Erlent

Blússöngvarinn B.B. King er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
B.B. King á tónleikum í París árið 1989.
B.B. King á tónleikum í París árið 1989. Vísir/AFP
Bandaríski blússöngvarinn B.B. King er látinn, 89 ára að aldri.

Hann er hvað þekktastur fyrir lög sín eins og Lucille, Sweet Black Angel og Rock Me Baby, en kom einnig fram með fjölmörgum öðrum tónlistarmönnum og sveitum eins og Eric Clapton og U2.

King fæddist í Mississippi árið 1925 og kom fyrst fram á fimmta áratug síðustu aldar.

Tónlistartímaritið Rollong Stone setti King eitt sinn í þriðja sæti á lista yfir bestu gítarleikara allra tíma, á eftir Jimi Hendrix og Duane Allman.

Í frétt BBC segir að King hafi verið duglegur að halda tónleika og fyrir einungis nokkrum árum hélt hann að jafnaði um hundrað tónleika á ári.

King, sem hafði átt við vanheilsu að stríða síðustu mánuði lést í svefni í Las Vegas.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×