Gísli Marteinn spáir nýjum stjórnmálaflokkum góðu fylgi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. maí 2015 22:23 Gísli segist taka fullan þátt í pólitík þrátt fyrir að vera ekki í framboði. Gísli Marteinn Baldursson telur að Píratar muni fá gott fylgi í næstu Alþingiskosningum og einnig þrír nýjir flokkar sem hann segir að muni skjóta upp kollinum á næstunni. Þetta sagði hann í Reykjavík síðdegis í dag. Hann telur að komið sé upp ákveðið tómarúm í stjórnmálum á Íslandi, fólk sé komið með leið á hefðbundnu og gömlu stjórnmálaflokkunum og það skýri aukið fylgi Pírata. „Fólk vill miklu frekar tala um málefni, það vill fókusera á einstaklinga og stjórnmálaflokkarnir heima hafa einhvern veginn engan veginn áttað sig á þessu.“Íslenskir stjórnmálaflokkar gamaldagsGísli, sem er nýútskrifaður frá Harvard, telur það undarlegt að stjórnmálaflokkar hér á landi hafi ekki áttað sig á því að breyta þurfi um aðferðir. „Fólk er komið með upp í kok af hefðbundnum stjórnmálaflokkum og þeim leiðum sem þeir nota,“ segir Gísli í viðtalinu. Hann vísar í landsfund Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og ályktanir sem sendar eru fjölmiðlum eftir slíka fundi. Slík vinnubrögð séu ekki til að ná eyrum almennings. „Ég held að Píratar muni fá ágætis fylgi í næstu kosningum. En ég held líka að hinir flokkarnir, eigum við að segja þrír, eigi eftir að fá mikið fylgi.“Fylgi Pírata viðvörun en enginn hlustar Nokkur umræða hefur skapast á Twitter um möguleika þess að fá nýja stjórnmálaflokka fram á sjónarsviðið. Gísli Marteinn heldur að fólk sé í leit. „Ég held að það sé líka mikilvægt að missa ekki trúnna á lýðræðið. Ég held að það sé besta leiðin sem við höfum ennþá.“ Besti flokkurinn vann eins og kunnugt er sigur í borgarstjórnarkosningunum árið 2010. „Það var nú aldeilis ákveðin viðvörun til hefðbundnu stjórnmálaflokkanna en þeir hlustuðu ekkert á hana. Svo kemur núna önnur viðvörun sem er þetta fylgi Píratana. Mér sýnist að þeir ætli líka bara að reyna að bíða það af sér og humma fram af sér.“ Gísli segist hins vegar sjálfur ekki ætla í framboð þegar hann kemur heim. „Ég ætla að vera virkur í umræðunni en ég ætla ekki í neitt framboð. Pólitík er bara svo miklu meira en það að vera í framboði einhvers staðar,“ bendir hann á og vísar til að mynda í pistla sína um hjólreiðar.Djörf spá: Ef @gislimarteinn myndi stofna frjálslyndan og nútímalegan hægriflokk myndi sá flokkur hiklaust fá 6+ sæti á þingi.— Árni Grétar Finnsson (@ArniGretar) May 11, 2015 Er það rétt sem maður heyrir að ungt, háskólamenntað fólk ætli að bjóða fram undir nafninu Reykjavíkurflokkurinn í næstu alþingis kosningum— Halldór Halldórsson (@DNADORI) May 24, 2015 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson telur að Píratar muni fá gott fylgi í næstu Alþingiskosningum og einnig þrír nýjir flokkar sem hann segir að muni skjóta upp kollinum á næstunni. Þetta sagði hann í Reykjavík síðdegis í dag. Hann telur að komið sé upp ákveðið tómarúm í stjórnmálum á Íslandi, fólk sé komið með leið á hefðbundnu og gömlu stjórnmálaflokkunum og það skýri aukið fylgi Pírata. „Fólk vill miklu frekar tala um málefni, það vill fókusera á einstaklinga og stjórnmálaflokkarnir heima hafa einhvern veginn engan veginn áttað sig á þessu.“Íslenskir stjórnmálaflokkar gamaldagsGísli, sem er nýútskrifaður frá Harvard, telur það undarlegt að stjórnmálaflokkar hér á landi hafi ekki áttað sig á því að breyta þurfi um aðferðir. „Fólk er komið með upp í kok af hefðbundnum stjórnmálaflokkum og þeim leiðum sem þeir nota,“ segir Gísli í viðtalinu. Hann vísar í landsfund Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og ályktanir sem sendar eru fjölmiðlum eftir slíka fundi. Slík vinnubrögð séu ekki til að ná eyrum almennings. „Ég held að Píratar muni fá ágætis fylgi í næstu kosningum. En ég held líka að hinir flokkarnir, eigum við að segja þrír, eigi eftir að fá mikið fylgi.“Fylgi Pírata viðvörun en enginn hlustar Nokkur umræða hefur skapast á Twitter um möguleika þess að fá nýja stjórnmálaflokka fram á sjónarsviðið. Gísli Marteinn heldur að fólk sé í leit. „Ég held að það sé líka mikilvægt að missa ekki trúnna á lýðræðið. Ég held að það sé besta leiðin sem við höfum ennþá.“ Besti flokkurinn vann eins og kunnugt er sigur í borgarstjórnarkosningunum árið 2010. „Það var nú aldeilis ákveðin viðvörun til hefðbundnu stjórnmálaflokkanna en þeir hlustuðu ekkert á hana. Svo kemur núna önnur viðvörun sem er þetta fylgi Píratana. Mér sýnist að þeir ætli líka bara að reyna að bíða það af sér og humma fram af sér.“ Gísli segist hins vegar sjálfur ekki ætla í framboð þegar hann kemur heim. „Ég ætla að vera virkur í umræðunni en ég ætla ekki í neitt framboð. Pólitík er bara svo miklu meira en það að vera í framboði einhvers staðar,“ bendir hann á og vísar til að mynda í pistla sína um hjólreiðar.Djörf spá: Ef @gislimarteinn myndi stofna frjálslyndan og nútímalegan hægriflokk myndi sá flokkur hiklaust fá 6+ sæti á þingi.— Árni Grétar Finnsson (@ArniGretar) May 11, 2015 Er það rétt sem maður heyrir að ungt, háskólamenntað fólk ætli að bjóða fram undir nafninu Reykjavíkurflokkurinn í næstu alþingis kosningum— Halldór Halldórsson (@DNADORI) May 24, 2015
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira