Bjarni vill breytingar: „Menn mala fram á nótt“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2015 13:51 Bjarni Benediktsson telur að með breytingunum megi færa þingstörfin nær því sem þekkist víða erlendis. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segist vilja gera umbætur á þingsköpum í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segist sannfærður um að þess sé þörf til að gera starf þingsins skilvirkara og auka afköst þess. „Við þurfum að horfast í augu við að núgildandi reglur bjóða heim hættunni á að þegar ágreiningur ríkir um mál leysist þingið upp í opinn vettvang fyrir rifrildi sem engu skilar fyrir samfélagið. Það leiðir aftur til þess að dregur úr virðingu fyrir þingstörfunum,“ segir Bjarni í færslunni. „Menn mala fram á nótt, taka marga þingdaga í að ræða tiltölulega einföld mál til að styrkja stöðu sína þegar dregur nær þinglokum. Við erum í þessum sporum í dag. Einu sinni enn.“ Bjarni segist ekki vera að hnýta í stjórnarandstöðuna með færslu sinni og því ekki að saka hana um að „gera annað en ég hefði mögulega gert við sömu aðstæður og við sömu reglur,“ eins og hann kemst að orði. Hann leggur þá til fjórar breytingar á þingstörfum sem hann telur að þingheimur eigi að hugleiða. 1. Mál fái ákveðinn takmarkaðan tíma til umræðu. 2. Völd forseta til að stjórna þingstörfum aukin. 3. Minnihlutavernd aukin til jafnvægis við 1 og 2. 4. Mál sem ekki er lokið á þingvetri lifi áfram innan kjörtímabils – sem ekki verður hrint í framkvæmd án stjórnarskrárbreytingar. Með þessum breytingum telur Bjarni að færa megi þingstörfin nær því sem þekkist víða erlendis. „Það er ekkert eðlilegt við fyrirkomulag sem hefur hvata til að tefja og draga afgreiðslu allra mála þannig að semja þurfi að vori um þau mál sem ,,má" greiða atkvæði um. Önnur falli niður,“ segir Bjarni. Þetta leiði þá til þess að lengja þurfi þingstörfin svo að þingheimur haldi ekki starfsáætlun. „Við erum tiltölulega fámenn þjóð. Það á ekki að vera flóknara hér á landi en hjá mun fjölmennari þjóðum að nota almanaksárið til að ljúka helstu lagabreytingum sem meirihluti er fyrir hjá lýðræðislega kjörnu þingi,“ segir Bjarni. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segist vilja gera umbætur á þingsköpum í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segist sannfærður um að þess sé þörf til að gera starf þingsins skilvirkara og auka afköst þess. „Við þurfum að horfast í augu við að núgildandi reglur bjóða heim hættunni á að þegar ágreiningur ríkir um mál leysist þingið upp í opinn vettvang fyrir rifrildi sem engu skilar fyrir samfélagið. Það leiðir aftur til þess að dregur úr virðingu fyrir þingstörfunum,“ segir Bjarni í færslunni. „Menn mala fram á nótt, taka marga þingdaga í að ræða tiltölulega einföld mál til að styrkja stöðu sína þegar dregur nær þinglokum. Við erum í þessum sporum í dag. Einu sinni enn.“ Bjarni segist ekki vera að hnýta í stjórnarandstöðuna með færslu sinni og því ekki að saka hana um að „gera annað en ég hefði mögulega gert við sömu aðstæður og við sömu reglur,“ eins og hann kemst að orði. Hann leggur þá til fjórar breytingar á þingstörfum sem hann telur að þingheimur eigi að hugleiða. 1. Mál fái ákveðinn takmarkaðan tíma til umræðu. 2. Völd forseta til að stjórna þingstörfum aukin. 3. Minnihlutavernd aukin til jafnvægis við 1 og 2. 4. Mál sem ekki er lokið á þingvetri lifi áfram innan kjörtímabils – sem ekki verður hrint í framkvæmd án stjórnarskrárbreytingar. Með þessum breytingum telur Bjarni að færa megi þingstörfin nær því sem þekkist víða erlendis. „Það er ekkert eðlilegt við fyrirkomulag sem hefur hvata til að tefja og draga afgreiðslu allra mála þannig að semja þurfi að vori um þau mál sem ,,má" greiða atkvæði um. Önnur falli niður,“ segir Bjarni. Þetta leiði þá til þess að lengja þurfi þingstörfin svo að þingheimur haldi ekki starfsáætlun. „Við erum tiltölulega fámenn þjóð. Það á ekki að vera flóknara hér á landi en hjá mun fjölmennari þjóðum að nota almanaksárið til að ljúka helstu lagabreytingum sem meirihluti er fyrir hjá lýðræðislega kjörnu þingi,“ segir Bjarni.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira