Innlent

Ætla að sofa á tilboði ríkisins í nótt

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM.
Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM. VÍSIR/STEFÁN
Hátt í tveggja klukkustunda löngum fundi samninganefnda Bandalags háskólamanna og ríkisins lauk í Karphúsinu klukkan eitt. Samninganefndirnar höfðu fyrir fundinn ekkert fundað í viku og hafði lítið þokast áfram í deilunni.

„Ríkið kom með ákveðna tillögu sem að við erum bara að skoða og fara yfir og munum svara því á morgun,“ segir Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM.

Páll vill ekkert upplýsa um innihald tilboðsins. „Þetta er kannski ekkert voðalega mikil nýjung en þó er það betra en það sem við höfum séð áður,“ segir Páll.

Samninganefndirnar hittast næst á fundi klukkan tvö á morgun.


Tengdar fréttir

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu tók við bréfi

Fulltrúar BHM og Stéttarfélags lögfræðinga funduðu með sýslumanni höfuðborgarsvæðisins nú áðan þar sem skorað var á hann að draga til baka veitingu leyfa fyrir skemmtihaldi um helgina í Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×