Vopnahlé hafið stuttu eftir loftárásir Bjarki Ármannsson skrifar 12. maí 2015 23:49 Bardagar í Jemen hafa nú kostað hundruð almennra borgara lífið frá því í mars. Vísir/AFP Fimm daga vopnahlé hófst í Jemen í kvöld, aðeins örfáum klukkustundum eftir að Sádar og bandamenn þeirra gerðu loftárásir gegn uppreisnarmönnum þar í landi. Bardagar í Jemen hafa nú kostað hundruð almennra borgara lífið frá því í mars.Áfram var barist á jörðu niðri þar til um hálftíma eftir að vopnahléð hófst, að því er fréttaveitan AP greinir frá. Öryggisyfirvöld í Jemen segja að uppreisnarmennirnir hafi þá gert atlögu að borginni Dhale í suðurhluta landsins. Engar fregnir af loftárásum hafa þó borist frá því að vopnahléð skall á. Vopnahléð mun reyna á samningavilja bæði ríkisstjórnar Jemen og Hútanna, uppreisnarmanna úr röðum Sjíta-múslima. Báðir hóparnir hafa sagt að harkalega verði brugðist við hverskonar rofi á vopnahlénu. Hlénu er ætlað að lina þjáningar almennra borgara í Jemen, fátækasta Arabaríkinu. Flutningaskip biðu við strendur landsins í dag, tilbúin að veita ýmis konar mannúðaraðstoð sem sárlega er þörf á eftir átökin.Ismail Ould Cheikh Ahmed, nýr sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, mætti til Sanaa, höfuðborgar landsins seint í kvöld eftir að vopnahléð hófst. Hann sagði blaðamönnum í borginni að til stæði að ræða við báða deiluaðila og að sjá til þess að vopnahléð sé ekki rofið. Tengdar fréttir Sádi-Arabar tilkynna fimm daga vopnahlé í Jemen Ríkisstjórn Jemen sem eru í útlegð í Sádi-Arabíu hafa sent erindið til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 7. maí 2015 12:18 Gríðarlegur fjöldi erlendra vígamanna berst með hryðjuverkahópum Talið er að allt að 22.000 útlendingar séu í Sýrlandi og Írak gagngert til þess að berjast, 6.500 eru sagðir vera í Írak og nokkur hundruð í Jemen, Líbýu, Pakistan og Sómalíu. 2. apríl 2015 22:20 Forseti Jemen kominn til Sádi-Arabíu Loftárásir, undir forystu Sádi-Araba voru á ný gerðar á Jemen í nótt en markmið þeirra er að brjóta uppreisnarmenn Húta á bak aftur. 27. mars 2015 07:32 Tveir Íslendingar á leið til Jemen Rauði krossinn á Íslandi sendir tvo fulltrúa til að sinna stríðssærðum. 7. apríl 2015 17:30 Tugir látnir í sjálfsvígssprengjuárásum í Jemen Að minnsta kosti fimmtíu og fimm eru látnir eftir að þrír sjálfsvígssprengjumenn sprengdu sjálfa sig í loft upp í tveimur moskum í Sanaa. 20. mars 2015 10:55 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Fimm daga vopnahlé hófst í Jemen í kvöld, aðeins örfáum klukkustundum eftir að Sádar og bandamenn þeirra gerðu loftárásir gegn uppreisnarmönnum þar í landi. Bardagar í Jemen hafa nú kostað hundruð almennra borgara lífið frá því í mars.Áfram var barist á jörðu niðri þar til um hálftíma eftir að vopnahléð hófst, að því er fréttaveitan AP greinir frá. Öryggisyfirvöld í Jemen segja að uppreisnarmennirnir hafi þá gert atlögu að borginni Dhale í suðurhluta landsins. Engar fregnir af loftárásum hafa þó borist frá því að vopnahléð skall á. Vopnahléð mun reyna á samningavilja bæði ríkisstjórnar Jemen og Hútanna, uppreisnarmanna úr röðum Sjíta-múslima. Báðir hóparnir hafa sagt að harkalega verði brugðist við hverskonar rofi á vopnahlénu. Hlénu er ætlað að lina þjáningar almennra borgara í Jemen, fátækasta Arabaríkinu. Flutningaskip biðu við strendur landsins í dag, tilbúin að veita ýmis konar mannúðaraðstoð sem sárlega er þörf á eftir átökin.Ismail Ould Cheikh Ahmed, nýr sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, mætti til Sanaa, höfuðborgar landsins seint í kvöld eftir að vopnahléð hófst. Hann sagði blaðamönnum í borginni að til stæði að ræða við báða deiluaðila og að sjá til þess að vopnahléð sé ekki rofið.
Tengdar fréttir Sádi-Arabar tilkynna fimm daga vopnahlé í Jemen Ríkisstjórn Jemen sem eru í útlegð í Sádi-Arabíu hafa sent erindið til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 7. maí 2015 12:18 Gríðarlegur fjöldi erlendra vígamanna berst með hryðjuverkahópum Talið er að allt að 22.000 útlendingar séu í Sýrlandi og Írak gagngert til þess að berjast, 6.500 eru sagðir vera í Írak og nokkur hundruð í Jemen, Líbýu, Pakistan og Sómalíu. 2. apríl 2015 22:20 Forseti Jemen kominn til Sádi-Arabíu Loftárásir, undir forystu Sádi-Araba voru á ný gerðar á Jemen í nótt en markmið þeirra er að brjóta uppreisnarmenn Húta á bak aftur. 27. mars 2015 07:32 Tveir Íslendingar á leið til Jemen Rauði krossinn á Íslandi sendir tvo fulltrúa til að sinna stríðssærðum. 7. apríl 2015 17:30 Tugir látnir í sjálfsvígssprengjuárásum í Jemen Að minnsta kosti fimmtíu og fimm eru látnir eftir að þrír sjálfsvígssprengjumenn sprengdu sjálfa sig í loft upp í tveimur moskum í Sanaa. 20. mars 2015 10:55 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Sádi-Arabar tilkynna fimm daga vopnahlé í Jemen Ríkisstjórn Jemen sem eru í útlegð í Sádi-Arabíu hafa sent erindið til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 7. maí 2015 12:18
Gríðarlegur fjöldi erlendra vígamanna berst með hryðjuverkahópum Talið er að allt að 22.000 útlendingar séu í Sýrlandi og Írak gagngert til þess að berjast, 6.500 eru sagðir vera í Írak og nokkur hundruð í Jemen, Líbýu, Pakistan og Sómalíu. 2. apríl 2015 22:20
Forseti Jemen kominn til Sádi-Arabíu Loftárásir, undir forystu Sádi-Araba voru á ný gerðar á Jemen í nótt en markmið þeirra er að brjóta uppreisnarmenn Húta á bak aftur. 27. mars 2015 07:32
Tveir Íslendingar á leið til Jemen Rauði krossinn á Íslandi sendir tvo fulltrúa til að sinna stríðssærðum. 7. apríl 2015 17:30
Tugir látnir í sjálfsvígssprengjuárásum í Jemen Að minnsta kosti fimmtíu og fimm eru látnir eftir að þrír sjálfsvígssprengjumenn sprengdu sjálfa sig í loft upp í tveimur moskum í Sanaa. 20. mars 2015 10:55