að setja sér reglur um gæludýr Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. maí 2015 16:41 Hildur mælir fyrir þessari tillögu Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Getty Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja leyfa eigendum kaffihúsa, veitingastaða og annarra samkomustaða að hafa svigrúm til að leyfa dýrahald ef þeir óska. Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fer fyrir tillögunni. „Allt gæludýrahald hefur breyst,“ sagði Hildur þegar Vísir náði af henni tali. „Allar rannsóknir sýna að það er betra að hafa gæludýr en ekki. Það lífgar uppá og gerir borgarumhverfið betra að hafa þau sem víðast. Þótt auðvitað þurfi að huga vel að hreinlæti, ofnæmisvöldum og öðrum álitamálum sem sjálfsagt er að taka tillit til.“ Ríkið setur sveitarfélögum skorður Tillagan sem Hildur talar fyrir gengur út á að borgarstjórn sammælist um að beina því til ríkisvaldsins að sveitarfélögunum verði í sjálfsvald sett hvernig þau vilja haga reglum um hollustuhætti og matvæli. Eins og staðan er núna er í gildi reglugerð um hollustuhætti sem bannar aðgang gæludýra að ákveðnum stöðum og gildir hún yfir allt landið. Hjálparhundar fatlaðs fólks fá undanþágu frá reglum reglugerðarinnar sé hinum fatlaða ótvíræð nauðsyn á hjálparhundi. Sveitarfélögin hafa síðan frelsi til þess að setja þrengri reglur um gæludýrahald en ekki opnari heldur en reglugerðin kveður á um.Málið snýst um frelsi Hildur segir því í fyrstu þurfa að færa þessa reglusetningu frá ríkinu til sveitarfélaga. Svo vonar hún að sveitarfélögin hagi reglum sínum þannig að stöðum verði svo í kjölfarið frjálst að stýra því hvort að gæludýrum er veittur aðgangur eða ekki. Staðirnir stýra því þá hvernig þeir haga reglum á eigin stað og afleiðingin verður að kúnnar hafa val um hvort þeir sækja stað sem leyfir gæludýrahald eða ekki. „Það er réttlætismál að sveitarfélög hafi svigrúm gagnvart eigendum slíkra staða að leyfa dýrahald ef þeir óska.“ Hildur segir tillöguna eiga við alla opinbera staði svo sem á kaffihúsum, veitingastöðum, líkamsræktarstöðvum, samkomuhúsum og svo framvegis. „Í rauninni er þetta frelsismál,“ segir Hildur. Að hennar mati er eðlilegt að borgarstjórn sammælist um þetta þar sem stefna borgaryfirvalda hefur verið að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir það hlutverk borgaryfirvalda að tryggja gæði í borginni fyrir íbúa og það sé örðugt að vera með gæludýr í húsi með engum garði ef dýrið er ekki velkomið neins staðar. Tengdar fréttir Gæludýrin með í strætó Undirskriftasöfnun komin upp í um 3.200 nöfn þegar þetta er skrifað: Skorað á Strætó að rýmka reglur. 27. febrúar 2015 09:51 Vilja gæludýrin í strætó Búið er að opna undirskriftarlista á netinu um að Strætó leyfi fólki að taka gæludýr sín með sér. 26. febrúar 2015 08:32 Kattaeigendur styðja síður ríkisstjórnina Gæludýr eru á minnihluta heimila á Íslandi samkvæmt nýlegri könnun MMR. 7. maí 2015 13:33 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja leyfa eigendum kaffihúsa, veitingastaða og annarra samkomustaða að hafa svigrúm til að leyfa dýrahald ef þeir óska. Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fer fyrir tillögunni. „Allt gæludýrahald hefur breyst,“ sagði Hildur þegar Vísir náði af henni tali. „Allar rannsóknir sýna að það er betra að hafa gæludýr en ekki. Það lífgar uppá og gerir borgarumhverfið betra að hafa þau sem víðast. Þótt auðvitað þurfi að huga vel að hreinlæti, ofnæmisvöldum og öðrum álitamálum sem sjálfsagt er að taka tillit til.“ Ríkið setur sveitarfélögum skorður Tillagan sem Hildur talar fyrir gengur út á að borgarstjórn sammælist um að beina því til ríkisvaldsins að sveitarfélögunum verði í sjálfsvald sett hvernig þau vilja haga reglum um hollustuhætti og matvæli. Eins og staðan er núna er í gildi reglugerð um hollustuhætti sem bannar aðgang gæludýra að ákveðnum stöðum og gildir hún yfir allt landið. Hjálparhundar fatlaðs fólks fá undanþágu frá reglum reglugerðarinnar sé hinum fatlaða ótvíræð nauðsyn á hjálparhundi. Sveitarfélögin hafa síðan frelsi til þess að setja þrengri reglur um gæludýrahald en ekki opnari heldur en reglugerðin kveður á um.Málið snýst um frelsi Hildur segir því í fyrstu þurfa að færa þessa reglusetningu frá ríkinu til sveitarfélaga. Svo vonar hún að sveitarfélögin hagi reglum sínum þannig að stöðum verði svo í kjölfarið frjálst að stýra því hvort að gæludýrum er veittur aðgangur eða ekki. Staðirnir stýra því þá hvernig þeir haga reglum á eigin stað og afleiðingin verður að kúnnar hafa val um hvort þeir sækja stað sem leyfir gæludýrahald eða ekki. „Það er réttlætismál að sveitarfélög hafi svigrúm gagnvart eigendum slíkra staða að leyfa dýrahald ef þeir óska.“ Hildur segir tillöguna eiga við alla opinbera staði svo sem á kaffihúsum, veitingastöðum, líkamsræktarstöðvum, samkomuhúsum og svo framvegis. „Í rauninni er þetta frelsismál,“ segir Hildur. Að hennar mati er eðlilegt að borgarstjórn sammælist um þetta þar sem stefna borgaryfirvalda hefur verið að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir það hlutverk borgaryfirvalda að tryggja gæði í borginni fyrir íbúa og það sé örðugt að vera með gæludýr í húsi með engum garði ef dýrið er ekki velkomið neins staðar.
Tengdar fréttir Gæludýrin með í strætó Undirskriftasöfnun komin upp í um 3.200 nöfn þegar þetta er skrifað: Skorað á Strætó að rýmka reglur. 27. febrúar 2015 09:51 Vilja gæludýrin í strætó Búið er að opna undirskriftarlista á netinu um að Strætó leyfi fólki að taka gæludýr sín með sér. 26. febrúar 2015 08:32 Kattaeigendur styðja síður ríkisstjórnina Gæludýr eru á minnihluta heimila á Íslandi samkvæmt nýlegri könnun MMR. 7. maí 2015 13:33 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Gæludýrin með í strætó Undirskriftasöfnun komin upp í um 3.200 nöfn þegar þetta er skrifað: Skorað á Strætó að rýmka reglur. 27. febrúar 2015 09:51
Vilja gæludýrin í strætó Búið er að opna undirskriftarlista á netinu um að Strætó leyfi fólki að taka gæludýr sín með sér. 26. febrúar 2015 08:32
Kattaeigendur styðja síður ríkisstjórnina Gæludýr eru á minnihluta heimila á Íslandi samkvæmt nýlegri könnun MMR. 7. maí 2015 13:33