Rory McIlroy kláraði dæmið á Wells Fargo meistaramótinu 17. maí 2015 23:35 McIlroy fær ekki nóg af því að sigra. Getty Rory McIlroy sigraði á sínu þriðja atvinnugolfmóti á árinu en hann hafði mikla yfirburði á Wells Fargo meistaramótinu sem kláraðist í kvöld. McIlroy lék hringina fjóra á Quail Hollow vellinum á 21 höggi undir pari og sigraði að lokum örugglega með sjö högga mun en Webb Simpson og Patrick Rodgers deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari. Lykillinn að sigri McIlroy var án efa stórbrotin frammistaða hans á þriðja hring í gær þar sem hann setti vallarmet og kom inn á ellefu höggum undir pari. Það kom svo á daginn að enginn gat gert atlögu að Norður-Íranum magnaða á lokahringnum í kvöld sem hann lék á 69 höggum eða þremur undir pari. Það er óhætt að segja að McIlroy sé í sínu allra besta formi þessa dagana en hann sigraði á Heimsmótinu í holukeppni fyrir tveimur vikum og hefur endað í einu af tíu efstu sætunum í síðustu sex af átta PGA-mótum sem hann hefur tekið þátt í. Hann mun þó taka sér frí frá PGA-mótaröðinni í næstu viku en ásamt honum munu margir af bestu kylfingum heims flykkjast til Englands á Evrópumótaröðina þar sem BMW PGA meistaramótið fer fram á Wentworth vellinum. Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy sigraði á sínu þriðja atvinnugolfmóti á árinu en hann hafði mikla yfirburði á Wells Fargo meistaramótinu sem kláraðist í kvöld. McIlroy lék hringina fjóra á Quail Hollow vellinum á 21 höggi undir pari og sigraði að lokum örugglega með sjö högga mun en Webb Simpson og Patrick Rodgers deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari. Lykillinn að sigri McIlroy var án efa stórbrotin frammistaða hans á þriðja hring í gær þar sem hann setti vallarmet og kom inn á ellefu höggum undir pari. Það kom svo á daginn að enginn gat gert atlögu að Norður-Íranum magnaða á lokahringnum í kvöld sem hann lék á 69 höggum eða þremur undir pari. Það er óhætt að segja að McIlroy sé í sínu allra besta formi þessa dagana en hann sigraði á Heimsmótinu í holukeppni fyrir tveimur vikum og hefur endað í einu af tíu efstu sætunum í síðustu sex af átta PGA-mótum sem hann hefur tekið þátt í. Hann mun þó taka sér frí frá PGA-mótaröðinni í næstu viku en ásamt honum munu margir af bestu kylfingum heims flykkjast til Englands á Evrópumótaröðina þar sem BMW PGA meistaramótið fer fram á Wentworth vellinum.
Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira