Sami strætóbílstjórinn sýndi Bjarna Ben reglulega „fokk-jú“ puttann Bjarki Ármannsson skrifar 16. maí 2015 17:56 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, þurfti á tímabili stuttu eftir síðustu þingkosningar að þola ítrekuð „fokk-jú“ merki frá sama strætisvagnsstjóranum fyrir utan Stjórnarráðið. Þetta kom fram í þættinum Bakaríið sem þeir Rúnar Freyr Gíslason og Logi Bergmann Eiðsson stýra en Bjarni var gestur þáttarins í morgun. Söguna sagði Bjarni í kjölfar þess að Logi spurði hversu oft í vikunni Bjarna hefði verið sýndur puttinn. „Það var einhver strætóbílstjóri sem kom alltaf á sama tíma og ég var að koma út úr Stjórnarráðinu eftir kosningar,“ sagði Bjarni. „Hann var að keyra tólfuna og hann hafði einhverja þörf fyrir að flauta og senda fingurinn. Einhver ljóshærður náungi með sítt hár. Ég sá hann svona þrisvar eftir ríkisstjórnarfundi, þá kom tólfan og þessi með fingurinn.“ Bjarni tók fram að þetta gerðist ekki oft. Þó hafi hann og konan hans bæði lent í því sama daginn nýverið að ókunnugt fólk sýndi þeim puttann úti á götu af óljósum ástæðum. Víða var komið við í Bakaríinu og nefndi Bjarni mafíumyndina The Godfather sem uppáhaldskvikmynd sína. „Ég get horft á hana aftur og aftur,“ sagði hann. „Stundum þegar menn eru að kvarta undan stöðunni í pólítikinni, hvað allt getur verið óvægið og ósanngjarnt og eitthvað ömurlegt, þá nota ég þessa setningu úr Godfather til að róa menn: „This is the business we have chosen.““ Í þættinum ræddi Bjarni jafnframt hvort hann kysi sturtu eða bað, nefndi Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sem skemmtilegasta þingmanninn og sagði frá heimska Yorkshire Terrier hundinum Sesar, sem mátti ekki sleppa út af heimili fjölskyldu Bjarna þegar hann var yngri, svo eitthvað sé nefnt. Hlusta má á innslagið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, þurfti á tímabili stuttu eftir síðustu þingkosningar að þola ítrekuð „fokk-jú“ merki frá sama strætisvagnsstjóranum fyrir utan Stjórnarráðið. Þetta kom fram í þættinum Bakaríið sem þeir Rúnar Freyr Gíslason og Logi Bergmann Eiðsson stýra en Bjarni var gestur þáttarins í morgun. Söguna sagði Bjarni í kjölfar þess að Logi spurði hversu oft í vikunni Bjarna hefði verið sýndur puttinn. „Það var einhver strætóbílstjóri sem kom alltaf á sama tíma og ég var að koma út úr Stjórnarráðinu eftir kosningar,“ sagði Bjarni. „Hann var að keyra tólfuna og hann hafði einhverja þörf fyrir að flauta og senda fingurinn. Einhver ljóshærður náungi með sítt hár. Ég sá hann svona þrisvar eftir ríkisstjórnarfundi, þá kom tólfan og þessi með fingurinn.“ Bjarni tók fram að þetta gerðist ekki oft. Þó hafi hann og konan hans bæði lent í því sama daginn nýverið að ókunnugt fólk sýndi þeim puttann úti á götu af óljósum ástæðum. Víða var komið við í Bakaríinu og nefndi Bjarni mafíumyndina The Godfather sem uppáhaldskvikmynd sína. „Ég get horft á hana aftur og aftur,“ sagði hann. „Stundum þegar menn eru að kvarta undan stöðunni í pólítikinni, hvað allt getur verið óvægið og ósanngjarnt og eitthvað ömurlegt, þá nota ég þessa setningu úr Godfather til að róa menn: „This is the business we have chosen.““ Í þættinum ræddi Bjarni jafnframt hvort hann kysi sturtu eða bað, nefndi Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sem skemmtilegasta þingmanninn og sagði frá heimska Yorkshire Terrier hundinum Sesar, sem mátti ekki sleppa út af heimili fjölskyldu Bjarna þegar hann var yngri, svo eitthvað sé nefnt. Hlusta má á innslagið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira