Staðan flókin og viðkvæm segir formaður VR Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. maí 2015 19:00 Engin niðurstaða náðist á samningafundi VR og Flóabandalagsins með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. Staðan er flókin og viðkvæm segir formaður VR. Á föstudag ákvað Starfsgreinasambandið að fresta fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum um eina viku til að gefa Samtökum atvinnulífsins tækifæri til að koma með betra tilboð en SA hafa boðið rúmlega 20 prósenta hækkun launa. Ekkert þokaðist í viðærðum BHM og ríkisins á föstudag og næstu samningafundur hefur verið boðaður á morgun. Sjö klukkustunda löngum samningafundi VR og Flóabandalagsins með Samtökum atvinnulífsins lauk á föstudag og voru fulltrúar stéttarfélaganna jákvæðir gagnvart því að niðurstaða væri innan seilingar. VR og Flóabandalagið funduðu svo aftur með SA í húsnæði ríkissáttasemjara í dag en fundinum lauk klukkan fimm án niðurstöðu. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR segir að staðan sé flókin og viðkvæm. „Við þurfum bara mikið lengri tíma til þess að geta tekið einhverja heildarmynd á þetta. Við erum hvorki bjartsýn né svartsýn en við ákváðum að hittast aftur næsta þriðjudag klukkan eitt. Við áttum fundi með okkar hópum í morgun áður en við hittumst hjá ríkissáttasemjara. Okkar mat er að við þurfum bara lengri tíma til að geta lagt mat á stöðuna,“ segir Ólafía. Eruð þið nær samningi núna en þið voruð á föstudag? „Nei, vegna þess að það vöknuðu bara miklu fleiri spurningar eftir föstudaginn þannig að ég myndi ekki segja að við séu nær samningi. Við þurfum að fara að nálgast þetta með þannig hætti, jafnvel með því að gera stöðuna ekki eins flókna eins og verið er að leggja fram af því að tíminn er að renna frá okkur.“Lítil framleiðni á Íslandi í samanburði við önnur ríki Framleiðni á Íslandi hefur oft komið til umræðunnar í tengslum við kjaramál en framleiðni á Íslandi er mjög lítil í samanburði við önnur OECD ríki. Eins og sést á þessari töflu er framleiðni á Íslandi aðeins 37 dollarar á vinnustund sem er svipað og á Ítalíu. Allar Norðurlandaþjóðirnar framleiða meira en við á hverja vinnustund. Norðmenn tróna á toppnum í framleiðni með sextíu og þrjá dollara á vinnustund í landsframleiðslu. Samtök atvinnulífsins hafa bent á að ef koma eigi til móts við kröfur verkalýðsfélaga um ríflegar launahækkanir, eins og kröfur Starfsgreinasambandsins sem hefur farið fram á 50-70 prósenta hækkun launa, þurfi að eiga sér stað framleiðniaukning í atvinnulífinu sem endurspegli þessar sömu launahækkanir. Vandamálið er hins vegar að framleiðni á Íslandi er ekki að aukast. Í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út á miðvikudag, kemur fram að Seðlabankinn spaí aðeins 1 prósents framleiðniaukningu á næsta ári. Verkfall 2016 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Engin niðurstaða náðist á samningafundi VR og Flóabandalagsins með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. Staðan er flókin og viðkvæm segir formaður VR. Á föstudag ákvað Starfsgreinasambandið að fresta fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum um eina viku til að gefa Samtökum atvinnulífsins tækifæri til að koma með betra tilboð en SA hafa boðið rúmlega 20 prósenta hækkun launa. Ekkert þokaðist í viðærðum BHM og ríkisins á föstudag og næstu samningafundur hefur verið boðaður á morgun. Sjö klukkustunda löngum samningafundi VR og Flóabandalagsins með Samtökum atvinnulífsins lauk á föstudag og voru fulltrúar stéttarfélaganna jákvæðir gagnvart því að niðurstaða væri innan seilingar. VR og Flóabandalagið funduðu svo aftur með SA í húsnæði ríkissáttasemjara í dag en fundinum lauk klukkan fimm án niðurstöðu. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR segir að staðan sé flókin og viðkvæm. „Við þurfum bara mikið lengri tíma til þess að geta tekið einhverja heildarmynd á þetta. Við erum hvorki bjartsýn né svartsýn en við ákváðum að hittast aftur næsta þriðjudag klukkan eitt. Við áttum fundi með okkar hópum í morgun áður en við hittumst hjá ríkissáttasemjara. Okkar mat er að við þurfum bara lengri tíma til að geta lagt mat á stöðuna,“ segir Ólafía. Eruð þið nær samningi núna en þið voruð á föstudag? „Nei, vegna þess að það vöknuðu bara miklu fleiri spurningar eftir föstudaginn þannig að ég myndi ekki segja að við séu nær samningi. Við þurfum að fara að nálgast þetta með þannig hætti, jafnvel með því að gera stöðuna ekki eins flókna eins og verið er að leggja fram af því að tíminn er að renna frá okkur.“Lítil framleiðni á Íslandi í samanburði við önnur ríki Framleiðni á Íslandi hefur oft komið til umræðunnar í tengslum við kjaramál en framleiðni á Íslandi er mjög lítil í samanburði við önnur OECD ríki. Eins og sést á þessari töflu er framleiðni á Íslandi aðeins 37 dollarar á vinnustund sem er svipað og á Ítalíu. Allar Norðurlandaþjóðirnar framleiða meira en við á hverja vinnustund. Norðmenn tróna á toppnum í framleiðni með sextíu og þrjá dollara á vinnustund í landsframleiðslu. Samtök atvinnulífsins hafa bent á að ef koma eigi til móts við kröfur verkalýðsfélaga um ríflegar launahækkanir, eins og kröfur Starfsgreinasambandsins sem hefur farið fram á 50-70 prósenta hækkun launa, þurfi að eiga sér stað framleiðniaukning í atvinnulífinu sem endurspegli þessar sömu launahækkanir. Vandamálið er hins vegar að framleiðni á Íslandi er ekki að aukast. Í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út á miðvikudag, kemur fram að Seðlabankinn spaí aðeins 1 prósents framleiðniaukningu á næsta ári.
Verkfall 2016 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira