RÚV vinnur að stofnun Rásar 3 Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2015 13:30 Samkvæmt heimildum er stefnt að fyrstu útsendingu Rásar 3 í júní næstkomandi. Vísir/GVA Ríkisútvarpið hyggur á útsendingar á nýrri útvarpsstöð. Stöðin mun nefnast Rás 3 en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær útsendingar á henni hefjast. Fyrirhugað er að stöðin verði á stafrænu formi, þ.e. verði ekki á bylgjulengd heldur aðgengileg í gegnum app og á vefsíðu RÚV. Rætt hefur verið um stofnun þessarar stöðvar í nokkur ár og að hún yrði ætluð yngra fólki. Til að mynda sagði Ólafur Páll Gunnarsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2, í viðtali við DV fyrir fjórum árum að stofnun Rásar 3 væri sanngirnismál gagnvart ungu fólki. Sér í lagi þegar litið er til þess að meðalhlustandi Rásar 1 og 2 er kominn yfir miðjan aldur. Sagði Ólafur Páll að þeir sem eru átján ára og eldri og hafa tekjur fjármagni RÚV í gegnum nefskatt, því væri það ekki annað en réttlátt að sá hópur fengi sína útvarpsstöð. Nefnd á vegum RÚV hefur undanfarið unnið að mótun Rásar 3 en Ólafur Páll er ekki í henni. Samhliða stofnun Rásar 3 vinnur RÚV einnig að stofnun stöðvar sem er sögð eiga að bera heitið Klassík.Fjárhagserfiðleikar RÚV í deiglunni Það verður óneitanlega forvitnilegt að sjá hvernig Rás 3 verður en það vekur athygli að unnið sé að slíkri stöð í ljósi mikils niðurskurðar sem hefur átt sér stað hjá Ríkisútvarpinu undanfarin ár. Hins vegar hefur verið unnið töluvert í vandanum undanfarið og gerðu RÚV og Reykjavíkurborg til að mynda samning sín á milli í janúar síðastliðnum um leigu á hluta Útvarpshússins í Efstaleiti. Mun borgin starfrækja þar þjónustumiðstöð fyrir Laugardals- og Háaleitishverfin. Leigusamningurinn er til 15 ára og munu tekjur RÚV af honum nema 882 milljónum króna á samningstímanum. Þá samþykkti einnig Alþingi við gerð fjárlaga fyrir árið 2015 að útvarpsgjaldið myndi renna óskert til Ríkisútvarpsins, þó með þeim skilyrðum að það yrði lækkað úr 19.400 krónum í 17.800 krónur. Voru boðaðar enn frekari lækkanir á útvarpsgjaldinu fyrir árið 2016 en Morgunblaðið greindi frá því fyrir skemmstu að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefði greint þingflokki Sjálfstæðisflokksins frá þeim áformum sínum að falla frá lækkuninni fyrir árið 2016. Nýverið var stofnuð þriggja manna nefnd sem er ætlað að skoða og greina rekstur Ríkisútvarpsins ohf. frá stofnun félagsins þann 1. apríl 2007. Nefndina leiðir Eyþór Arnalds og er ætlunin að skoða og varpa ljósi á ástæður þess alvarlega rekstrarvanda sem Ríkisútvarpið glímir nú við.Uppfært klukkan 16:06Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar stóð að Ríkisútvarpið myndi hefja útsendingar á Rás 3 í sumar. Ingólfur Bjarni Sigfússon, yfirmaður nýmiðla hjá RÚV, segir hins vegar engar endanlegar ákvarðanir hafa verið teknar um Rás 3, hvort hún verði að veruleika eða þá hvenær hún fari í loftið.Frank Þórir Hall, dagskrárstjóri Rásar 2, staðfestir í samtali við Vísi að hópur hafi verið settur saman að frumkvæði útvarpsstjóra, dagskrárstjóra og nýmiðlastjóra fyrir um mánuði meðal annars til að ræða Rás 3 og möguleika slíkrar stöðvar. Hópurinn, sem Frank er hluti af, hafi fundað einu sinni og ekki liggi fyrir tímasetning næsta fundar.Matthías Már Magnússon, betur þekktur sem Matti í Popplandi, átti einnig sæti í hópnum. Aðspurður um málefni Rásar 3 vísaði hann á Ingólf Bjarna. Honum hefði verið tilkynnt að Ingólfur Bjarni væri sá sem ætti að tjá sig um Rás 3. Alþingi Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Ríkisútvarpið hyggur á útsendingar á nýrri útvarpsstöð. Stöðin mun nefnast Rás 3 en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær útsendingar á henni hefjast. Fyrirhugað er að stöðin verði á stafrænu formi, þ.e. verði ekki á bylgjulengd heldur aðgengileg í gegnum app og á vefsíðu RÚV. Rætt hefur verið um stofnun þessarar stöðvar í nokkur ár og að hún yrði ætluð yngra fólki. Til að mynda sagði Ólafur Páll Gunnarsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2, í viðtali við DV fyrir fjórum árum að stofnun Rásar 3 væri sanngirnismál gagnvart ungu fólki. Sér í lagi þegar litið er til þess að meðalhlustandi Rásar 1 og 2 er kominn yfir miðjan aldur. Sagði Ólafur Páll að þeir sem eru átján ára og eldri og hafa tekjur fjármagni RÚV í gegnum nefskatt, því væri það ekki annað en réttlátt að sá hópur fengi sína útvarpsstöð. Nefnd á vegum RÚV hefur undanfarið unnið að mótun Rásar 3 en Ólafur Páll er ekki í henni. Samhliða stofnun Rásar 3 vinnur RÚV einnig að stofnun stöðvar sem er sögð eiga að bera heitið Klassík.Fjárhagserfiðleikar RÚV í deiglunni Það verður óneitanlega forvitnilegt að sjá hvernig Rás 3 verður en það vekur athygli að unnið sé að slíkri stöð í ljósi mikils niðurskurðar sem hefur átt sér stað hjá Ríkisútvarpinu undanfarin ár. Hins vegar hefur verið unnið töluvert í vandanum undanfarið og gerðu RÚV og Reykjavíkurborg til að mynda samning sín á milli í janúar síðastliðnum um leigu á hluta Útvarpshússins í Efstaleiti. Mun borgin starfrækja þar þjónustumiðstöð fyrir Laugardals- og Háaleitishverfin. Leigusamningurinn er til 15 ára og munu tekjur RÚV af honum nema 882 milljónum króna á samningstímanum. Þá samþykkti einnig Alþingi við gerð fjárlaga fyrir árið 2015 að útvarpsgjaldið myndi renna óskert til Ríkisútvarpsins, þó með þeim skilyrðum að það yrði lækkað úr 19.400 krónum í 17.800 krónur. Voru boðaðar enn frekari lækkanir á útvarpsgjaldinu fyrir árið 2016 en Morgunblaðið greindi frá því fyrir skemmstu að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefði greint þingflokki Sjálfstæðisflokksins frá þeim áformum sínum að falla frá lækkuninni fyrir árið 2016. Nýverið var stofnuð þriggja manna nefnd sem er ætlað að skoða og greina rekstur Ríkisútvarpsins ohf. frá stofnun félagsins þann 1. apríl 2007. Nefndina leiðir Eyþór Arnalds og er ætlunin að skoða og varpa ljósi á ástæður þess alvarlega rekstrarvanda sem Ríkisútvarpið glímir nú við.Uppfært klukkan 16:06Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar stóð að Ríkisútvarpið myndi hefja útsendingar á Rás 3 í sumar. Ingólfur Bjarni Sigfússon, yfirmaður nýmiðla hjá RÚV, segir hins vegar engar endanlegar ákvarðanir hafa verið teknar um Rás 3, hvort hún verði að veruleika eða þá hvenær hún fari í loftið.Frank Þórir Hall, dagskrárstjóri Rásar 2, staðfestir í samtali við Vísi að hópur hafi verið settur saman að frumkvæði útvarpsstjóra, dagskrárstjóra og nýmiðlastjóra fyrir um mánuði meðal annars til að ræða Rás 3 og möguleika slíkrar stöðvar. Hópurinn, sem Frank er hluti af, hafi fundað einu sinni og ekki liggi fyrir tímasetning næsta fundar.Matthías Már Magnússon, betur þekktur sem Matti í Popplandi, átti einnig sæti í hópnum. Aðspurður um málefni Rásar 3 vísaði hann á Ingólf Bjarna. Honum hefði verið tilkynnt að Ingólfur Bjarni væri sá sem ætti að tjá sig um Rás 3.
Alþingi Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira