BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs ingvar haraldsson skrifar 15. maí 2015 11:12 Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. Samkeppniseftirlitið hefur sektað BYKO um 650 milljónir króna vegna brota gegn samkeppnislögum og EES-samningnum með umfangsmiklu ólögmætu samráði við gömlu Húsasmiðjuna. Brotið er m.a. sagt hafa falið í sér reglubundin, yfirleitt vikuleg, samskipti við gömlu Húsasmiðjuna um verð, birgðastöðu o.fl. í því skyni að hækka verð/vinna gegn verðlækkunum á svonefndum grófvörum (grófvörur eru t.d. timbur, steinull og stál). Þá hafi BYKO og gamla Húsasmiðjan haft með sér samráð um að hækka verð í öllum tilboðum á grófvöru í áföngum auk þess að vinna gegn verðsamkeppni í sölu á gagnvörðu timbri (pallaefni) á aðalsölutíma þeirrar vöru og reyna þess í stað að hækka verð. Fyrirtækin hafi einnig átti í samráði um að hækka verð á miðstöðvarofnum auk þess að hafa gert sameiginlega tilraun til að fá Múrbúðina til að taka þátt í samráði um verð á grófvöru og með því að hafa ákveðið með Byko að fylgjast með aðgerðum Múrbúðarinnar á markaðnum. Samkeppniseftirlitið telur að brot Byko séu mjög alvarleg og hafi verið framin af ásetningi. Þau hafi verið til þess fallin að valda húsbyggjendum og almenningi öllum umtalsverðu tjóni. Samkeppniseftirlitsins telur að hæfileg sekt vegna þessa sé 650 milljónir króna. Til að stuðla m.a. að því að brot af þessu tagi verði ekki framin innan þeirrar samstæðu sem Byko tilheyrir er sektin lögð á móðurfélag Byko, Norvík.Steinull sektuð um 20 milljónir króna Í ákvörðun sinni kemst Samkeppniseftirlitið einnig að þeirri niðurstöðu að Steinull hafi brotið gegn skilyrðum í ákvörðun samkeppnisráðs nr. 19/2002, m.a. með því að veita Húsasmiðjunni upplýsingar um viðskiptakjör Múrbúðarinnar. Umrædd skilyrði voru sett vegna kaupa Byko, Húsasmiðjunnar og Kaupfélags Skagfirðinga á eignarhlutum í Steinullarverksmiðjunni hf. (nú Steinull hf.). Skilyrðunum var ætlað að vinna gegn því að sameiginleg eignaraðild Byko og Húsasmiðjunnar að Steinull myndi takmarka samkeppni. Samkeppniseftirlitið telur hæfilegt að leggja 20 milljón króna stjórnvaldssekt á Steinull vegna þessa. Samkeppniseftirlitið bendir á að brot þessa máls tengist ekki núverandi rekstraraðilum Húsasmiðjunnar. Rannsókn á þætti Húsasmiðjunnar í málinu afi lokið í júlí á síðasta ári. Með sátt, dags. 9. júlí 2014, hafi fyrrum rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf ,viðurkenndt að gamla Húsasmiðjan hefði átt í ólögmætu samráði við Byko með þeim hætti sem lýst er í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem gefin er út í dag. Þá hafi einnig verið viðurkennt að gamla Húsasmiðjan hefði og brotið gegn fyrrgreindri ákvörðun samkeppnisráðs nr. 19/2002, m.a. með því að hafa beitt sér gagnvart Steinull til að koma í veg fyrir að Múrbúðin fengi ákveðin viðskiptakjör. Jafnframt var stjórnvaldssekt greidd vegna brotanna. Þá gerði núverandi rekstraraðili Húsasmiðjunnar sátt við Samkeppniseftirlitið sama dag, þar sem Húsasmiðjan skuldbatt sig til að grípa til aðgerða til að tryggja að umrædd brot endurtækju sig ekki. Tengdar fréttir Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið „Þetta hefur líka áhrif á fjölskyldu manns þegar svona gerist,” sagði verðkannarinn Húsasmiðjunnar sem ákærður er ásamt ellefu öðrum fyrir verðsamráð. 12. febrúar 2015 11:26 Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04 Ellefu af tólf sýknaðir í verðsamráðsmáli Dómur var kveðinn upp í verðsamráðsmáli starfsmanna Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins í dag. 9. apríl 2015 15:12 Beittu Steinullarverksmiðjunni gegn Múrbúðinni Fyrri eigendur Húsasmiðjunar viðurkenndu að hafa brotið gegn skilyrðum sem sett voru af samkeppnisráði, um að eigendur Steinullarverksmiðjunnar mættu ekki beita sér gegn samkeppni. 12. júlí 2014 19:47 Segja lítil merki um lækkanir á byggingavörum ASÍ hefur fylgst með verðinu á byggingavörum vegna afnáms vörugjalda og lækkunar á virðisaukaskatti. 11. maí 2015 10:45 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur sektað BYKO um 650 milljónir króna vegna brota gegn samkeppnislögum og EES-samningnum með umfangsmiklu ólögmætu samráði við gömlu Húsasmiðjuna. Brotið er m.a. sagt hafa falið í sér reglubundin, yfirleitt vikuleg, samskipti við gömlu Húsasmiðjuna um verð, birgðastöðu o.fl. í því skyni að hækka verð/vinna gegn verðlækkunum á svonefndum grófvörum (grófvörur eru t.d. timbur, steinull og stál). Þá hafi BYKO og gamla Húsasmiðjan haft með sér samráð um að hækka verð í öllum tilboðum á grófvöru í áföngum auk þess að vinna gegn verðsamkeppni í sölu á gagnvörðu timbri (pallaefni) á aðalsölutíma þeirrar vöru og reyna þess í stað að hækka verð. Fyrirtækin hafi einnig átti í samráði um að hækka verð á miðstöðvarofnum auk þess að hafa gert sameiginlega tilraun til að fá Múrbúðina til að taka þátt í samráði um verð á grófvöru og með því að hafa ákveðið með Byko að fylgjast með aðgerðum Múrbúðarinnar á markaðnum. Samkeppniseftirlitið telur að brot Byko séu mjög alvarleg og hafi verið framin af ásetningi. Þau hafi verið til þess fallin að valda húsbyggjendum og almenningi öllum umtalsverðu tjóni. Samkeppniseftirlitsins telur að hæfileg sekt vegna þessa sé 650 milljónir króna. Til að stuðla m.a. að því að brot af þessu tagi verði ekki framin innan þeirrar samstæðu sem Byko tilheyrir er sektin lögð á móðurfélag Byko, Norvík.Steinull sektuð um 20 milljónir króna Í ákvörðun sinni kemst Samkeppniseftirlitið einnig að þeirri niðurstöðu að Steinull hafi brotið gegn skilyrðum í ákvörðun samkeppnisráðs nr. 19/2002, m.a. með því að veita Húsasmiðjunni upplýsingar um viðskiptakjör Múrbúðarinnar. Umrædd skilyrði voru sett vegna kaupa Byko, Húsasmiðjunnar og Kaupfélags Skagfirðinga á eignarhlutum í Steinullarverksmiðjunni hf. (nú Steinull hf.). Skilyrðunum var ætlað að vinna gegn því að sameiginleg eignaraðild Byko og Húsasmiðjunnar að Steinull myndi takmarka samkeppni. Samkeppniseftirlitið telur hæfilegt að leggja 20 milljón króna stjórnvaldssekt á Steinull vegna þessa. Samkeppniseftirlitið bendir á að brot þessa máls tengist ekki núverandi rekstraraðilum Húsasmiðjunnar. Rannsókn á þætti Húsasmiðjunnar í málinu afi lokið í júlí á síðasta ári. Með sátt, dags. 9. júlí 2014, hafi fyrrum rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf ,viðurkenndt að gamla Húsasmiðjan hefði átt í ólögmætu samráði við Byko með þeim hætti sem lýst er í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem gefin er út í dag. Þá hafi einnig verið viðurkennt að gamla Húsasmiðjan hefði og brotið gegn fyrrgreindri ákvörðun samkeppnisráðs nr. 19/2002, m.a. með því að hafa beitt sér gagnvart Steinull til að koma í veg fyrir að Múrbúðin fengi ákveðin viðskiptakjör. Jafnframt var stjórnvaldssekt greidd vegna brotanna. Þá gerði núverandi rekstraraðili Húsasmiðjunnar sátt við Samkeppniseftirlitið sama dag, þar sem Húsasmiðjan skuldbatt sig til að grípa til aðgerða til að tryggja að umrædd brot endurtækju sig ekki.
Tengdar fréttir Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið „Þetta hefur líka áhrif á fjölskyldu manns þegar svona gerist,” sagði verðkannarinn Húsasmiðjunnar sem ákærður er ásamt ellefu öðrum fyrir verðsamráð. 12. febrúar 2015 11:26 Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04 Ellefu af tólf sýknaðir í verðsamráðsmáli Dómur var kveðinn upp í verðsamráðsmáli starfsmanna Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins í dag. 9. apríl 2015 15:12 Beittu Steinullarverksmiðjunni gegn Múrbúðinni Fyrri eigendur Húsasmiðjunar viðurkenndu að hafa brotið gegn skilyrðum sem sett voru af samkeppnisráði, um að eigendur Steinullarverksmiðjunnar mættu ekki beita sér gegn samkeppni. 12. júlí 2014 19:47 Segja lítil merki um lækkanir á byggingavörum ASÍ hefur fylgst með verðinu á byggingavörum vegna afnáms vörugjalda og lækkunar á virðisaukaskatti. 11. maí 2015 10:45 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið „Þetta hefur líka áhrif á fjölskyldu manns þegar svona gerist,” sagði verðkannarinn Húsasmiðjunnar sem ákærður er ásamt ellefu öðrum fyrir verðsamráð. 12. febrúar 2015 11:26
Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04
Ellefu af tólf sýknaðir í verðsamráðsmáli Dómur var kveðinn upp í verðsamráðsmáli starfsmanna Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins í dag. 9. apríl 2015 15:12
Beittu Steinullarverksmiðjunni gegn Múrbúðinni Fyrri eigendur Húsasmiðjunar viðurkenndu að hafa brotið gegn skilyrðum sem sett voru af samkeppnisráði, um að eigendur Steinullarverksmiðjunnar mættu ekki beita sér gegn samkeppni. 12. júlí 2014 19:47
Segja lítil merki um lækkanir á byggingavörum ASÍ hefur fylgst með verðinu á byggingavörum vegna afnáms vörugjalda og lækkunar á virðisaukaskatti. 11. maí 2015 10:45