Danska verktakafyrirtækið Per Aarsleff AS hefur keypt Ístak Ísland af Ístaki hf, dótturfélagi Landsbankans. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Per Aarsleff AS er rótgróið og sterkt félag sem er skráð á Nasdaq OMX Copenhagen. Árstekjur félagsins nema jafnvirði um 170 milljarða íslenskra króna. Félagið sinnir verktöku í mörgum löndum meðal annars á Grænlandi og nú einnig á Íslandi. Starfsmenn eru um 4.500 talsins.
Ístak Ísland ehf. byggir starfsemi sína á 45 ára reynslu Ístaks á Íslandi, Noregi, Grænlandi og í Færeyjum. Markaðssvæði Ístaks Íslands ehf. er Ísland, Grænland og Færeyjar. Félagið sérhæfir sig í verktöku á sviði virkjana, jarðgangna, hafnarmannvirkja, stærri iðnaðarmannvirkja og stálsmíði og er einn fárra innlendra valkosta þegar kemur að framkvæmdum og þjónustu við virkjanir og stóriðju.
Danskt fyrirtæki kaupir Ístak Ísland
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur
Viðskipti innlent

Varað við svörtum eldhúsáhöldum
Neytendur

Segja upp 52 sjómönnum
Viðskipti innlent


Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási
Viðskipti innlent

Segir skilið við Grillmarkaðinn
Viðskipti innlent


Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri
Viðskipti innlent

Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum
Atvinnulíf
