Þungu fargi létt af starfsmönnum Fiskistofu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2015 15:23 Fulltrúar Fiskistofu hafa mótmælt flutningum harðlega undanfarið ár. Hér eru þeir mættir í ráðuneytið með bréf til ráðherra í desember. vísir/valli „Það er búið að lofa ístertu á föstudaginn kemur,“ segir Björn Jónsson, kampakátur fulltrúi starfsmanna, vegna ákvörðunar Sigurðar Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu munu ekki þurfa að fylgja stofunni á Akureyri þangað sem til stendur að flytja höfuðstöðvar stofnunarinnar. Björn, sem er einn nokkurra sem kosnir voru af starfsmönnum til að vera fulltrúar stofnunarinnar í málinu, hélt á fund ráðherra ásamt fiskistofustjóra og fleiri fulltrúum eftir hádegið. Í kjölfarið var fundað með starfsmönnum á skrifstofu stofunnar í Hafnarfirði um hálf þrjú. „Stemningin var fín,“ segir Björn um viðbrögð starfsmanna. Ekki hafi sést tilfinningar á borð við þær sem sjáist á knattspyrnuleikjum en fólk greinilega mjög glatt yfir tíðindunum. „Margir hafa verið í óvissu með störf sín enda með fjölskyldu og börn. Svo er makinn í vinnu líka. Það er búið að létta þungu fargi af þessu fólki,“ segir Björn. Einnig skipti máli að nú verði hægt að stöðva „hrun“ stofnunarinnar. Vísar Björn þar til þess að margir hafi hætt störfum hjá stofnuninni síðan ráðherra gerði ljóst um fyriráætlanir sínar sumarið 2014. Ekki hafi verið hægt að ráða í þeirra stað enda með öllu óljóst hvernig málið yrði til lykta leitt. „Það sem skiptir mestu máli er að ráðherra segir að núverandi starfsmenn sem starfa á höfuðborgarsvæðinu hafi val um starfsstöðu á milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins,“ segir Björn. Aðspurður hvort hann viti til þess að einhver ætli að flytja norður segir hann ekki hafa heyrt af því. Að frátöldum fiskistofustjóra sem hafi strax gefið út að hann væri spenntur fyrir flutningnum norður í land. Tengdar fréttir Sigurður Ingi dregur í land: Starfsmenn Fiskistofu þurfa ekki að flytja til Akureyrar Ráðherra tilkynnti starfsmönnum Fiskistofu ákvörðun sína með bréfi. 13. maí 2015 15:18 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
„Það er búið að lofa ístertu á föstudaginn kemur,“ segir Björn Jónsson, kampakátur fulltrúi starfsmanna, vegna ákvörðunar Sigurðar Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu munu ekki þurfa að fylgja stofunni á Akureyri þangað sem til stendur að flytja höfuðstöðvar stofnunarinnar. Björn, sem er einn nokkurra sem kosnir voru af starfsmönnum til að vera fulltrúar stofnunarinnar í málinu, hélt á fund ráðherra ásamt fiskistofustjóra og fleiri fulltrúum eftir hádegið. Í kjölfarið var fundað með starfsmönnum á skrifstofu stofunnar í Hafnarfirði um hálf þrjú. „Stemningin var fín,“ segir Björn um viðbrögð starfsmanna. Ekki hafi sést tilfinningar á borð við þær sem sjáist á knattspyrnuleikjum en fólk greinilega mjög glatt yfir tíðindunum. „Margir hafa verið í óvissu með störf sín enda með fjölskyldu og börn. Svo er makinn í vinnu líka. Það er búið að létta þungu fargi af þessu fólki,“ segir Björn. Einnig skipti máli að nú verði hægt að stöðva „hrun“ stofnunarinnar. Vísar Björn þar til þess að margir hafi hætt störfum hjá stofnuninni síðan ráðherra gerði ljóst um fyriráætlanir sínar sumarið 2014. Ekki hafi verið hægt að ráða í þeirra stað enda með öllu óljóst hvernig málið yrði til lykta leitt. „Það sem skiptir mestu máli er að ráðherra segir að núverandi starfsmenn sem starfa á höfuðborgarsvæðinu hafi val um starfsstöðu á milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins,“ segir Björn. Aðspurður hvort hann viti til þess að einhver ætli að flytja norður segir hann ekki hafa heyrt af því. Að frátöldum fiskistofustjóra sem hafi strax gefið út að hann væri spenntur fyrir flutningnum norður í land.
Tengdar fréttir Sigurður Ingi dregur í land: Starfsmenn Fiskistofu þurfa ekki að flytja til Akureyrar Ráðherra tilkynnti starfsmönnum Fiskistofu ákvörðun sína með bréfi. 13. maí 2015 15:18 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Sigurður Ingi dregur í land: Starfsmenn Fiskistofu þurfa ekki að flytja til Akureyrar Ráðherra tilkynnti starfsmönnum Fiskistofu ákvörðun sína með bréfi. 13. maí 2015 15:18