Fótbolti

Beckenbauer ósáttur við leikmannaveltuna hjá Bayern

Anton Ingi Leifsson skrifar
Beckenbauer í eldlínunni.
Beckenbauer í eldlínunni. vísir/getty
Franz Beckenbauer, heiðursforseti Bayern München, segir að liðið hafi gert mistök á leikmannamarkaðnum í janúar. Hann er ekki sáttur með hvernig þýska félagið hefur hagað sér á leikmannamarkaðnum undanfarið.

„Ég held að það hafi verið gerð mistök. Ég skildi ekki afhverju Shaqiri var seldur til Inter og afhverju Hojbjerg var lánaður til Augsburg," sagði Beckenbauer.

„Þeir voru frábærir varamenn og við höfum saknað þeirra síðari hluta tímabilsins. Auðvitað geturu ekki búist við öllum þessum meiðslum sem við höfum lent í og nokkrir leikmenn hafa verið lengur frá, en gert var ráð fyrir."

„Bayern voru heppnir að Thiagi og Javi Martinez snéru til baka, en við höfum ekki enn endurheimt öll okkar vopn og þú þarft þau í undanúrslitaleik gegn Barcelona í Meistaradeildinni."

Bayern steinlá fyrir Barcelona á Nou Camp í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudag, en liðið tapaði einnig gegn Augsburg 1-0 í gær á heimavelli.

„Í þannig leikjum þarftu öll þín vopn og það er ekki nægilega öflugt að spila bara með þeim leikmönnum sem eru klárir á þeim tímapunkti. Þeim var refsað fyrir þeirra kaup og sölu og ég held að þeir muni hugsa um framtíðina og taka skref til að forðast þetta."

„Ég held að Bayern muni kaupa nýja leikmenn. Sumir leikmenn eru eldri en 30 ára og hversu lengi munu þeir spila? Þessir leikir eru að verða æsilegri og æsilegri. Það er þess vegna sem þú þarft að hafa að stóran hóp," sagði Beckenbauer grjótharður að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×