Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra upplýsti í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að samkomulag hefði tekist milli Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra og meirihluta atvinnuveganefndar um að fallið yrði frá að hafa Hagavatnsvirkjun meðal þeirra virkjanakosta sem nefndin leggur til að færðir verði úr biðflokki rammaáætlunar í nýtingarflokk. Þetta er sá virkjanakostur sem umhverfisráðherra hefur opinberlega sett fram athugasemdir við.
Eftir standa hins vegar þrír virkjanakostir sem ekki voru í upprunalegri þingsályktun fyrrverandi umhverfisráðherra, en heitar umræður áttu sér stað um þessi mál á Alþingi í morgun. Umræðunum verður framhaldið í dag þriðja daginn í röð, en einungis fimm þingfundardagar eru eftir eftir á vorþingi.
Eftir standa hins vegar þrír virkjanakostir sem ekki voru í upprunalegri þingsályktun fyrrverandi umhverfisráðherra, en heitar umræður áttu sér stað um þessi mál á Alþingi í morgun. Umræðunum verður framhaldið í dag þriðja daginn í röð, en einungis fimm þingfundardagar eru eftir eftir á vorþingi.