Bjarni vill breytingar: „Menn mala fram á nótt“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2015 13:51 Bjarni Benediktsson telur að með breytingunum megi færa þingstörfin nær því sem þekkist víða erlendis. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segist vilja gera umbætur á þingsköpum í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segist sannfærður um að þess sé þörf til að gera starf þingsins skilvirkara og auka afköst þess. „Við þurfum að horfast í augu við að núgildandi reglur bjóða heim hættunni á að þegar ágreiningur ríkir um mál leysist þingið upp í opinn vettvang fyrir rifrildi sem engu skilar fyrir samfélagið. Það leiðir aftur til þess að dregur úr virðingu fyrir þingstörfunum,“ segir Bjarni í færslunni. „Menn mala fram á nótt, taka marga þingdaga í að ræða tiltölulega einföld mál til að styrkja stöðu sína þegar dregur nær þinglokum. Við erum í þessum sporum í dag. Einu sinni enn.“ Bjarni segist ekki vera að hnýta í stjórnarandstöðuna með færslu sinni og því ekki að saka hana um að „gera annað en ég hefði mögulega gert við sömu aðstæður og við sömu reglur,“ eins og hann kemst að orði. Hann leggur þá til fjórar breytingar á þingstörfum sem hann telur að þingheimur eigi að hugleiða. 1. Mál fái ákveðinn takmarkaðan tíma til umræðu. 2. Völd forseta til að stjórna þingstörfum aukin. 3. Minnihlutavernd aukin til jafnvægis við 1 og 2. 4. Mál sem ekki er lokið á þingvetri lifi áfram innan kjörtímabils – sem ekki verður hrint í framkvæmd án stjórnarskrárbreytingar. Með þessum breytingum telur Bjarni að færa megi þingstörfin nær því sem þekkist víða erlendis. „Það er ekkert eðlilegt við fyrirkomulag sem hefur hvata til að tefja og draga afgreiðslu allra mála þannig að semja þurfi að vori um þau mál sem ,,má" greiða atkvæði um. Önnur falli niður,“ segir Bjarni. Þetta leiði þá til þess að lengja þurfi þingstörfin svo að þingheimur haldi ekki starfsáætlun. „Við erum tiltölulega fámenn þjóð. Það á ekki að vera flóknara hér á landi en hjá mun fjölmennari þjóðum að nota almanaksárið til að ljúka helstu lagabreytingum sem meirihluti er fyrir hjá lýðræðislega kjörnu þingi,“ segir Bjarni. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segist vilja gera umbætur á þingsköpum í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segist sannfærður um að þess sé þörf til að gera starf þingsins skilvirkara og auka afköst þess. „Við þurfum að horfast í augu við að núgildandi reglur bjóða heim hættunni á að þegar ágreiningur ríkir um mál leysist þingið upp í opinn vettvang fyrir rifrildi sem engu skilar fyrir samfélagið. Það leiðir aftur til þess að dregur úr virðingu fyrir þingstörfunum,“ segir Bjarni í færslunni. „Menn mala fram á nótt, taka marga þingdaga í að ræða tiltölulega einföld mál til að styrkja stöðu sína þegar dregur nær þinglokum. Við erum í þessum sporum í dag. Einu sinni enn.“ Bjarni segist ekki vera að hnýta í stjórnarandstöðuna með færslu sinni og því ekki að saka hana um að „gera annað en ég hefði mögulega gert við sömu aðstæður og við sömu reglur,“ eins og hann kemst að orði. Hann leggur þá til fjórar breytingar á þingstörfum sem hann telur að þingheimur eigi að hugleiða. 1. Mál fái ákveðinn takmarkaðan tíma til umræðu. 2. Völd forseta til að stjórna þingstörfum aukin. 3. Minnihlutavernd aukin til jafnvægis við 1 og 2. 4. Mál sem ekki er lokið á þingvetri lifi áfram innan kjörtímabils – sem ekki verður hrint í framkvæmd án stjórnarskrárbreytingar. Með þessum breytingum telur Bjarni að færa megi þingstörfin nær því sem þekkist víða erlendis. „Það er ekkert eðlilegt við fyrirkomulag sem hefur hvata til að tefja og draga afgreiðslu allra mála þannig að semja þurfi að vori um þau mál sem ,,má" greiða atkvæði um. Önnur falli niður,“ segir Bjarni. Þetta leiði þá til þess að lengja þurfi þingstörfin svo að þingheimur haldi ekki starfsáætlun. „Við erum tiltölulega fámenn þjóð. Það á ekki að vera flóknara hér á landi en hjá mun fjölmennari þjóðum að nota almanaksárið til að ljúka helstu lagabreytingum sem meirihluti er fyrir hjá lýðræðislega kjörnu þingi,“ segir Bjarni.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira