„Rétt að færa alla átta kostina í nýtingarflokk“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2015 22:27 Gústaf Adolf Skúlason er framkvæmdastjóri Samorku. Vísir/ANton Samorka, Samtök orku- og veitufyrirtækja, segja að forsenda sáttar um rammaáætlun hefði falist í því að fylgja eftir niðurstöðum verkefnisstjórnar 2. áfanga áætlunarinnar. Við afgreiðslu þess þess áfanga voru sex orkukostir færðir úr nýtingarflokki í biðflokk. „Áður höfðu tólf orkukostir verið færðir í átt frá nýtingu til verndar í lokuðu ferli innan tveggja ráðuneyta.“ Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samorku. „Samorka hefur ítrekað gagnrýnt þessa meðhöndlun á faglegum niðurstöðum 2. áfanga verkefnisstjórnar. Undir þá gagnrýni hafa ýmsir aðrir tekið, t.d. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands. Samorka hefur þó aldrei haldið því fram að Alþingi hefði ekki lagalega heimild til að gera umræddar breytingar. Forsenda sáttar um málaflokkinn hefði hins vegar, að mati Samorku, falist í því að fylgt yrði faglegum niðurstöðum verkefnisstjórnar 2. áfanga rammaáætlunar,“ segir í tilkynningunni. Samkvæmt breytingartillögu við þingsályktunartillöguna sem nú er til umfjöllunar á Alþingi verða Hvammsvirkjun, Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Hágönguvirkjun I og II, Skrokkölduvirkjun, Hagavatnsvirkjun og Hólmsárvirkjun við Atley færðar í nýtingarflokk.Rétt að færa alla í nýtingarflokk „Að mati Samorku væri rétt að færa alla átta kostina í nýtingarflokk, en sex þeirra hafði þegar verið raðað þangað fyrir afgreiðslu Alþingis í janúar 2013 og um hina tvo gilda afar sérstakar aðstæður og ekki efni til að viðkomandi kostum sé haldið í biðstöðu til fjölda ára.“ Þar að auki minna samtökin á að röðun orkukosts í nýtingarflokk rammaáætlunar þýði ekki að hafist verði handa við að virkja. „Að lokinni röðun í nýtingarflokk tekur við vandað, faglegt og lýðræðislegt stjórnsýsluferli mats á umhverfisáhrifum framkvæmda, auk skipulagsferla og ferla leyfisveitinga. Út úr þeim ferlum getur hæglega komið sú niðurstaða að ekkert verði af umræddum framkvæmdum, eða að á upphaflegum hugmyndum verði gerðar verulegar breytingar og kveðið á um að grípa þurfi til ýmiss konar mótvægisaðgerða.“ „Hið sama á raunar við um röðun í verndarflokk rammaáætlunar. Sú röðun hefur í för með sér að hefja eigi undirbúning friðlýsingar á grundvelli laga um náttúruvernd eða á grundvelli þjóðminjalaga. Einnig þar er um að ræða vandað og lýðræðislegt stjórnsýsluferli.“ Alþingi Tengdar fréttir Landvernd krefst þess að virkjanatillaga verði dregin til baka Nokkur hundruð manns mættu á mótmælafund Landverndar á Austurvelli síðdegis og krefst þess að tillaga um virkjanir verði dregin til baka. 13. maí 2015 20:34 Gruna að öfl á Alþingi vilji koma rammaáætlun fyrir kattarnef Landvernd boðar til mótmæla á Austurvelli í dag vegna tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um fjóra nýja virkjanakosti. 13. maí 2015 12:00 Segja málsmeðferð rammaáætlunar ámælisverða Samtök ferðaþjónustunnar segja vinnubrögð atvinnuveganefndar ekki til þess fallin að stuðla að sátt. 13. maí 2015 19:49 Mest lesið Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira
Samorka, Samtök orku- og veitufyrirtækja, segja að forsenda sáttar um rammaáætlun hefði falist í því að fylgja eftir niðurstöðum verkefnisstjórnar 2. áfanga áætlunarinnar. Við afgreiðslu þess þess áfanga voru sex orkukostir færðir úr nýtingarflokki í biðflokk. „Áður höfðu tólf orkukostir verið færðir í átt frá nýtingu til verndar í lokuðu ferli innan tveggja ráðuneyta.“ Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samorku. „Samorka hefur ítrekað gagnrýnt þessa meðhöndlun á faglegum niðurstöðum 2. áfanga verkefnisstjórnar. Undir þá gagnrýni hafa ýmsir aðrir tekið, t.d. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands. Samorka hefur þó aldrei haldið því fram að Alþingi hefði ekki lagalega heimild til að gera umræddar breytingar. Forsenda sáttar um málaflokkinn hefði hins vegar, að mati Samorku, falist í því að fylgt yrði faglegum niðurstöðum verkefnisstjórnar 2. áfanga rammaáætlunar,“ segir í tilkynningunni. Samkvæmt breytingartillögu við þingsályktunartillöguna sem nú er til umfjöllunar á Alþingi verða Hvammsvirkjun, Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Hágönguvirkjun I og II, Skrokkölduvirkjun, Hagavatnsvirkjun og Hólmsárvirkjun við Atley færðar í nýtingarflokk.Rétt að færa alla í nýtingarflokk „Að mati Samorku væri rétt að færa alla átta kostina í nýtingarflokk, en sex þeirra hafði þegar verið raðað þangað fyrir afgreiðslu Alþingis í janúar 2013 og um hina tvo gilda afar sérstakar aðstæður og ekki efni til að viðkomandi kostum sé haldið í biðstöðu til fjölda ára.“ Þar að auki minna samtökin á að röðun orkukosts í nýtingarflokk rammaáætlunar þýði ekki að hafist verði handa við að virkja. „Að lokinni röðun í nýtingarflokk tekur við vandað, faglegt og lýðræðislegt stjórnsýsluferli mats á umhverfisáhrifum framkvæmda, auk skipulagsferla og ferla leyfisveitinga. Út úr þeim ferlum getur hæglega komið sú niðurstaða að ekkert verði af umræddum framkvæmdum, eða að á upphaflegum hugmyndum verði gerðar verulegar breytingar og kveðið á um að grípa þurfi til ýmiss konar mótvægisaðgerða.“ „Hið sama á raunar við um röðun í verndarflokk rammaáætlunar. Sú röðun hefur í för með sér að hefja eigi undirbúning friðlýsingar á grundvelli laga um náttúruvernd eða á grundvelli þjóðminjalaga. Einnig þar er um að ræða vandað og lýðræðislegt stjórnsýsluferli.“
Alþingi Tengdar fréttir Landvernd krefst þess að virkjanatillaga verði dregin til baka Nokkur hundruð manns mættu á mótmælafund Landverndar á Austurvelli síðdegis og krefst þess að tillaga um virkjanir verði dregin til baka. 13. maí 2015 20:34 Gruna að öfl á Alþingi vilji koma rammaáætlun fyrir kattarnef Landvernd boðar til mótmæla á Austurvelli í dag vegna tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um fjóra nýja virkjanakosti. 13. maí 2015 12:00 Segja málsmeðferð rammaáætlunar ámælisverða Samtök ferðaþjónustunnar segja vinnubrögð atvinnuveganefndar ekki til þess fallin að stuðla að sátt. 13. maí 2015 19:49 Mest lesið Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira
Landvernd krefst þess að virkjanatillaga verði dregin til baka Nokkur hundruð manns mættu á mótmælafund Landverndar á Austurvelli síðdegis og krefst þess að tillaga um virkjanir verði dregin til baka. 13. maí 2015 20:34
Gruna að öfl á Alþingi vilji koma rammaáætlun fyrir kattarnef Landvernd boðar til mótmæla á Austurvelli í dag vegna tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um fjóra nýja virkjanakosti. 13. maí 2015 12:00
Segja málsmeðferð rammaáætlunar ámælisverða Samtök ferðaþjónustunnar segja vinnubrögð atvinnuveganefndar ekki til þess fallin að stuðla að sátt. 13. maí 2015 19:49