Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, óskaði í morgun eftir opnum fundi í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til að ræða áform menntamálaráðherra um sameiningu framhaldsskóla á Norðurlandi. Hún gagnrýnir samráðsleysi við Alþingi og viðkomandi þingnefnd.
Fram hefur komið í fréttum undanfarið að Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hafi áform um að sameina bæði Verkmenntaskólann á Akureyri og Framhaldsskólann á Laugum og Menntaskólann á Akureyri, Menntaskólann á Tröllaskaga og Framhaldsskólann á Húsavík.
Bjarkey segir það ótækt að fara þessa leið án þess að ræða það í þinginu eða við allsherjar- og menntamálanefnd. „Það er grafalvarlegt að hæstvirtur menntamálaráðherra Illugi Gunnarsson leyfi sér að fara þessa leið án þess að ræða það í þinginu eða við allsherjar- og menntamálanefnd,“ sagði hún í störfum þingsins á miðvikudag.
Sameiningaráform verði rædd í þingnefnd
Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
