Bandaríkjastjórn leyfir boranir norðan Alaska Kristján Már Unnarsson skrifar 17. maí 2015 22:55 Mótmælendur réru á kajökum og kanúum í átt að borpallinum í höfninni í Seattle um helgina. Mynd/AP. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur samþykkt áætlun olíufélagsins Shell um að hefja á ný boranir í sumar á heimskautasvæði djúpt undan ströndum Alaska, þrátt fyrir hörð mótmæli náttúruverndarsamtaka. Andstæðingar olíuleitarinnar brugðust við um helgina með því að róa kajökum og kanóum að borpalli á vegum Shell í höfninni í Seattle. Borsvæðið er norðan Beringssunds, í Chukchi-hafi á 71. breiddarbaug, en það er álíka norðarlega og nyrstu strandir Noregs. Norðmenn og Rússar hafa leyft olíuleit enn nær heimskautinu, eða allt norður á 73. breiddargráðu. Þess má geta að Drekasvæðið íslenska liggur á milli 67. og 69. breiddargráðu. „Við getum ekki treyst Shell fyrir heimskautasvæðum Ameríku,“ sagði formaður helstu náttúruverndarsamtaka Alaska, um leið og rifjað var upp að Shell neyddist fyrir þremur árum til að gera hlé á olíuleit á svæðinu þegar mikilvægur öryggisbúnaður stóðst ekki prófanir. Til að kóróna klúðrið strandaði svo borpallurinn þegar verið var að draga hann burt af svæðinu árið 2012. Talsmaður Shell segir samþykki Bandaríkjastjórnar mikilvægan áfanga sem sýni traust eftirlitsstofnana á áætlun fyrirtækisins. Umhverfissamtök hafa í stjórnartíð Baracks Obama ítrekað fagnað staðfestu forsetans í baráttunni fyrir því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nú gagnrýna þau Obama fyrir að opna ný svæði til olíuleitar, ekki aðeins á norðurslóðum heldur einnig í Atlantshafi og undan suðausturströndum Bandaríkjanna. Tengdar fréttir Engin olía í nyrstu holu norðurslóða Borpallur Statoil, sem liðsmenn Greenpeace hlekkjuðu sig við í Barentshafi í síðasta mánuði, fann enga olíu. 25. júní 2014 17:30 Brýna Bandaríkjastjórn til að nýta olíu norðurslóða Ráðgjafanefnd Bandaríkjastjórnar um olíumál hvetur til þess í nýrri skýrslu að olíuleit á norðurslóðum verði hraðað. 12. apríl 2015 21:15 Noregur leyfir olíuleit á 73 gráðum norður Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs hefur tilkynnt að næsta útboð sérleyfa til olíuleitar og olíuvinnslu, hið 23. í röðinni, hefjist á fyrsta fjórðungi þessa árs. 18. febrúar 2014 07:06 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur samþykkt áætlun olíufélagsins Shell um að hefja á ný boranir í sumar á heimskautasvæði djúpt undan ströndum Alaska, þrátt fyrir hörð mótmæli náttúruverndarsamtaka. Andstæðingar olíuleitarinnar brugðust við um helgina með því að róa kajökum og kanóum að borpalli á vegum Shell í höfninni í Seattle. Borsvæðið er norðan Beringssunds, í Chukchi-hafi á 71. breiddarbaug, en það er álíka norðarlega og nyrstu strandir Noregs. Norðmenn og Rússar hafa leyft olíuleit enn nær heimskautinu, eða allt norður á 73. breiddargráðu. Þess má geta að Drekasvæðið íslenska liggur á milli 67. og 69. breiddargráðu. „Við getum ekki treyst Shell fyrir heimskautasvæðum Ameríku,“ sagði formaður helstu náttúruverndarsamtaka Alaska, um leið og rifjað var upp að Shell neyddist fyrir þremur árum til að gera hlé á olíuleit á svæðinu þegar mikilvægur öryggisbúnaður stóðst ekki prófanir. Til að kóróna klúðrið strandaði svo borpallurinn þegar verið var að draga hann burt af svæðinu árið 2012. Talsmaður Shell segir samþykki Bandaríkjastjórnar mikilvægan áfanga sem sýni traust eftirlitsstofnana á áætlun fyrirtækisins. Umhverfissamtök hafa í stjórnartíð Baracks Obama ítrekað fagnað staðfestu forsetans í baráttunni fyrir því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nú gagnrýna þau Obama fyrir að opna ný svæði til olíuleitar, ekki aðeins á norðurslóðum heldur einnig í Atlantshafi og undan suðausturströndum Bandaríkjanna.
Tengdar fréttir Engin olía í nyrstu holu norðurslóða Borpallur Statoil, sem liðsmenn Greenpeace hlekkjuðu sig við í Barentshafi í síðasta mánuði, fann enga olíu. 25. júní 2014 17:30 Brýna Bandaríkjastjórn til að nýta olíu norðurslóða Ráðgjafanefnd Bandaríkjastjórnar um olíumál hvetur til þess í nýrri skýrslu að olíuleit á norðurslóðum verði hraðað. 12. apríl 2015 21:15 Noregur leyfir olíuleit á 73 gráðum norður Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs hefur tilkynnt að næsta útboð sérleyfa til olíuleitar og olíuvinnslu, hið 23. í röðinni, hefjist á fyrsta fjórðungi þessa árs. 18. febrúar 2014 07:06 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Engin olía í nyrstu holu norðurslóða Borpallur Statoil, sem liðsmenn Greenpeace hlekkjuðu sig við í Barentshafi í síðasta mánuði, fann enga olíu. 25. júní 2014 17:30
Brýna Bandaríkjastjórn til að nýta olíu norðurslóða Ráðgjafanefnd Bandaríkjastjórnar um olíumál hvetur til þess í nýrri skýrslu að olíuleit á norðurslóðum verði hraðað. 12. apríl 2015 21:15
Noregur leyfir olíuleit á 73 gráðum norður Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs hefur tilkynnt að næsta útboð sérleyfa til olíuleitar og olíuvinnslu, hið 23. í röðinni, hefjist á fyrsta fjórðungi þessa árs. 18. febrúar 2014 07:06