Sendir skömmina heim: Getur ekki séð sér og börnum sínum farboða Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. maí 2015 07:45 Jóhanna er ein af fjölmörgum starfsmönnum í heilbrigðiskerfinu sem eru í verkfalli. Vísir „Menntun er mjög beitt vopn og misvitrir ráðamenn hræðast það að lýðurinn sé upplýstur og taki afstöðu og láti ekki bjóða sér hvað sem er,“ sagði Jóhanna Marín Jónsdóttir, sjúkraþjálfari, í skoðanagrein á Vísi í gær. Hún segir menntun eiga stóran þátt í því að samfélagið okkar sé friðsælt og umburðarlynt. Jóhanna segir í greininni að hún ætli að ljóstra upp um hræðilegt leyndarmál eftir andvökunótt.Vill losna undan skömm sem ekki er hennar að bera „Létta af mér skömminni. Koma skömminni á réttan stað eins og þegar ég opinberaði það að ég hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi sem barn, af hálfu nágranna míns, þegar umræðan stóð sem hæst um það málefni fyrir nokkrum misserum síðan.“ Hún öðlaðist þá kjark til þess að losa sig undan oki áratuga skammar yfir því sem hún átti enga sök á. Nú segist Jóhanna finna fyrir sömu löngunar til að létta af sér skömm sem hvílt hefur á henni í mörg ár. Skömm hennar, sem hefur bæði rænt hana friði og haft áhrif á sjálfsmynd hennar, er að hafa ekki getað séð sér og börnum sínum farboða á sómasamlegan hátt „þrátt fyrir að hafa brotist til mennta og trúað því að menntunin myndi skila sér í bættum lífskjörum fyrir mig og fjölskyldu mína.“Sjá einnig: Verkfall BHM mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi HSUHefur 280 þúsund krónur til ráðstöfunar á mánuði Jóhanna er ein fjölmargra sjúkraþjálfara sem hafa verið í verkfalli síðan 9. apríl ásamt öðrum aðildarfélögum BHM. Hún telur Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, ekki fara með rétt mál þegar kemur að launakröfum aðildarfélaga BHM. Hún segist vera með rétt um 460 þúsund krónur á mánuði sem merki að hún hafi 280 þúsund krónur til ráðstöfunar á mánuði. Ekki sér fyrir endann á verkfallinu. „Ég vil taka það fram að ég er með betri laun en margir sem ég þekki og vinna til dæmis á Landspítalanum með sambærilega menntun og starfsreynslu.“ Greinin hefur fengið mikla athygli en í morgun, degi eftir að hún birtist, var hún komin með 1,2 þúsund deilingar.Hagstjórnin ekki í lagi ef mannsæmandi laun ógna efnahagslegum stöðugleika „Það er skammarlegt að það fólk sem þjóðin kaus yfir sig til að stjórna landinu, skuli leyfa sér að láta það út úr sér að ef við fáum mannsæmandi laun og að menntun sé metin til launa þá ógni það efnahagslegum stöðugleika. Við vitum betur. Það er hagstjórnin sem ekki er í lagi.“ Að lokum hvetur hún alla til að standa saman. „Nú ríður á að standa þétt saman og láta ekki einhverja pólitíska frasa slá okkur út af laginu. Hér þarf að leiðrétta misrétti sem hefur þróast undanfarin ár og áratugi.“ Grein Jóhönnu má lesa í heild sinni hér. Verkfall 2016 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
„Menntun er mjög beitt vopn og misvitrir ráðamenn hræðast það að lýðurinn sé upplýstur og taki afstöðu og láti ekki bjóða sér hvað sem er,“ sagði Jóhanna Marín Jónsdóttir, sjúkraþjálfari, í skoðanagrein á Vísi í gær. Hún segir menntun eiga stóran þátt í því að samfélagið okkar sé friðsælt og umburðarlynt. Jóhanna segir í greininni að hún ætli að ljóstra upp um hræðilegt leyndarmál eftir andvökunótt.Vill losna undan skömm sem ekki er hennar að bera „Létta af mér skömminni. Koma skömminni á réttan stað eins og þegar ég opinberaði það að ég hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi sem barn, af hálfu nágranna míns, þegar umræðan stóð sem hæst um það málefni fyrir nokkrum misserum síðan.“ Hún öðlaðist þá kjark til þess að losa sig undan oki áratuga skammar yfir því sem hún átti enga sök á. Nú segist Jóhanna finna fyrir sömu löngunar til að létta af sér skömm sem hvílt hefur á henni í mörg ár. Skömm hennar, sem hefur bæði rænt hana friði og haft áhrif á sjálfsmynd hennar, er að hafa ekki getað séð sér og börnum sínum farboða á sómasamlegan hátt „þrátt fyrir að hafa brotist til mennta og trúað því að menntunin myndi skila sér í bættum lífskjörum fyrir mig og fjölskyldu mína.“Sjá einnig: Verkfall BHM mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi HSUHefur 280 þúsund krónur til ráðstöfunar á mánuði Jóhanna er ein fjölmargra sjúkraþjálfara sem hafa verið í verkfalli síðan 9. apríl ásamt öðrum aðildarfélögum BHM. Hún telur Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, ekki fara með rétt mál þegar kemur að launakröfum aðildarfélaga BHM. Hún segist vera með rétt um 460 þúsund krónur á mánuði sem merki að hún hafi 280 þúsund krónur til ráðstöfunar á mánuði. Ekki sér fyrir endann á verkfallinu. „Ég vil taka það fram að ég er með betri laun en margir sem ég þekki og vinna til dæmis á Landspítalanum með sambærilega menntun og starfsreynslu.“ Greinin hefur fengið mikla athygli en í morgun, degi eftir að hún birtist, var hún komin með 1,2 þúsund deilingar.Hagstjórnin ekki í lagi ef mannsæmandi laun ógna efnahagslegum stöðugleika „Það er skammarlegt að það fólk sem þjóðin kaus yfir sig til að stjórna landinu, skuli leyfa sér að láta það út úr sér að ef við fáum mannsæmandi laun og að menntun sé metin til launa þá ógni það efnahagslegum stöðugleika. Við vitum betur. Það er hagstjórnin sem ekki er í lagi.“ Að lokum hvetur hún alla til að standa saman. „Nú ríður á að standa þétt saman og láta ekki einhverja pólitíska frasa slá okkur út af laginu. Hér þarf að leiðrétta misrétti sem hefur þróast undanfarin ár og áratugi.“ Grein Jóhönnu má lesa í heild sinni hér.
Verkfall 2016 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira