Vill að eigendur staða fái frelsi til að setja sér reglur um gæludýr Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. maí 2015 16:41 Hildur mælir fyrir þessari tillögu Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Getty Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja leyfa eigendum kaffihúsa, veitingastaða og annarra samkomustaða að hafa svigrúm til að leyfa dýrahald ef þeir óska. Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fer fyrir tillögunni. „Allt gæludýrahald hefur breyst,“ sagði Hildur þegar Vísir náði af henni tali. „Allar rannsóknir sýna að það er betra að hafa gæludýr en ekki. Það lífgar uppá og gerir borgarumhverfið betra að hafa þau sem víðast. Þótt auðvitað þurfi að huga vel að hreinlæti, ofnæmisvöldum og öðrum álitamálum sem sjálfsagt er að taka tillit til.“ Ríkið setur sveitarfélögum skorður Tillagan sem Hildur talar fyrir gengur út á að borgarstjórn sammælist um að beina því til ríkisvaldsins að sveitarfélögunum verði í sjálfsvald sett hvernig þau vilja haga reglum um hollustuhætti og matvæli. Eins og staðan er núna er í gildi reglugerð um hollustuhætti sem bannar aðgang gæludýra að ákveðnum stöðum og gildir hún yfir allt landið. Hjálparhundar fatlaðs fólks fá undanþágu frá reglum reglugerðarinnar sé hinum fatlaða ótvíræð nauðsyn á hjálparhundi. Sveitarfélögin hafa síðan frelsi til þess að setja þrengri reglur um gæludýrahald en ekki opnari heldur en reglugerðin kveður á um.Málið snýst um frelsi Hildur segir því í fyrstu þurfa að færa þessa reglusetningu frá ríkinu til sveitarfélaga. Svo vonar hún að sveitarfélögin hagi reglum sínum þannig að stöðum verði svo í kjölfarið frjálst að stýra því hvort að gæludýrum er veittur aðgangur eða ekki. Staðirnir stýra því þá hvernig þeir haga reglum á eigin stað og afleiðingin verður að kúnnar hafa val um hvort þeir sækja stað sem leyfir gæludýrahald eða ekki. „Það er réttlætismál að sveitarfélög hafi svigrúm gagnvart eigendum slíkra staða að leyfa dýrahald ef þeir óska.“ Hildur segir tillöguna eiga við alla opinbera staði svo sem á kaffihúsum, veitingastöðum, líkamsræktarstöðvum, samkomuhúsum og svo framvegis. „Í rauninni er þetta frelsismál,“ segir Hildur. Að hennar mati er eðlilegt að borgarstjórn sammælist um þetta þar sem stefna borgaryfirvalda hefur verið að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir það hlutverk borgaryfirvalda að tryggja gæði í borginni fyrir íbúa og það sé örðugt að vera með gæludýr í húsi með engum garði ef dýrið er ekki velkomið neins staðar. Tengdar fréttir Gæludýrin með í strætó Undirskriftasöfnun komin upp í um 3.200 nöfn þegar þetta er skrifað: Skorað á Strætó að rýmka reglur. 27. febrúar 2015 09:51 Vilja gæludýrin í strætó Búið er að opna undirskriftarlista á netinu um að Strætó leyfi fólki að taka gæludýr sín með sér. 26. febrúar 2015 08:32 Kattaeigendur styðja síður ríkisstjórnina Gæludýr eru á minnihluta heimila á Íslandi samkvæmt nýlegri könnun MMR. 7. maí 2015 13:33 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja leyfa eigendum kaffihúsa, veitingastaða og annarra samkomustaða að hafa svigrúm til að leyfa dýrahald ef þeir óska. Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fer fyrir tillögunni. „Allt gæludýrahald hefur breyst,“ sagði Hildur þegar Vísir náði af henni tali. „Allar rannsóknir sýna að það er betra að hafa gæludýr en ekki. Það lífgar uppá og gerir borgarumhverfið betra að hafa þau sem víðast. Þótt auðvitað þurfi að huga vel að hreinlæti, ofnæmisvöldum og öðrum álitamálum sem sjálfsagt er að taka tillit til.“ Ríkið setur sveitarfélögum skorður Tillagan sem Hildur talar fyrir gengur út á að borgarstjórn sammælist um að beina því til ríkisvaldsins að sveitarfélögunum verði í sjálfsvald sett hvernig þau vilja haga reglum um hollustuhætti og matvæli. Eins og staðan er núna er í gildi reglugerð um hollustuhætti sem bannar aðgang gæludýra að ákveðnum stöðum og gildir hún yfir allt landið. Hjálparhundar fatlaðs fólks fá undanþágu frá reglum reglugerðarinnar sé hinum fatlaða ótvíræð nauðsyn á hjálparhundi. Sveitarfélögin hafa síðan frelsi til þess að setja þrengri reglur um gæludýrahald en ekki opnari heldur en reglugerðin kveður á um.Málið snýst um frelsi Hildur segir því í fyrstu þurfa að færa þessa reglusetningu frá ríkinu til sveitarfélaga. Svo vonar hún að sveitarfélögin hagi reglum sínum þannig að stöðum verði svo í kjölfarið frjálst að stýra því hvort að gæludýrum er veittur aðgangur eða ekki. Staðirnir stýra því þá hvernig þeir haga reglum á eigin stað og afleiðingin verður að kúnnar hafa val um hvort þeir sækja stað sem leyfir gæludýrahald eða ekki. „Það er réttlætismál að sveitarfélög hafi svigrúm gagnvart eigendum slíkra staða að leyfa dýrahald ef þeir óska.“ Hildur segir tillöguna eiga við alla opinbera staði svo sem á kaffihúsum, veitingastöðum, líkamsræktarstöðvum, samkomuhúsum og svo framvegis. „Í rauninni er þetta frelsismál,“ segir Hildur. Að hennar mati er eðlilegt að borgarstjórn sammælist um þetta þar sem stefna borgaryfirvalda hefur verið að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir það hlutverk borgaryfirvalda að tryggja gæði í borginni fyrir íbúa og það sé örðugt að vera með gæludýr í húsi með engum garði ef dýrið er ekki velkomið neins staðar.
Tengdar fréttir Gæludýrin með í strætó Undirskriftasöfnun komin upp í um 3.200 nöfn þegar þetta er skrifað: Skorað á Strætó að rýmka reglur. 27. febrúar 2015 09:51 Vilja gæludýrin í strætó Búið er að opna undirskriftarlista á netinu um að Strætó leyfi fólki að taka gæludýr sín með sér. 26. febrúar 2015 08:32 Kattaeigendur styðja síður ríkisstjórnina Gæludýr eru á minnihluta heimila á Íslandi samkvæmt nýlegri könnun MMR. 7. maí 2015 13:33 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Gæludýrin með í strætó Undirskriftasöfnun komin upp í um 3.200 nöfn þegar þetta er skrifað: Skorað á Strætó að rýmka reglur. 27. febrúar 2015 09:51
Vilja gæludýrin í strætó Búið er að opna undirskriftarlista á netinu um að Strætó leyfi fólki að taka gæludýr sín með sér. 26. febrúar 2015 08:32
Kattaeigendur styðja síður ríkisstjórnina Gæludýr eru á minnihluta heimila á Íslandi samkvæmt nýlegri könnun MMR. 7. maí 2015 13:33