Aron Jóhannsson var hetja AZ Alkmaar gegn NAC Breda í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en Aron skoraði sigurmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok.
Steven Berghuis kom AZ yfir, en Jeffrey Sarpong og Adnane Tighadouini komu NAC yfir með tveimur mörkum og staðan 2-1 fyrir NAC í hálfleik.
Robert Muehren jafnaði metin á 83. mínútu og Aron skoraði sigurmarkið á 88. mínútu. Lokatölur 3-2 sigur AZ.
AZ er í fjórða sætinu með 59 stig í mikilli Evrópubaráttu, en NAC er í sextánda sætinu með 28 stig.
Kolbeinn Sigþórsson kom inná sem varamaður hjá Ajax sem vann 3-0 sigur á Cambuur. Kolbeinn spilaði síðustu tuttugu mínúturnar í leiknum.
Aron hetja Alkmaar
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið






Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði
Fótbolti




„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn