Innlent

Hjúkrunarfræðingar ræða drög að tilboði frá samninganefnd ríksins

Lillý Valgerður Pétursdóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa
Ólafur G. Skúlason segir jákvætt að samtalið sé lifandi.
Ólafur G. Skúlason segir jákvætt að samtalið sé lifandi. Vísir/Vilhelm
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fundaði í fyrsta sinn eftir boðað verkfall með samninganefnd ríkisins í dag. Ólafur G. Skúlason, formaður félagsins, sagði samninganefndina hafa lagt fram drög að tilboði sem félagið lægi nú yfir.

„Við fórum heim með það verkefni að skoða ýmis atriði sem við viljum leggja á innan okkar félags.“

Til stendur að verkfalli hefjist 27. maí en það kemur til með að hafa víðtæk áhrif innan heilbrigðiskerfisins. Um 2146 hjúkrunarfræðingar koma til með að leggja niður störf komi til verkfalls.

Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfall

Þannig að það þokast eitthvað í viðræðunum?

„Tja, á meðan menn ræða saman, það er alltaf jákvætt.“

Næsti fundur verður á þriðjudaginn eftir viku. Ólafur segir að taka þurfi tíma í að fara yfir tillögurnar og auk þess verði aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á mánudag þannig að ekki var hægt að funda fyrr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×