Bjarni vill breytingar: „Menn mala fram á nótt“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2015 13:51 Bjarni Benediktsson telur að með breytingunum megi færa þingstörfin nær því sem þekkist víða erlendis. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segist vilja gera umbætur á þingsköpum í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segist sannfærður um að þess sé þörf til að gera starf þingsins skilvirkara og auka afköst þess. „Við þurfum að horfast í augu við að núgildandi reglur bjóða heim hættunni á að þegar ágreiningur ríkir um mál leysist þingið upp í opinn vettvang fyrir rifrildi sem engu skilar fyrir samfélagið. Það leiðir aftur til þess að dregur úr virðingu fyrir þingstörfunum,“ segir Bjarni í færslunni. „Menn mala fram á nótt, taka marga þingdaga í að ræða tiltölulega einföld mál til að styrkja stöðu sína þegar dregur nær þinglokum. Við erum í þessum sporum í dag. Einu sinni enn.“ Bjarni segist ekki vera að hnýta í stjórnarandstöðuna með færslu sinni og því ekki að saka hana um að „gera annað en ég hefði mögulega gert við sömu aðstæður og við sömu reglur,“ eins og hann kemst að orði. Hann leggur þá til fjórar breytingar á þingstörfum sem hann telur að þingheimur eigi að hugleiða. 1. Mál fái ákveðinn takmarkaðan tíma til umræðu. 2. Völd forseta til að stjórna þingstörfum aukin. 3. Minnihlutavernd aukin til jafnvægis við 1 og 2. 4. Mál sem ekki er lokið á þingvetri lifi áfram innan kjörtímabils – sem ekki verður hrint í framkvæmd án stjórnarskrárbreytingar. Með þessum breytingum telur Bjarni að færa megi þingstörfin nær því sem þekkist víða erlendis. „Það er ekkert eðlilegt við fyrirkomulag sem hefur hvata til að tefja og draga afgreiðslu allra mála þannig að semja þurfi að vori um þau mál sem ,,má" greiða atkvæði um. Önnur falli niður,“ segir Bjarni. Þetta leiði þá til þess að lengja þurfi þingstörfin svo að þingheimur haldi ekki starfsáætlun. „Við erum tiltölulega fámenn þjóð. Það á ekki að vera flóknara hér á landi en hjá mun fjölmennari þjóðum að nota almanaksárið til að ljúka helstu lagabreytingum sem meirihluti er fyrir hjá lýðræðislega kjörnu þingi,“ segir Bjarni. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segist vilja gera umbætur á þingsköpum í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segist sannfærður um að þess sé þörf til að gera starf þingsins skilvirkara og auka afköst þess. „Við þurfum að horfast í augu við að núgildandi reglur bjóða heim hættunni á að þegar ágreiningur ríkir um mál leysist þingið upp í opinn vettvang fyrir rifrildi sem engu skilar fyrir samfélagið. Það leiðir aftur til þess að dregur úr virðingu fyrir þingstörfunum,“ segir Bjarni í færslunni. „Menn mala fram á nótt, taka marga þingdaga í að ræða tiltölulega einföld mál til að styrkja stöðu sína þegar dregur nær þinglokum. Við erum í þessum sporum í dag. Einu sinni enn.“ Bjarni segist ekki vera að hnýta í stjórnarandstöðuna með færslu sinni og því ekki að saka hana um að „gera annað en ég hefði mögulega gert við sömu aðstæður og við sömu reglur,“ eins og hann kemst að orði. Hann leggur þá til fjórar breytingar á þingstörfum sem hann telur að þingheimur eigi að hugleiða. 1. Mál fái ákveðinn takmarkaðan tíma til umræðu. 2. Völd forseta til að stjórna þingstörfum aukin. 3. Minnihlutavernd aukin til jafnvægis við 1 og 2. 4. Mál sem ekki er lokið á þingvetri lifi áfram innan kjörtímabils – sem ekki verður hrint í framkvæmd án stjórnarskrárbreytingar. Með þessum breytingum telur Bjarni að færa megi þingstörfin nær því sem þekkist víða erlendis. „Það er ekkert eðlilegt við fyrirkomulag sem hefur hvata til að tefja og draga afgreiðslu allra mála þannig að semja þurfi að vori um þau mál sem ,,má" greiða atkvæði um. Önnur falli niður,“ segir Bjarni. Þetta leiði þá til þess að lengja þurfi þingstörfin svo að þingheimur haldi ekki starfsáætlun. „Við erum tiltölulega fámenn þjóð. Það á ekki að vera flóknara hér á landi en hjá mun fjölmennari þjóðum að nota almanaksárið til að ljúka helstu lagabreytingum sem meirihluti er fyrir hjá lýðræðislega kjörnu þingi,“ segir Bjarni.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent