Blóðbaðið í Waco: Átökin hófust eftir deilur um bílastæði Atli Ísleifsson skrifar 18. maí 2015 13:53 Níu manns voru drepnir og átján særðust í skotbardaganum sem varð á bílastæði í verslunarhverfi í borginni. Vísir/AFP Lögregla í Texas hefur handtekið 192 manns í kjölfar átaka fimm mótorhjólagengja í Waco í Texas í gær. Níu manns voru drepnir og átján særðust í skotbardaganum sem varð á bílastæði í verslunarhverfi í borginni. Bardaginn átti sér stað í og fyrir utan veitingastaðinn Twin Peaks í verslunarhverfi í Waco. Samkvæmt lögreglunni hófust átökin með slagsmálum, en fljótlega voru dregnir upp hnífar, keðjur og byssur.Í frétt KWTX segir að bílar og önnur farartæki viðskiptavina og starfsfólks veitingastaðarins hafi verið þaktir ummerkjum eftir skothríðina og hafi þau verið flutt af vettvangi vegna rannsóknar málsins.Liðsmenn gengjanna halda til WacoLögreglan vissi af því að meðlimir gengjanna væru að safnast saman í veitingahúsinu og voru fjöldi lögreglumanna viðstaddir þegar skothríðin hófst. Deilurnar hófust inni á veitingahúsinu en fluttust síðar út á bílastæði. Talsmaður lögreglu segir að liðsmenn gengjanna hafi að endingu hafið skothríð og að lögreglumenn hafi einnig skotið úr vopnum sínum. Allir hinir handteknu hafa verið ákærðir fyrir aðild að skipulagðri glæpastarfsemi, en búist er við að fleiri ákæruliðir bætist við í tilviki sumra eftir því sem rannsókn lögreglu miðar áfram. Að minnsta kosti tveir meðlimir mótorhjólagengja voru handteknir í morgun þegar þeir reyndu að komast inn í borgina en lögregla í Waco óttast að liðsmenn gengjanna muni sækja inn í borgina til að hefna félaga sinna.Földu sig í frysti inni á Twin PeaksLögregla taldi upphaflega að meðlimir þriggja gengja hefðu tekið þátt í skotbardaganum, en nú er ljóst að liðsmenn að minnsta kosti fimm gengja tóku þátt. Patrick Swanton, talsmaður lögreglunnar í Waco, segir að algert ófremdarástand hafi skapast á lóðinni. Segist hann aldrei hafa upplifað annað eins á 34 ára starfsferli innan lögreglunnar. Viðskiptavinir Twin Peaks og starfsmenn földu sig margir í frysti veitingastaðarins á meðan á skothríðinni stóð.Um hundrað skotvopn gerð upptækSwanton segir að lögregla hafi gert rúmlega hundrað skotvopn upptæk á vettvangi og að skotsár hafi fundist á fjölda nærstaddra farartækja. Hann segir að einungis meðlimir gengjanna hafi látist eða slasast og að lögreglumenn og almennir borgarar hafi sloppið ómeiddir. Lögreglumaðurinn segir að starfsmenn lögreglu hafi unnið með forsvarsmönnum Twin Peaks vikum saman til að reyna að koma í veg fyrir atvik sem þetta en lítið gengið. Segir hann að líklegast hefði verið hægt að koma í veg fyrir slíkt ef starfsfólk hefði sýnt meiri samstarfsvilja. Tengdar fréttir 192 handteknir eftir átök glæpagengja í Texas Níu manns voru drepnir og átján særðust í bardaganum sem varð á bílstæði í verslunarhverfi í Waco. 18. maí 2015 12:50 Níu létust í átökum mótorhjólagengja Meðlimir gengjanna fóru að slást á veitingastað í Texas en fljótlega voru dregnir upp hnífar og svo byssur. 17. maí 2015 22:28 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Lögregla í Texas hefur handtekið 192 manns í kjölfar átaka fimm mótorhjólagengja í Waco í Texas í gær. Níu manns voru drepnir og átján særðust í skotbardaganum sem varð á bílastæði í verslunarhverfi í borginni. Bardaginn átti sér stað í og fyrir utan veitingastaðinn Twin Peaks í verslunarhverfi í Waco. Samkvæmt lögreglunni hófust átökin með slagsmálum, en fljótlega voru dregnir upp hnífar, keðjur og byssur.Í frétt KWTX segir að bílar og önnur farartæki viðskiptavina og starfsfólks veitingastaðarins hafi verið þaktir ummerkjum eftir skothríðina og hafi þau verið flutt af vettvangi vegna rannsóknar málsins.Liðsmenn gengjanna halda til WacoLögreglan vissi af því að meðlimir gengjanna væru að safnast saman í veitingahúsinu og voru fjöldi lögreglumanna viðstaddir þegar skothríðin hófst. Deilurnar hófust inni á veitingahúsinu en fluttust síðar út á bílastæði. Talsmaður lögreglu segir að liðsmenn gengjanna hafi að endingu hafið skothríð og að lögreglumenn hafi einnig skotið úr vopnum sínum. Allir hinir handteknu hafa verið ákærðir fyrir aðild að skipulagðri glæpastarfsemi, en búist er við að fleiri ákæruliðir bætist við í tilviki sumra eftir því sem rannsókn lögreglu miðar áfram. Að minnsta kosti tveir meðlimir mótorhjólagengja voru handteknir í morgun þegar þeir reyndu að komast inn í borgina en lögregla í Waco óttast að liðsmenn gengjanna muni sækja inn í borgina til að hefna félaga sinna.Földu sig í frysti inni á Twin PeaksLögregla taldi upphaflega að meðlimir þriggja gengja hefðu tekið þátt í skotbardaganum, en nú er ljóst að liðsmenn að minnsta kosti fimm gengja tóku þátt. Patrick Swanton, talsmaður lögreglunnar í Waco, segir að algert ófremdarástand hafi skapast á lóðinni. Segist hann aldrei hafa upplifað annað eins á 34 ára starfsferli innan lögreglunnar. Viðskiptavinir Twin Peaks og starfsmenn földu sig margir í frysti veitingastaðarins á meðan á skothríðinni stóð.Um hundrað skotvopn gerð upptækSwanton segir að lögregla hafi gert rúmlega hundrað skotvopn upptæk á vettvangi og að skotsár hafi fundist á fjölda nærstaddra farartækja. Hann segir að einungis meðlimir gengjanna hafi látist eða slasast og að lögreglumenn og almennir borgarar hafi sloppið ómeiddir. Lögreglumaðurinn segir að starfsmenn lögreglu hafi unnið með forsvarsmönnum Twin Peaks vikum saman til að reyna að koma í veg fyrir atvik sem þetta en lítið gengið. Segir hann að líklegast hefði verið hægt að koma í veg fyrir slíkt ef starfsfólk hefði sýnt meiri samstarfsvilja.
Tengdar fréttir 192 handteknir eftir átök glæpagengja í Texas Níu manns voru drepnir og átján særðust í bardaganum sem varð á bílstæði í verslunarhverfi í Waco. 18. maí 2015 12:50 Níu létust í átökum mótorhjólagengja Meðlimir gengjanna fóru að slást á veitingastað í Texas en fljótlega voru dregnir upp hnífar og svo byssur. 17. maí 2015 22:28 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
192 handteknir eftir átök glæpagengja í Texas Níu manns voru drepnir og átján særðust í bardaganum sem varð á bílstæði í verslunarhverfi í Waco. 18. maí 2015 12:50
Níu létust í átökum mótorhjólagengja Meðlimir gengjanna fóru að slást á veitingastað í Texas en fljótlega voru dregnir upp hnífar og svo byssur. 17. maí 2015 22:28