Stjórnarskrárfélagið sendir Sameinuðu þjóðunum bréf um vanefndir ríkisstjórnarinnar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. maí 2015 08:04 Ný stjórnarskrá var samþykkt með þjóðaratkvæðagreiðslu en hefur ekki enn litið dagsins ljós. Vísir/Pjetur Stjórnarskrárfélagið hefur sent Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna bréf til að vekja athygli á vanefndum Alþingis í stjórnarskrármálinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Mannréttindanefndin sendi frá sér álit um breytingar á fiskveiðistjórninni árið 2007 með bindandi tilmælum til ríkisstjórnarinnar. Þar var ríkisstjórn Íslands gert að breyta reglum um fiskveiðstjórn í landinu til að girða fyrir mismunun sem af þeim hljótast og einnig að greiða tveimur sjómönnum sem höfðuðu mál gegn íslenska ríkinu fyrir nefndinni bætur. Sjómennirnri eru þeir Erlingur Sveinn Haraldsson og Ernir Snævar Sveinsson. Mannréttindanefndin lét hins vegar málið niður falla með bréfi árið 2012 og vísaði til þess að ríkisstjórn Íslands hefði í bréfi árið 2009 gefið fyrirheit um nýja stjórnarskrá með ákvæði um auðlindir í þjóðareigu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu að auki. Sjá einnig: Ósáttar við spurningarnar í þjóðaratkvæðagreiðsluMeginforsenda nefndarinnar reyndist röng „Stjórnarskrárfélagið minnir á að ný stjórnarskrá var samþykkt með 67 prósent atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 og ákvæði um auðlindir í þjóðareigu sérstaklega með 83 prósent atkvæða,“ segir í tilkynningunni. „Í ljósi vanefnda Alþingis í stjórnarskrármálinu hvetur Stjórnarskrárfélagið Mannréttindanefndina til að taka málið upp aftur og ítreka fyrri bindandi tilmæli sín til ríkisstjórnarinnar um að breyta fiskveiðistjórninni.“ Stjórnarskrárfélagið hvetur Mannréttindanefnd til að endurskoða málið í ljósi þess að „meginforsenda Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir ákvörðun hennar um að athuga mál þetta ekki frekar samkvæmt málsmeðferð um eftirfylgni“ reynst röng.“ Þetta segir í bréfi félagsins til Mannréttindanefndar. „Við hvetjum því nefndina til að endurskoða mál nr. 1306/2004 og stuðla þar með að því að ríkisstjórn Íslands láti af mannréttindabrotum sínum á sviði fiskveiðistjórnar.“ Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarskráin eina kosningamálið Komið hefur fram sú hugmynd að einungis eitt mál verði á dagskrá í næstu þingkosningu. 4. maí 2015 15:36 Sigurður Ingi ræðir makrílfrumvarpið í Umræðunni í kvöld Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra verður gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni í kvöld strax eftir fréttir. 4. maí 2015 17:11 Tæp 28 þúsund hafa skrifað undir #þjóðareign Grundvallarbreyting á eignarhaldi sem verður í raun ekki afturkölluð segir Jón Steinsson, hagfræðingur. 3. maí 2015 20:58 Vilja að heildarendurskoðun stjórnarskrár verði lokið á 70 ára afmælinu Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttur, formaður VG, og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, leggja í dag fram frumvarp til breytingar á stjórnarskrá sem heimilar stjórnarskrárbreytingar á næsta kjörtímabili og tillögu til þingsályktunar um að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs verði lokið á 70 ára afmæli lýðveldisins árið 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samfylkingarinnar. Þar kemur líka fram að formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa verið upplýstir um þennan tillöguflutning. Vonir standa til að unnt verði að mæla fyrir báðum málunum í dag og koma þeim til nefndar. 6. mars 2013 14:45 Stjórnarskrárferlið kostaði milljarð Stjórnarskrárfrumvarpið hefur kostað skattgreiðendur um eitt þúsund milljónir króna en fjögur ár tók að undirbúa málið. Þingmenn eyddu fimmtíu klukkustundum í tala um frumvarpið sem var tekið af dagskrá í gær. 7. mars 2013 20:01 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Stjórnarskrárfélagið hefur sent Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna bréf til að vekja athygli á vanefndum Alþingis í stjórnarskrármálinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Mannréttindanefndin sendi frá sér álit um breytingar á fiskveiðistjórninni árið 2007 með bindandi tilmælum til ríkisstjórnarinnar. Þar var ríkisstjórn Íslands gert að breyta reglum um fiskveiðstjórn í landinu til að girða fyrir mismunun sem af þeim hljótast og einnig að greiða tveimur sjómönnum sem höfðuðu mál gegn íslenska ríkinu fyrir nefndinni bætur. Sjómennirnri eru þeir Erlingur Sveinn Haraldsson og Ernir Snævar Sveinsson. Mannréttindanefndin lét hins vegar málið niður falla með bréfi árið 2012 og vísaði til þess að ríkisstjórn Íslands hefði í bréfi árið 2009 gefið fyrirheit um nýja stjórnarskrá með ákvæði um auðlindir í þjóðareigu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu að auki. Sjá einnig: Ósáttar við spurningarnar í þjóðaratkvæðagreiðsluMeginforsenda nefndarinnar reyndist röng „Stjórnarskrárfélagið minnir á að ný stjórnarskrá var samþykkt með 67 prósent atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 og ákvæði um auðlindir í þjóðareigu sérstaklega með 83 prósent atkvæða,“ segir í tilkynningunni. „Í ljósi vanefnda Alþingis í stjórnarskrármálinu hvetur Stjórnarskrárfélagið Mannréttindanefndina til að taka málið upp aftur og ítreka fyrri bindandi tilmæli sín til ríkisstjórnarinnar um að breyta fiskveiðistjórninni.“ Stjórnarskrárfélagið hvetur Mannréttindanefnd til að endurskoða málið í ljósi þess að „meginforsenda Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir ákvörðun hennar um að athuga mál þetta ekki frekar samkvæmt málsmeðferð um eftirfylgni“ reynst röng.“ Þetta segir í bréfi félagsins til Mannréttindanefndar. „Við hvetjum því nefndina til að endurskoða mál nr. 1306/2004 og stuðla þar með að því að ríkisstjórn Íslands láti af mannréttindabrotum sínum á sviði fiskveiðistjórnar.“
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarskráin eina kosningamálið Komið hefur fram sú hugmynd að einungis eitt mál verði á dagskrá í næstu þingkosningu. 4. maí 2015 15:36 Sigurður Ingi ræðir makrílfrumvarpið í Umræðunni í kvöld Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra verður gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni í kvöld strax eftir fréttir. 4. maí 2015 17:11 Tæp 28 þúsund hafa skrifað undir #þjóðareign Grundvallarbreyting á eignarhaldi sem verður í raun ekki afturkölluð segir Jón Steinsson, hagfræðingur. 3. maí 2015 20:58 Vilja að heildarendurskoðun stjórnarskrár verði lokið á 70 ára afmælinu Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttur, formaður VG, og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, leggja í dag fram frumvarp til breytingar á stjórnarskrá sem heimilar stjórnarskrárbreytingar á næsta kjörtímabili og tillögu til þingsályktunar um að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs verði lokið á 70 ára afmæli lýðveldisins árið 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samfylkingarinnar. Þar kemur líka fram að formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa verið upplýstir um þennan tillöguflutning. Vonir standa til að unnt verði að mæla fyrir báðum málunum í dag og koma þeim til nefndar. 6. mars 2013 14:45 Stjórnarskrárferlið kostaði milljarð Stjórnarskrárfrumvarpið hefur kostað skattgreiðendur um eitt þúsund milljónir króna en fjögur ár tók að undirbúa málið. Þingmenn eyddu fimmtíu klukkustundum í tala um frumvarpið sem var tekið af dagskrá í gær. 7. mars 2013 20:01 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Stjórnarskráin eina kosningamálið Komið hefur fram sú hugmynd að einungis eitt mál verði á dagskrá í næstu þingkosningu. 4. maí 2015 15:36
Sigurður Ingi ræðir makrílfrumvarpið í Umræðunni í kvöld Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra verður gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni í kvöld strax eftir fréttir. 4. maí 2015 17:11
Tæp 28 þúsund hafa skrifað undir #þjóðareign Grundvallarbreyting á eignarhaldi sem verður í raun ekki afturkölluð segir Jón Steinsson, hagfræðingur. 3. maí 2015 20:58
Vilja að heildarendurskoðun stjórnarskrár verði lokið á 70 ára afmælinu Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttur, formaður VG, og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, leggja í dag fram frumvarp til breytingar á stjórnarskrá sem heimilar stjórnarskrárbreytingar á næsta kjörtímabili og tillögu til þingsályktunar um að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs verði lokið á 70 ára afmæli lýðveldisins árið 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samfylkingarinnar. Þar kemur líka fram að formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa verið upplýstir um þennan tillöguflutning. Vonir standa til að unnt verði að mæla fyrir báðum málunum í dag og koma þeim til nefndar. 6. mars 2013 14:45
Stjórnarskrárferlið kostaði milljarð Stjórnarskrárfrumvarpið hefur kostað skattgreiðendur um eitt þúsund milljónir króna en fjögur ár tók að undirbúa málið. Þingmenn eyddu fimmtíu klukkustundum í tala um frumvarpið sem var tekið af dagskrá í gær. 7. mars 2013 20:01