Annar stór skjálfti í Nepal í morgun Atli Ísleifsson skrifar 12. maí 2015 07:44 Uppbyggingin mun taka langan tíma í Nepal. Vísir/EPA Stór jarðskjálfti skók Nepal í morgun, rúmum tveimur vikum eftir að fyrsti skjálftinn reið yfir. Skjálftinn í morgun var 7,4 að stærð. Skjálftinn varð klukkan 12:35 að staðartíma.Skjálftamiðjan var um 68 kílómetrum frá bænum Namche Bazar, sem stendur nærri Everest-fjalli, og 83 kílómetrum frá höfuðborginni Katmandú. Skjálftinn varð á 19 kílómetra dýpi.Talsmaður Rauða krossins segir fjölda hafa látist og slasast í skjálftanum.Eftirskjálftar hafa riðið yfir og hafa þeir meðal annars mælst 6,3 og 5,6 að stærð.Skjálftinn laugardaginn þann 25. apríl var 7,8 að stærð. Í honum létust að minnsta kosti átta þúsund manns og olli gífurlegri eyðileggingu á svæðinu.Þessi frétt verður uppfærð þegar nýjar fréttir berast frá Nepal. Sjá má beina útsendingu Sky að neðan.12:52:42 látnirNepölsk yfirvöld hafa staðfest að 42 manns hið minnsta hafi látist. 11:10:Nítján látnirAP greinir frá því að nítján hafi látist og tæplega þúsund manns slasast í skjálftanum. 10:26:Að minnsta kosti sextán látnirTalsmaður nepalskra yfirvalda hefur staðfest að sextán manns hið minnsta hafi látist í skjálftanum.May 12 Quake Update-Injured details: Total Death(16); Injured(335)— EarthquakeNepal-MoHA (@NEoCOfficial) May 12, 2015 10:24: Flugvöllurinn í Katmandú aftur opnaður Búið er að opna flugvöllinn í Katmandú á nýjan leik.10:13:Öflugir eftirskjálftarFjölmargir öflugir eftirskjálftar hafa orðið í dag, eins og sjá má á myndinni frá Bandarísku jarðvísindastofnuninni.9:59:Nærri Everest-fjalliSkjálftamiðjan var á einangruðu náttúruverndarsvæði, nærri landamærunum að Kína, milli Katmandú og Everest-fjalls. Búið var að rýma grunnbúðir Everest í kjölfar fyrri skjálftans. Mikil snjóflóð og aurskriður urðu á svæðinu. 9:42:Að minnsta kosti þrjú hundruð slasaðirReuters greinir frá því að að minnsta kosti fjórir hafi látist í skjálftanum og þrjú hundruð slasast. 9:39: Byggingar hrynja í Katmandú Ritstjóri Nepali Times birtir mynd á Twitter-síðu sinni sem sýnir rústir fjögurra hæða byggingar sem hrundi í Katmandú. Talið er að einhverja sé að finna í rústunum.This 4-story block went down in Kathmandu, pedestrians thought to be underneath. #NepalQuake @Dambarks pic.twitter.com/tS1NgGxDXS— Kunda Dixit (@kundadixit) May 12, 2015 9:33:8.151 látinn vegna skjálftans 25. aprílLögregla í Nepal hefur birt nýjar upplýsingar um fórnarlömb skjálftans sem varð þann 25. apríl. Staðfest er að 8.151 hafi látist og tæplega 18 þúsund slasast. Í sundurliðuninni má sjá að flestir létust í Katmandú-dalnum.Human Casualties by Regions (05/12/2015, 7:45 am). #NepalEarthquake pic.twitter.com/qaGWPjfSm8— Nepal Police (@NepalPoliceHQ) May 12, 2015 9:27: Fólk flýr út úr flugvallarbyggingunni í Katmandú Blaðamaðurinn Jack Board hefur birt myndbönd af því þegar fólk flýr út úr flugvallarbyggingunni í Katmandú.People still standing out on tarmac at KTM airport, a lot of them on the phone #NepalQuake pic.twitter.com/mPHchGiXVI— Jack Board (@JackBoard) May 12, 2015 Hundreds of people running of out of Kathmandu airport. Scary shaking from aftershock #NepalQuake pic.twitter.com/XiIdB0BCCS— Jack Board (@JackBoard) May 12, 2015 9:15:Flugvellinum í Katmandú lokaðFjölmargir fjölmiðlar hafa greint frá því að búið sé að loka flugvellinum í Katmandú vegna skjálftans. 9:12: Myndband af skjálftanum Myndband náðist af augnablikinu þegar skjálftinn reið yfir í Katmandú. Sjá má myndbandið að neðan.9:04:Að minnsta kosti tveir látnir í Bihar Talsmaður indverskra yfirvalda segir að minnsta kosti tveir hafi látist í skjálftanum í Bihar héraði í austurhluta Indlands.Vísir/AFP9:00: Fólk flykktist út úr húsum í KatmandúFólk í höfuðborginni Katmandú flykktist út úr byggingum í höfuðborginni Katmandú þegar skjálftinn reið yfir. Að sögn sjónarvotta skapaðist mikil ringulreið.8:52: Íslendingur í Nepal: „Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur“„Það varð gríðarlegur eftirskjálfi hér í Nepal,“ segir Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður í færslu á Facebook en hann er staddur í Nepal. „Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur. Allir í mínum hjálparstarfshópi eru heilir á húfi en við erum enn að bíða eftir nánari skýrslum um aðra hjálparstarfsmenn. Jarðskjálftinn varð um sjötíu kílómetrum vestur af Katmandú, en hinn skjálftinn varð sjötíu kílómetrum austur af borginni.“ Sjá meira hér.We just had a major aftershock (7.1M) here in Nepal. The ground was shaking for about 45 seconds. All NetHope staff is...Posted by Gisli Rafn Olafsson on Tuesday, 12 May 20158:47:Á 18,5 kílómetra dýpiBandaríska jarðvísindastofnunin segir skjálftann hafa orðið á 18,5 kílómetra. Skjálftinn þann 25. apríl varð á fimmtán kílómetra dýpi. Því grynnri sem skjálftar eru, þeim mun líklegri eru þeir til að valda eyðileggingu á yfirborðinu. 8:40: Fjórir látnir í Chautara Talsmenn hjálparsamtaka hafa staðfest að fjórir hafi látist í Chautara.8:37: Skjálftinn austar en fyrri skjálftinn Skjálfti morgunsins varð mun austar í landinu en skjálftinn þann 25. apríl. Skjálftamiðjan var í náttúruverndarsvæði milli höfuðborgarinnar Katmandú og Everest-fjalls.8:31:Aurskriður í SindhupalchowkTalsmaður nepalskra yfirvalda segir að þrjár stórar aurskriður hafi fallið í Sindhupalchowk-héraði. Að minnsta kosti tólf eru særðir. 8:29: Eyðilegging í ChatutaraHjálparsamtök hafa greint frá því að fjöldi bygginga hafi hrunið í bænum Chautara, vestur af Katmandú. Slasaðir hafa verið fluttir á sjúkrahúsBuildings collapse in Chautara, Nepal, after quake, injured brought to hospital - NGO tweets citing local staff— Reuters India (@ReutersIndia) May 12, 2015 8:25: Fimm Íslendingar í Nepal Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu eru að minnsta kosti fimm Íslendingar staddir í Nepal. 8:20: Fannst í Nýju-Delí og DhakaFréttir hafa borist frá Indlandi um að skjálftinn hafi fundist þar, meðal annars í höfuðborginni Nýju-Delí. Skjálftinn fannst einnig í Dhaka, höfuðborg Bangladess. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Stór jarðskjálfti skók Nepal í morgun, rúmum tveimur vikum eftir að fyrsti skjálftinn reið yfir. Skjálftinn í morgun var 7,4 að stærð. Skjálftinn varð klukkan 12:35 að staðartíma.Skjálftamiðjan var um 68 kílómetrum frá bænum Namche Bazar, sem stendur nærri Everest-fjalli, og 83 kílómetrum frá höfuðborginni Katmandú. Skjálftinn varð á 19 kílómetra dýpi.Talsmaður Rauða krossins segir fjölda hafa látist og slasast í skjálftanum.Eftirskjálftar hafa riðið yfir og hafa þeir meðal annars mælst 6,3 og 5,6 að stærð.Skjálftinn laugardaginn þann 25. apríl var 7,8 að stærð. Í honum létust að minnsta kosti átta þúsund manns og olli gífurlegri eyðileggingu á svæðinu.Þessi frétt verður uppfærð þegar nýjar fréttir berast frá Nepal. Sjá má beina útsendingu Sky að neðan.12:52:42 látnirNepölsk yfirvöld hafa staðfest að 42 manns hið minnsta hafi látist. 11:10:Nítján látnirAP greinir frá því að nítján hafi látist og tæplega þúsund manns slasast í skjálftanum. 10:26:Að minnsta kosti sextán látnirTalsmaður nepalskra yfirvalda hefur staðfest að sextán manns hið minnsta hafi látist í skjálftanum.May 12 Quake Update-Injured details: Total Death(16); Injured(335)— EarthquakeNepal-MoHA (@NEoCOfficial) May 12, 2015 10:24: Flugvöllurinn í Katmandú aftur opnaður Búið er að opna flugvöllinn í Katmandú á nýjan leik.10:13:Öflugir eftirskjálftarFjölmargir öflugir eftirskjálftar hafa orðið í dag, eins og sjá má á myndinni frá Bandarísku jarðvísindastofnuninni.9:59:Nærri Everest-fjalliSkjálftamiðjan var á einangruðu náttúruverndarsvæði, nærri landamærunum að Kína, milli Katmandú og Everest-fjalls. Búið var að rýma grunnbúðir Everest í kjölfar fyrri skjálftans. Mikil snjóflóð og aurskriður urðu á svæðinu. 9:42:Að minnsta kosti þrjú hundruð slasaðirReuters greinir frá því að að minnsta kosti fjórir hafi látist í skjálftanum og þrjú hundruð slasast. 9:39: Byggingar hrynja í Katmandú Ritstjóri Nepali Times birtir mynd á Twitter-síðu sinni sem sýnir rústir fjögurra hæða byggingar sem hrundi í Katmandú. Talið er að einhverja sé að finna í rústunum.This 4-story block went down in Kathmandu, pedestrians thought to be underneath. #NepalQuake @Dambarks pic.twitter.com/tS1NgGxDXS— Kunda Dixit (@kundadixit) May 12, 2015 9:33:8.151 látinn vegna skjálftans 25. aprílLögregla í Nepal hefur birt nýjar upplýsingar um fórnarlömb skjálftans sem varð þann 25. apríl. Staðfest er að 8.151 hafi látist og tæplega 18 þúsund slasast. Í sundurliðuninni má sjá að flestir létust í Katmandú-dalnum.Human Casualties by Regions (05/12/2015, 7:45 am). #NepalEarthquake pic.twitter.com/qaGWPjfSm8— Nepal Police (@NepalPoliceHQ) May 12, 2015 9:27: Fólk flýr út úr flugvallarbyggingunni í Katmandú Blaðamaðurinn Jack Board hefur birt myndbönd af því þegar fólk flýr út úr flugvallarbyggingunni í Katmandú.People still standing out on tarmac at KTM airport, a lot of them on the phone #NepalQuake pic.twitter.com/mPHchGiXVI— Jack Board (@JackBoard) May 12, 2015 Hundreds of people running of out of Kathmandu airport. Scary shaking from aftershock #NepalQuake pic.twitter.com/XiIdB0BCCS— Jack Board (@JackBoard) May 12, 2015 9:15:Flugvellinum í Katmandú lokaðFjölmargir fjölmiðlar hafa greint frá því að búið sé að loka flugvellinum í Katmandú vegna skjálftans. 9:12: Myndband af skjálftanum Myndband náðist af augnablikinu þegar skjálftinn reið yfir í Katmandú. Sjá má myndbandið að neðan.9:04:Að minnsta kosti tveir látnir í Bihar Talsmaður indverskra yfirvalda segir að minnsta kosti tveir hafi látist í skjálftanum í Bihar héraði í austurhluta Indlands.Vísir/AFP9:00: Fólk flykktist út úr húsum í KatmandúFólk í höfuðborginni Katmandú flykktist út úr byggingum í höfuðborginni Katmandú þegar skjálftinn reið yfir. Að sögn sjónarvotta skapaðist mikil ringulreið.8:52: Íslendingur í Nepal: „Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur“„Það varð gríðarlegur eftirskjálfi hér í Nepal,“ segir Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður í færslu á Facebook en hann er staddur í Nepal. „Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur. Allir í mínum hjálparstarfshópi eru heilir á húfi en við erum enn að bíða eftir nánari skýrslum um aðra hjálparstarfsmenn. Jarðskjálftinn varð um sjötíu kílómetrum vestur af Katmandú, en hinn skjálftinn varð sjötíu kílómetrum austur af borginni.“ Sjá meira hér.We just had a major aftershock (7.1M) here in Nepal. The ground was shaking for about 45 seconds. All NetHope staff is...Posted by Gisli Rafn Olafsson on Tuesday, 12 May 20158:47:Á 18,5 kílómetra dýpiBandaríska jarðvísindastofnunin segir skjálftann hafa orðið á 18,5 kílómetra. Skjálftinn þann 25. apríl varð á fimmtán kílómetra dýpi. Því grynnri sem skjálftar eru, þeim mun líklegri eru þeir til að valda eyðileggingu á yfirborðinu. 8:40: Fjórir látnir í Chautara Talsmenn hjálparsamtaka hafa staðfest að fjórir hafi látist í Chautara.8:37: Skjálftinn austar en fyrri skjálftinn Skjálfti morgunsins varð mun austar í landinu en skjálftinn þann 25. apríl. Skjálftamiðjan var í náttúruverndarsvæði milli höfuðborgarinnar Katmandú og Everest-fjalls.8:31:Aurskriður í SindhupalchowkTalsmaður nepalskra yfirvalda segir að þrjár stórar aurskriður hafi fallið í Sindhupalchowk-héraði. Að minnsta kosti tólf eru særðir. 8:29: Eyðilegging í ChatutaraHjálparsamtök hafa greint frá því að fjöldi bygginga hafi hrunið í bænum Chautara, vestur af Katmandú. Slasaðir hafa verið fluttir á sjúkrahúsBuildings collapse in Chautara, Nepal, after quake, injured brought to hospital - NGO tweets citing local staff— Reuters India (@ReutersIndia) May 12, 2015 8:25: Fimm Íslendingar í Nepal Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu eru að minnsta kosti fimm Íslendingar staddir í Nepal. 8:20: Fannst í Nýju-Delí og DhakaFréttir hafa borist frá Indlandi um að skjálftinn hafi fundist þar, meðal annars í höfuðborginni Nýju-Delí. Skjálftinn fannst einnig í Dhaka, höfuðborg Bangladess.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira